Afganistan

Fréttamynd

Mun ekki fresta brott­för frá Afgan­istan

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Talibanar meina Afgönum brottför frá landinu

Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu að afgönskum borgurum verði ekki leyft að fara á flugvöllinn í Kabúl. Hann biðlaði jafnframt til Bandaríkjamanna að hvetja Afgana ekki til að yfirgefa landið.

Erlent
Fréttamynd

Taka við allt að 120 flótta­mönnum frá Afgan­istan

Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana.

Innlent
Fréttamynd

Þrýst á Biden að fresta brottför þrátt fyrir hótanir Talíbana

Leiðtogar sjö helstu iðnríkjaheims, G-7, funda í dag. Joe Biden forseti Bandaríkjanna er undir miklum þrýstingi frá Bretum, Frökkum og Þjóðverjum að seinka brottför hersveita sinna frá flugvellinum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, til að hægt verði að koma fleirum út úr landinu.

Erlent
Fréttamynd

Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli

Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda.

Erlent
Fréttamynd

Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir

Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug.

Erlent
Fréttamynd

Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð

Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Gripið til aðgerða til að flýta brottflutningi fólks

Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að gripið hafi verið til aðgerða til að flýta flutningi flóttafólks frá Afganistan og hafi bandarískar hersveitir útvíkkað öryggissvæði í kring um flugvöllinn í Kabúl í því augnamiði.

Erlent
Fréttamynd

Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn

Her­menn Tali­bana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á að­stæðum við flug­völlinn í Kabúl í dag. Þúsundir Af­gana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Tali­bana sem náðu völdum í Afgan­istan í byrjun vikunnar.

Erlent
Fréttamynd

Fæddi stúlku á leiðinni frá Afgan­istan til Banda­ríkjanna

Afgönsk kona, sem fékk flugfar með bandaríska hernum frá Afganistan, fæddi barn í flugvélinni. Konan fór í hríðir á leiðinni til Ramstein herstöðvarinnar í Þýskalandi, þar sem gera átti stutt stopp, og lítil stúlka kom í heiminn þegar flugvélin lenti.

Lífið
Fréttamynd

Ringul­reið við flug­völlinn í Kabúl þar sem minnst tuttugu hafa látist

Sjö afganskir borgarar létust nýverið í troðningi við alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Kabúl, að sögn breska hersins. Mikið öngþveiti og örvænting hefur ríkt þar síðustu daga eftir að Talibanar náðu völdum í landinu. Þúsundir keppast við að komast inn á flugvallarsvæðið og yfirgefa landið.

Erlent
Fréttamynd

Eigum við öll rétt til mennsku?

Mig setur hljóðan þessa dagana.Ég er einfaldlega þannig gerð að ég sé fólk sem manneskjur.Þess vegna verð ég svo leið þegar ég les umræðu sem snýst um „okkur“ og „þau“. Umræðu sem felur í sér gagnrýni á menningu, trúarbrögð og siði annarra, því þau búa handan landamæranna. Ég verð líka alveg ofboðslega leið þegar fólk stígur fram fullum fetum og er tilbúið að verðleggja líf annarra.

Skoðun