Jólalög

Fréttamynd

Jólaklukkur

Ding dong dingadinga dong / Nú klukkur himins klingja / Fjölda engla fyrir ber / um frið á jörðu syngja / Gloría, Gloría

Jól
Fréttamynd

Í Betlehem

Í Betlehem er Barn oss fætt / Því fagni gjörvöll Adamsætt / Hallelúja

Jól
Fréttamynd

Jól

Þau lýsa fegurst er lækkar sól / í bláma heiði, mín bernskujól / Er hneig að jólum mitt hjarta brann / dásemd nýrri hver dagur rann.

Jól
Fréttamynd

Hátíð í bæ

Ljósadýrð loftin gyllir / lítið hús yndi fyllir / og hugurinn heimleiðis leitar því æ / man ég þá er hátíð var í bæ.

Jól
Fréttamynd

Jólin alls staðar

Jólin, jólin alls staðar / með jólagleði og gjafirnar / Börnin stóreyg standa hjá / og stara jólaljósin á.

Jól
Fréttamynd

Yfir fannhvíta jörð

Yfir fannhvíta jörð leggur frið / þegar fellur mjúk logndrífa á grund / eins og heimurinn hikri´ aðeins við / haldi niðri í sér anda um stund

Jól
Fréttamynd

Skreytum hús

Skreytum hús með greinum grænum / tra la la la la la la la la la / Gleði ríkja skal í bænum / tra la la la la la la la la la.

Jól
Fréttamynd

Það heyrast jólabjöllur

Dammmmmmmmmmm / Það heyrast jólabjöllur / og o´n úr fjöllunum fer / flokkur af jólaköllum til að / gantast við krakkana hér.

Jól
Fréttamynd

Skín í rauðar skotthúfur

Skín í rauðar skotthúfur / skuggalangan daginn / jólasveinar sækja að / sjást um allan bæinn / Ljúf í geði leika sér / lítil börn í desember / inn í frið og ró, útí frost og snjó / því að brátt koma björtu jólin / bráðum koma jólin

Jól
Fréttamynd

Fögur er foldin

Fögur er foldin / heiður er guðs himinn / indæl pílagríms ævigöng / fram, fram um víða / veröld og gistum / í paradís / með sigursöng

Jól
Fréttamynd

Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá

:Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá / á jólunum fyrstu var dýrðlegt að sjá / Þá sveimuðu englar frá himninum hans / því hann var nú fæddur í líkingu manns

Jól
Fréttamynd

Grýla kallar á börnin sín

Grýla kallar á börnin sín / þegar hún fer að sjóða til jóla / Komið þið hingað öll til mín / Nípa, Típa / Næja, Tæja

Jól
Fréttamynd

Ég sá mömmu kyssa jólasvein

Ég sá mömmu kyssa jólasvein / við jólatréð í stofunni í gær / Ég læddist létt á tá / til að líta gjafir á / hún hélt ég væri steinsofandi / Stínu dúkku hjá.

Jól
Fréttamynd

Jólasveinar einn og átta

Jólasveinar einn og átta / ofan komu úr fjöllunum / Í fyrrakvöld þeir fóru að hátta / fundu´ann Jón á Völlunum.

Jól
Fréttamynd

Hátíð fer að höndum ein

Hátíð fer að höndum ein / hana vér allir prýðum / lýðurinn tendri ljósin hrein / líður að tíðum / líður að helgum tíðum

Jól
Fréttamynd

Hin fyrstu jól

Það dimmir og hljóðnar í Davíðsborg / í dvala sig strætin þagga / í bæn hlýtur svölun brotleg sál / frá brunni himneskra dagga / öll jörðin er sveipuð jólasnjó / og jatan er ungbarnsvagga.

Jól
Fréttamynd

Frá ljósanna hásal

Frá ljósanna hásal, ljúfar stjörnur stara / og stafa um næturhúmið geislakrans / Fylkingar engla, létt um loftin fara / og ljúfir söngvar hljóma / um lífsins helgidóma

Jól
Fréttamynd

Hvít jól

Ég man þau jólin mild og góð / er mjallhvít jörð í ljóma stóð / stöfuð stjörnum bláum / frá himni háum

Jól
Fréttamynd

Göngum við í kringum...

Göngum við í kringum einiberjarunn / einiberjarunn, einiberjarunn / Göngum við í kringum einiberjarunn / snemma á mánudagsmorgni.

Jól
Fréttamynd

Jólasveinar ganga um gólf

Jólasveinar ganga um gólf / með gildan staf í hendi / móðir þeirra sópar gólf / og flengir þá með vendi.

Jól
Fréttamynd

Bráðum koma blessuð jólin

Bráðum koma blessuð jólin / börnin fara að hlakka til / Allir fá þá eitthvað fallegt / í það minnsta kerti og spil / Kerti og spil, kerti og spil / í það minnsta kerti og spil

Jól
Fréttamynd

Gilsbakkaþula

Kátt er á jólunum, koma þau senn / þá munu upp líta Gilsbakkamenn / upp munu þeir líta og undra það mest / úti sjái þeir stúlku og blesóttan hest / úti sjái þeir stúlku, sem um talað varð / "Það sé ég hér ríður hún Guðrún mín um garð / það sé ég hér ríður hún Guðrún mín heim."

Jól
Fréttamynd

Boðskapur Lúkasar

Forðum í bænum Betlehem / var borinn sá sem er / sonur guðs sem sorg og þraut / og syndir manna ber

Jól