
Slökkvilið

Helstu viðbragðsaðilar fara undir eitt þak
Framkvæmdasýsla ríkisins birti í dag auglýsingu á vef sínum þar sem leitast eftir 30 þúsund fermetra lóð á höfuðborgarsvæðinu, húsnæði eða tækifærum til uppbyggingar á sameiginlegu húsnæði fyrir viðbragðsaðila.

Endaði uppi á grindverki
Útkall barst nú um klukkan þrjú til slökkviliðs vegna bensínleka í Kórahverfinu í Kópavogi.

Enginn slökkvibílanna var fullmannaður
Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum.

Kastaðist út í bílveltu á Kjalarnesi
Þrír voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á áttunda tímanum í morgun. Slysið gerðist næri Hvalfjarðargöngum.

Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum.

Hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum
„Lögreglan hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi Slökkviliðs og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á sjötta tímanum.

Boða til blaðamannafundar vegna brunans
Slökkvilið og lögregla hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 17:30 vegna brunans á Bræðraborgarstíg 1 í gær.

Rannsókn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafin
Rannsókn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar er hafin vegna brunans á Bræðraborgarstíg í gær sem varð þremur að bana en stofnunin rannsakar alltaf mál þegar mannskaði verður í eldsvoða.

Of hættulegt og of mikill hiti til að senda inn reykkafara
Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir enn óstaðfest hvar eldurinn hafi komið upp í húsinu við Bræðraborgarstíg 1 sem brann í gær.

Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis
Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis.

Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg
Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn.

Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær
Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.

Húsið rifið að stórum hluta
Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Búið að slökkva eldinn að mestu
Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í húsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í vesturbæ Reykjavíkur í dag. Slökkvilið vinnur þó enn á vettvangi.

Efling hefur haft áhyggjur af aðbúnaði í húsinu sem brann
Efling - stéttarfélag hefur haft húsnæðið, sem varð eldi að bráð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, til skoðunar frá því að Efling komst að því í að starfsmenn starfsmannaleigu, sem áður var rekin undir nafninu Menn í vinnu, væru skráðir sem íbúar húsnæðisins.

Vinna að því að staðsetja hina tvo íbúa hússins
Sex manns eru skráðir sem íbúar í húsinu á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs sem varð alelda á fjórða tímanum í dag

„Húsið eiginlega farið“
„Eins og þið sjáið bak við mig þá er húsið eiginlega farið, þetta háreista hús en viðbyggingin virðist hafa sloppið,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans á Vesturgötu.

Reykjarmökkinn lagði yfir vesturborgina
Mikinn reyk hefur lagt yfir vesturhluta Reykjavíkur nú síðdegis eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á fjórða tímanum.

Eldsvoði á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs
Eldur logar nú í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs.

Starfsmaður Domino's slökkti eld áður en slökkvilið kom á vettvang
Eldur kom upp í ruslagámi Krambúðarinnar við Hjarðarhaga í Vesturbæ á sjötta tímanum í dag.

Mikill eldur kom upp í gámi fullum af bílhræjum
Eldur kom upp í stórum vörugámi í portinu við bílaflutningafyrirtæki að Fitjabraut 14 í Keflavík klukkan fjögur í nótt. Vel tókst að slökkva eldinn en hann var þó mikill og mikinn reyk lagði frá gámnum.

Eldur kom upp í flutningabíl hjá Mjólkursamsölunni
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að húsakynnum Mjólkursamsölunnar í Hálsahverfi í Reykjavík um klukkan 14 eftir að eldur kom upp í flutningabíl.

Hættuástand skapaðist á Landspítalanum
Spilliefnaleki kom upp á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala. Atvikið átti sér stað um svipað leyti og sprening var gerð á framkvæmdasvæði þó að óljóst sé hvort málin tengist.

Brunaeftirlitsmenn neita að láta flytja sig hreppaflutningum norður á Sauðárkrók
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra vill deildina heim í hérað.

Nágrannar hjálpuðu við að slökkva sinueldinn
Mikill gróðureldur geisar nú við Ásvelli í Hafnarfirði. Allt tiltækt slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar eru nú á staðnum að reyna að ráða niðurlögum brunans.

Sinubruni hjá Ásvöllum
Tilkynning barst um klukkan 18:30.

Slökkvilið kallað út að hóteli í Keflavík
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja hefur verið kallað út að Marriott-hótelinu á Aðalgötu í Keflavík.

Komst sjálfur út úr bústaðnum sem brann hratt til grunna
Einn var inni í sumarbústað í Rjúpnastekki við Þingvallavatn þegar eldur kviknaði þar á áttunda tímanum í kvöld.

Sumarbústaður alelda í uppsveitum Árnessýslu
Eldur kviknaði í sumarbústað í Rjúpnastekki í uppsveitum Árnessýslu nú á áttunda tímanum í kvöld.

Kviknaði í gröfu skammt frá Flúðum
Eldur kom upp í beltagröfu við námu í Núpstúni í Hrunamannahreppi nú fyrir skömmu. Grafan er alelda og dökkan reyk leggur frá henni.