Trúir á fyrirgefningu en fólk þarf að vinna sér inn fyrir henni Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2019 10:30 Lilja Alfreð byrjar alla daga á því að fara út að skokka. „Ég byrja alla morgna á hlaupi, sama hvernig viðrar og þá koma allar bestu hugmyndirnar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra en í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið í gegnum morguninn hjá ráðherra. Dagurinn byrjaði í hellirigningu með Lilju, og var farið yfir morgunrútínuna, metnaðarfull framtíðaráform hennar í pólitík, hvernig Klaustursmálið hefur breytt henni, hvaða áhrif það hafði á fjölskylduna og sterkar skoðanir hennar á hinum ýmsum málum. „Áður en ég fór í stjórnmálin var ég að hlaupa tvisvar í viku en núna er það bara allir dagar,“ segir Lilja sem fór aðeins yfir lögin sem hún hlustar á hlaupum. Eye Of The Tiger, Fjöllin hafa vakað og Under Pressure voru lögin sem hún nefndi. Hún hleypur samt sem áður oftast við lög eftir Bubba Morthens.En af hverju fór Lilja út í pólitík? „Ég hef alltaf verið virk í því að vinna að samfélagsmálum. Svo verð ég utanríkisráðherra sem er orðið svolítið frægt. Ég hafði miklu meira gaman af þessu heldur en ég hafði nokkur tímann ímyndað mér. Mér finnst heiður að starfa í stjórnmálum.“ Hún segir að það erfiðasta við stjórnmálin sé að passa upp á börnin sín. „Ég er auðvitað barn stjórnmálamanns og þekki það alveg frá fimm ára aldri að það sé hjólað í mann. Það er kannski smá ástæðan að það var smá hik á mér. Allt í lagi mín vegna en maður vill kannski ekki að börnin manns lendi í því. Það lentu allir í Klaustursmálinu. Þetta voru fyrrverandi félagar mínir en ég er líka þannig að maður verður líka að halda áfram. Ég er í frábæru starfi og það er heiður að vera þar sem ég er, en maður þarf að leggja sig fram á hverjum einasta degi.“ Lilja segir að staðan sé þannig í dag að hún geti ekki unnið með Miðflokksmönnum. „Þetta var ekki skemmtilegt en þetta er staðan og maður verður að vinna með það. Ég trúi á fyrirgefningu en fólk þarf að vinna sér inn fyrirgefningu og það á við um okkur öll.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Lilja setur menntamálin í fyrsta sæti þessa dagana. Ísland í dag Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Sjá meira
„Ég byrja alla morgna á hlaupi, sama hvernig viðrar og þá koma allar bestu hugmyndirnar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra en í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið í gegnum morguninn hjá ráðherra. Dagurinn byrjaði í hellirigningu með Lilju, og var farið yfir morgunrútínuna, metnaðarfull framtíðaráform hennar í pólitík, hvernig Klaustursmálið hefur breytt henni, hvaða áhrif það hafði á fjölskylduna og sterkar skoðanir hennar á hinum ýmsum málum. „Áður en ég fór í stjórnmálin var ég að hlaupa tvisvar í viku en núna er það bara allir dagar,“ segir Lilja sem fór aðeins yfir lögin sem hún hlustar á hlaupum. Eye Of The Tiger, Fjöllin hafa vakað og Under Pressure voru lögin sem hún nefndi. Hún hleypur samt sem áður oftast við lög eftir Bubba Morthens.En af hverju fór Lilja út í pólitík? „Ég hef alltaf verið virk í því að vinna að samfélagsmálum. Svo verð ég utanríkisráðherra sem er orðið svolítið frægt. Ég hafði miklu meira gaman af þessu heldur en ég hafði nokkur tímann ímyndað mér. Mér finnst heiður að starfa í stjórnmálum.“ Hún segir að það erfiðasta við stjórnmálin sé að passa upp á börnin sín. „Ég er auðvitað barn stjórnmálamanns og þekki það alveg frá fimm ára aldri að það sé hjólað í mann. Það er kannski smá ástæðan að það var smá hik á mér. Allt í lagi mín vegna en maður vill kannski ekki að börnin manns lendi í því. Það lentu allir í Klaustursmálinu. Þetta voru fyrrverandi félagar mínir en ég er líka þannig að maður verður líka að halda áfram. Ég er í frábæru starfi og það er heiður að vera þar sem ég er, en maður þarf að leggja sig fram á hverjum einasta degi.“ Lilja segir að staðan sé þannig í dag að hún geti ekki unnið með Miðflokksmönnum. „Þetta var ekki skemmtilegt en þetta er staðan og maður verður að vinna með það. Ég trúi á fyrirgefningu en fólk þarf að vinna sér inn fyrirgefningu og það á við um okkur öll.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Lilja setur menntamálin í fyrsta sæti þessa dagana.
Ísland í dag Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Sjá meira