Íslenskir bankar

Fréttamynd

Bankinn tók ekki þátt þrátt fyrir lægra gengi

Landsbankinn, þriðji stærsti hluthafi Stoða, tók ekki þátt í nýafstaðinni hlutafjáraukningu fjárfestingafélagsins þrátt fyrir að hluthöfum hafi gefist kostur á því að skrá sig fyrir nýju hlutafé á gengi sem var um 25 prósentum lægra en áætlað bókfært virði félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pendúllinn sveiflast of langt í aðra áttina

Ragnhildur Geirsdóttir segir tímabært að endurskoða hömlur á samstarfi fjármálafyrirtækja um innviði. Samkeppnisforskot felist í miðlægum kerfum þar sem þau séu illframkvæmanleg í stærri ríkjum. Rétt að fá fleiri fjárfesta að RB.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Með tveggja prósenta hlut í Kviku

Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur bætt við sig í Kviku banka með kaupum á ríflega 0,8 prósenta hlut í fjárfestingarbankanum fyrir um 170 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frjálsi kominn í hóp stærstu hluthafa Arion

Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Arion banka í hlutafjárútboði bankans síðasta sumar, hefur bætt við sig í bankanum og fer nú með 1,18 prósenta hlut í honum, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Launin orðin fullhá miðað við aðstæður

Reglur Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi, sem kveða á um að kaupauki starfsmanna fjármálafyrirtækja megi að hámarki nema 25 prósentum af árslaunum þeirra, hafa stuðlað að því að grunnlaun í bankakerfinu eru orðin fullhá miðað við rekstrarforsendur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seldi í Arion banka fyrir tvo milljarða

Breski vogunarsjóðurinn Att­estor Capital seldi fyrr í mánuðinum tæplega eins og hálfs prósents hlut í Arion banka að virði ríflega tveggja milljarða króna. Eftir söluna fer sjóðurinn með um 5,6 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hans.

Viðskipti innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.