Rússland

Yfirvöld Úkraínu segjast hafa gómað rússneska útsendara
Einn hinna handteknu reyndi að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins.

Norðmaður dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Rússlandi fyrir njósnir
Norðmaðurinn Frode Berg er sagður hafa reynt að greiða rússneskum manni fyrir upplýsingar um kafbátaflota Rússlands.

„Hvernig í ósköpunum stendur á því að þú talar ekki eins góða rússnesku og forseti Íslands?“
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heillaði fundarmenn með rússneskukunnáttu sinni þegar hann tók til máls í pallborðsumræðum um norðurslóðir í gær.

Vonast eftir góðri samvinnu á vettvangi Norðurskautsráðsins
Forsetarnir ræddu meðal annars málefni norðurslóða.

Guðni heillaði fundarmenn með rússneskukunnáttu sinni
Forseti Íslands sótti ráðstefnu um málefni Norðurslóða ásamt Rússlandsforseta og leiðtogum annarra Norðurlanda.

Bein útsending: Guðni forseti og Pútín ræða norðurslóðamál í Pétursborg
Forseti Íslands fundar einnig með forseta Rússlands á morgun.

Rússnesk stjórnvöld brutu á leiðtoga stjórnarandstöðunnar
Mannréttindadómstóll Evrópu taldi að stofufangelsi sem Alexei Navalní sætti í Rússlandi hafi ekki verið réttmætt og að takmarkanir á samskiptum hans við umheiminn hafi ekki verið í samræmi við meintan glæp hans.

Guðni og Kristján Þór funda með Pútín
Guðni Th. Jóhannesson og Kristján Þór Júlíusson munu sækja ráðstefnu um málefni norðurslóða, International Arctic Forum, í Pétursborg dagana 9. og 10. apríl.

„Hefði Rússland staðið að baki taugaeitursárásinni hefði enginn lifað af“
Charlie Rowley, einn þeirra sem varð fyrir taugaeitursárás hitti rússneska sendiherrann. Sendiherrann sagði honum að Rússar gætu ekki borið ábyrgð á árásinni því ef svo væri hefði enginn lifað af. Kærasta Rowley lést vegna eitrunarinnar

Vísbending um tengsl þýsks hægriöfgaþingmanns við Kreml
Rússar virðasta hafa talið að þeir gætu haft þá verðandi þingmann hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í vasanum.

Gera aðra tilraun til að beita Rússa þvingunum vegna afskipta
Öldungadeildarþingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum ætla sér að beita Rússa hörðum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, meðal annars með því markmiði að reyna að koma í veg fyrir frekari afskipti þeirra af kosningum í Bandaríkjunum.

Guðni Th. Jóhannesson fundar með forseta Rússlands
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun funda með forseta Rússlands áður en ráðstefna um málefni Norðurheimskautsins fer fram í St. Pétursborg í næstu viku.

Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu
Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina.

Ein ríkasta kona Rússlands fórst í flugslysi við Frankfurt
Þrír fórust í flugslysi í grennd við þýsku borgina Frankfurt síðdegis í dag.

Vara Rússa við hernaðaríhlutun í Venesúela
Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins sendi Rússum skilaboð vegna aðstoðar sem þeir hafa veitt stjórnvöldum í Venesúela.

Rússneskum sprengjuvélum flogið að Íslandi
Flugvélunum var ekki flogið inn í lofthelgi Íslands en þeim var flogið inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins. Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem það gerist.

Trump-liðar hyggja á hefndir
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð.

Rússnesk hergögn í Caracas
Tveimur rússneskum herþotum, klyfjaðar hvers kyns hergögnum og mannskap, er sagt hafa verið flogið til Venesúela á laugardag.

Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum
Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar.

Pelosi segir ekki koma til greina að halda leynd yfir skýrslu Mueller
Demókratar berjast fyrir því að gögn sem tengjast Rússarannsókninni verði gerð opinber.

Mannréttindaleiðtogi fangelsaður í Tjetjeníu
Aðgerðarsinninn Oyub Titiev sem barist hefur í áraraðir fyrir mannréttindum í Tjetjeníu í Rússlandi ásamt samtökum sínum Memorial hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir vörslu eiturlyfja. Titiev og samtökin Amnesty International hafa gagnrýnt dóminn og sagt hann vera pólitískan.

Sendu orrustuþotur á móti rússneskum sprengjuflugvélum við Ísland
Rússneskar herflugvélar flugu síðast inn á loftrýmiseftirlitssvæðið í desember 2018.

Bein útsending: Þrír geimfarar sendir til geimstöðvarinnar
Geimförunum Christina Koch frá Bandaríkjunum, Alexey Ovchinin frá Rússlandi og Nick Hague frá Rússlandi verður skotið á loft til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í kvöld.

Ætla að prófa nýjar eldflaugar á árinu
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna stefna að því að framkvæma tilraunaskot með tveimur tegundum eldflauga sem voru bannaðar samkvæmt eldflaugasáttmála Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.

Manafort dæmdur til lengri fangelsisvistar og ákærður fyrir fleiri brot
Hluta dómsins fær Paul Manafort að afplána samhliða öðru fangelsisdómi sem hann hlaut í síðustu viku. Saksóknarar í New York hafa lagt fram fleiri ákærur á hendur honum.

Leggja sektir við að móðga yfirvöld á netinu
Bannað verður að sýna rússneskum yfirvöldum, fánanum, stjórnarskránni og almenningi vanvirðingu á netinu samkvæmt frumvörpum sem Vladímír Pútín forseti er með til undirskriftar.

Sigurstranglegt framlag Rússlands í Eurovision frumsýnt
Sergey Lazarev hefur gefið út framlag Rússa til Eurovision í ár.

Samþykktu bann við því að vanvirða stjórnvöld
Ólöglegt verður að „vanvirða“ rússnesk yfirvöld og deila fréttum sem ríkisstjórnin álítur falskar eftir að frumvörp þess efnis voru samþykkt á rússneska þinginu í gær.

Swedbank kærður vegna peningaþvættis
Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár.

Rússar segjast tilbúnir í viðræður um Venesúela
Utanríkisráðherra Rússlands fordæmdi stefnu Bandaríkjastjórnar í garð Venesúela í símtali við bandarískan starfsbróður sinn í gær.