Norður-Ameríka

Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska
Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast.

Kúbverskur herforingi úr Svínaflóainnrásinni látinn
Herforinginn tók þátt í að stöðva innrás útlagahers sem Bandaríkjastjórn studdi. Innrásin misheppnaða þótti niðurlæging fyrir ríkisstjórn Johns F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseta.

Þrettán ríkisborgarar Kanada handteknir í Kína
Af þeim þrettán Kanadamönnum sem hafa verið handteknir í Kína er búið að sleppa minnst átta.

„Skeggjaði gaurinn“ í Walk off the Earth er látinn
Kanadíski tónlistarmaðurinn Mike Taylor, betur þekktur sem "Beard Guy“ í indiepoppsveitinni Walk off the Earth, er látinn.

Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld.

Annað barn lætur lífið í umsjá landamærayfirvalda
Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar í umsjá landamærayfirvalda.

Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn
Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins.

Mexíkóskt stjórnmálapar fórst í þyrluslysi
Nýbakaður ríkisstjóri eins fjölmennsta ríkis Mexíkó og öldungadeildarþingmaður létu lífið þegar þyrla þeirra hrapaði nærri Puebla-borg á aðfangadag.

Ekki sér fyrir endann á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum
Lokun hluta ríkisstofnana Bandaríkjanna mun að öllum líkindum vara fram yfir jól. Þetta varð ljóst eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman og náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.

Þriðji Kanadamaðurinn í haldi í Kína
Ekki liggur fyrir hver maðurinn, eða konan, er né hvers vegna hann var handtekinn.

Flynn bað um frest á dómsuppkvaðningu
Dómari fór hörðum orðum um Michael Flynn og skaði hann um að hafa svikið Bandaríkin.

Höfundur tónlistarinnar í Hárinu er látinn
Tónskáldið Galt MacDermot, höfundur tónlistarinnar í söngleiknum Hárinu, er látinn, 89 ára að aldri.

Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg
Ekkert útlit er fyrir lausn á deilu Donald Trump og þingmanna vegna kosningaloforðs hans um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

„Við vitum öll að hún týndi lífi sökum vægðarlausrar stefnu Trumps“
Jakelin Caal Maquin lést í haldi landamæravarða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún kom ólöglega til Bandaríkjanna ásamt föður sínum.

Rannsaka andlát sjö ára stúlku
Andlát sjö ára stúlku frá Gvatemala sem lést í haldi landamæraeftirlitsins í Bandaríkjunum er nú til rannsóknar.

Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda
Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst.

Tveir Kanadamenn í haldi í Kína
Yfirvöld Kína hafa handtekið tvo Kanadamenn og saka þá um að ógna öryggi Kína.

Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi
Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum.

Kína handtekur kanadískan diplómata
Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið.

Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku
Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag.