Umskurðsfrumvarp

Gildandi lög gætu bæði leyft og bannað umskurð drengja
Dómsmálaráðherra segir að umskurður á kynfærum bæði kvenna og karla hafi í raun verið bannaður áður en hert var á lagaákvæðum varðandi stúlkur og konur upp úr aldamótunum.

Umskurður drengja kannski þegar bannaður með lögum
Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins lagði fram frumvarp á Alþingi síðast liðinnvetur um bann við umskurði ólögráða drengja.

Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð
Hann telur viðhorf gyðinga gagnvart umskurði að breytast.

Rabbíni hópfjármagnar flutning sinn til Íslands
Sex milljónir söfnuðust á hálfum sólarhring til að fyrsti rabbíninn geti flutt með fjölskylduna til Íslands á sunnudag. Stefnt er að opnun fyrstu sýnagógunnar hér á landi. Rabbíninn hyggst beita sér gegn umskurðarfrumvarpi á Alþingi.

Tengdadóttirin þakkar óumskorna kærastann
Athafnamaðurinn Valgeir Sigurðsson segist hafa orðið fyrir miklum þrýstingi í Flórída á að láta umskera son sinn sem fæddist þar í fylkinu. Hann kveður son sinn og tengdadóttur sömuleiðis vera sér þakklát fyrir að hafa staðist áganginn.

Fyrsti rabbíninn á Íslandi fagnar frávísun umskurðarfrumvarpsins
Avi Feldman, fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi, fagnar því að umskurðarfrumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur hafi verið vísað til ríkisstjórnar og hljóti því ekki afgreiðslu fyrir þinglok.

Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok
Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn.

Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista
„Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald.

Segja bann við umskurði ógna trúfrelsi á Íslandi
Ráðstefna var haldin um réttmæti umskurðar í Reykjavík í dag og komu þátttakendur víða að úr heiminum.

Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd
Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag.

Bein útsending: Ráðstefna um umskurð drengja
Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 17. apríl. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17.

Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja
Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit að mati talsmanns Samráðsvettvangs trúfélaga.

Ráðstefna um umskurð drengja á þriðjudag
Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um bann við umskurði drengja, er ekki á meðal ræðumanna á ráðstefnunni. Hún segir flesta þeirra sem til máls taka á ráðstefnunni leggjast gegn banninu.

Bréf bandarísku þingmannanna „argasti yfirgangur“
Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins sendu bréfið þar sem umskurðarfrumvarpið er harðlega gagnrýnt

Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið
Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt.

Gefur ekki upp hvort hún myndi styðja umskurðarfrumvarp í atkvæðagreiðslu
Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því.

Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi
Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi.

Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður
Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna.

Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra
Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega.

Gyðingar fresta ferðum til Íslands
Aðgerðum gegn ferðaþjónustu á Íslandi hótað vegna umskurðsfrumvarpsins.