Ofbeldi gegn börnum

Fréttamynd

Daglegar pyntingar á Hjalteyri og enginn vildi hlusta

Enn og aftur stígur fram maður sem segist hafa verið beittur hræðilegum pyntingum af hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Hann hefur í áranna rás reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá hjónin rannsökuð en segist aldrei hafa fengið áheyrn.

Innlent
Fréttamynd

Tóku barn úr vistun vegna grunsamlegrar hegðunar Hjalteyrarhjónanna: Létu Garðabæ vita

Garðabær fékk  ítrekað ábendingar og eða kvartanir vegna hjóna sem önnuðust fjölda barna í bænum að sögn foreldra sem voru með barn í leikskóla hjá þeim. Foreldrarnir segjast hafa ákveðið að taka barnið sitt úr skólanum vegna grunsamlegrar hegðunar þeirra. Hjónin sem hafa verið ásökuð um ofbeldi og pyntingar gagnvart börnum störfuðu í 17 ár í Garðabæ. Maður sem var hjá þeim á Hjalteyri segist hafa reynt að láta Garðabæ og önnur yfirvöld vita af ofbeldinu sem þau beittu þar. 

Innlent
Fréttamynd

Mildaður dómur í barnaníðsmáli vekur reiði

Áfrýjunardómstóll á Indlandi hefur mildað dóm yfir manni sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa neytt tíu ára dreng til að hafa við sig munnmök. Dómurinn féll degi áður en hæstiréttur landsins felldi úr gildi dóm þar sem maður hafði verið sýknaður af kynferðisbrotum gegn tólf ára stúlku þar sem „húð mætti ekki húð“.

Erlent
Fréttamynd

Af­skipti barna­verndar af at­ferli þeirra sem starfa með börnum

Reglulega berast tilkynningar til barnaverndar vegna vanvirðandi háttsemi eða ofbeldis af hálfu einstaklinga sem starfa með börnum. Það sem af er þessu ári hafa Barnavernd Reykjavíkur borist 25 slíkar tilkynningar, en slíkar tilkynningar eða ábendingar berast á grundvelli 35. greinar barnaverndarlaga.

Skoðun
Fréttamynd

Vill láta rannsaka málefni Hjalteyrarheimilisins

Bæjarstjóri Akureyrar telur að rannsaka eigi málefni barnaheimilisins á Hjalteyri eftir að fólk sem þar dvaldi sem börn hefur stigið fram. Þar lýsir fólkið hræðilegu kynferðislegu,líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir. 

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka hvort reynt hafi verið að keyra á börn í Garða­bæ

Nokkrar kærur hafa borist lög­reglu eftir að hópur krakka safnaðist saman fyrir utan heimili í Garða­bæ á laugar­dags­kvöld og hafði í hótunum við heimilis­fólkið. Heimilis­faðirinn hefur einnig verið kærður en hluti krakkanna sakar hann um að hafa reynt að keyra á sig.

Innlent
Fréttamynd

Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu

Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir  sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Garða­bær mun rann­saka dag­heimili hjónanna frá Hjalt­eyri

Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var hreinasta helvíti“

Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin.

Innlent
Fréttamynd

Hópuðust saman við heimili sam­nemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur

Lög­regla á höfuð­borgar­svæðinu var kölluð út að heimili í Garða­bæ í gær­kvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilis­fólkið. Að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn gerir ráð fyrir að heimilis­fólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í fram­haldi unnið í sam­starfi við barna­verndar­yfir­völd, enda séu krakkarnir ó­sak­hæfir.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar hafa beðið um flutning barna frá Sælukoti

Búist er við að úttekt á leikskólanum Sælukoti ljúki í næstu viku en borgin hefur undanfarið rætt við aðstandendur skólans um þær alvarlegu ávirðingar sem fram hafa komið. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir að ákveðið hafi verið að skýra betur samninga borgarinnar við sjálfstætt starfandi leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

Skóla­­­stjórn­endur og bæjar­yfir­­­völd neita að tjá sig um kærurnar

Hvorki kjörnir full­trúar né starfs­menn Suður­nesja­bæjar vilja tjá sig um lög­­reglu­rann­­sókn sem nú stendur yfir og beinist að fjórum starfs­­mönnum Gerða­­skóla. Móðir stúlku með ADHD kærði starfs­mennina fyrir vonda með­­ferð á dóttur sinni en hún segist hafa horft á einn þeirra snúa hana niður í gólfið fyrir að hafa klórað út í loftið í átt að sér og segir skólann oft hafa lokað dóttur hennar inni í því sem skólinn kallar „hvíldar­her­bergi".

Innlent
Fréttamynd

Móðir lýsir alvarlegum atvikum á Sælukoti

Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans krefjast þess að honum verði lokað.

Innlent
Fréttamynd

Séð um bleiu­skipti þrátt fyrir meint kyn­ferðis­brot gegn barni

Fyrrverandi starfsmenn leikskólans Sælukots í Reykjavík og aðstandendur barna sem hafa dvalið þar krefjast þess að leikskólanum verði tafarlaust lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Verulegir vankantar eru sagðir vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og telur hópurinn að rekstur leikskólans geti vart staðist lög.

Innlent