NATO

Fréttamynd

Vesturlönd eiga ekki að hafa áhyggjur af líðan Putins

Artis Pabriks varnarmálaráðherra Lettlands fer í engar grafgötur með að Vesturlönd eigi að bregðast af hörku við innrás Rússa í Úkraínu og varast undirróður hans sem miði að því að afvegaleiða Vesturlönd til málamiðlana.

Erlent
Fréttamynd

Of stór biti í háls

Skipan utanríkismála og varna landsins er eitthvert mikilvægasta viðfangsefni ríkisstjórna á hverjum tíma. Það er því viðvarandi verkefni að tryggja að við fylgjum þróuninni fast eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum

Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Bjart­­sýn á að Tyrkjum snúist hugur

Umræða um staðfestingu á viðbótarsamningi Atlantshafsbandalagsins um inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í bandalagið hófst á Alþingi í gær. Yfirgnæfandi stuðningur var við málið á þinginu, þvert á flokka.

Innlent
Fréttamynd

200 ára hlutleysi kastað á glæ

Núna hafa ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands samþykkt að sækja um aðild að hernaðarbandalaginu Nató og ríkisstjórn Íslands lýst því yfir að hún muni styðja þá umsókn. Þessi umsnúningur í utanríkisstefnu þessara áður hlutlausu landa kemur kannski ekki mjög á óvart. Bæði löndin hafa unnið náið með Nató síðan Kalda stríðinu lauk og í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu hefur orðið umsnúningur í afstöðu almennings til aðildar.

Skoðun
Fréttamynd

Fullur stuðningur við aðild Finna og Svía

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra býður Finna og Svía velkomna í Atlantshafsbandalagið. Finnar eru komnir lengra í ferlinu og ljóst að þeir muni leggja fram umsókn.

Innlent
Fréttamynd

Frum­kvæði gegn stríði

Samstarf friðarsamtaka á Norðurlöndum hafa sent ríkisstjórnum og þingmönnum landanna bréf. Antikrigs-Initiativet (Frumkvæði gegn stríði) leggur eindregið til að Norðurlöndin umsvifalaust stöðu sína og endurnýi sjálfbærni sína sem er falin í samstarfi Norðurlandanna og varnarbandalagi eins og það var endurmyndað árið 2009.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­bar­átta Eystra­salts­þjóða og enda­lok Sovét­ríkjanna: Þegar Ís­land leið­rétti kúrsinn hjá NATO

Þann 9.maí s.l.birti Morgunblaðið frétt af því, að skjöl þýska utanríkisráðuneytisins frá lokum Kalda stríðsins hefðu verið gerð opinber. Samkvæmt þeim hefðu leiðtogar Þýskalands, Kohl kanslari og Genscher utanríkisráðherra, beitt sér gegn endurreistu sjálfstæði Eystrasaltsþjóða og aðild hinna nýfrjálsu ríkja að varnarbandalagi lýðræðisríkjanna, NATO.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Rússa geta ráðist inn í fleiri Evrópu­lönd

Bretar ætla að opna aftur sendi­ráð sitt í Kænu­garði, höfuð­borg Úkraínu, og munu að­stoða Pól­verja við að gefa Úkraínu­mönnum skrið­dreka. For­seti Úkraínu varar Vestur­lönd við því að Rússar ætli sér að ráðast inn í fleiri lönd í álfunni.

Erlent
Fréttamynd

Meiri­hluti Svía vill í NATO

Meirihluti Svía er hlynntur aðild að Atlantshafsbandalaginu samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn sem meirihluti íbúa hefur verið fylgjandi aðild að bandalaginu.

Erlent
Fréttamynd

Inn­ganga Finna geti breytt öryggis­s­trúktúrnum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land búi sig undir hörð við­brögð af hálfu Rússa

Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“

Innlent
Fréttamynd

Finnar og Svíar færast nær NATO-aðild

Forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar segja báðir að öryggislandslag Evrópu hafi tekið grundvallarbreytingum með innrás Rússa í Úkraínu. Það geti leitt til þessa að bæði ríki sæki um aðild að NATO, Atlantshafsbandalaginu.

Erlent