

Utanríkisráðherra sagði mikilvægt að standa vörð um hinar sameinuðu þjóðir í ávarpi sínu á hátíðafundinum og harmaði hve hart væri sótt að mannréttindum, lýðræði og fjölþjóðasamvinnu um þessar mundir.
Mannréttindadagurinn er haldinn árlega 10. desember. Þann dag, árið 1948, samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna Heimsyfirlýsingu um mannréttindi.
Ísland veitir 90 milljónum króna til Neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (CERF). Þörfin fyrir mannúðaraðstoð mun aukast um 40 prósent milli ára vegna óbeinna áhrifa af völdum COVID-19.
Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti mannkynið og þjóðir heims til þess að láta af „stríði sínu gegn náttúrunni“ og stefna að kolefnishlutleysi til þess að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga í dag.
Sameinuðu þjóðirnar munu verja eitt hundrað milljónum Bandaríkjadala til að freista þess að afstýra hungursneyð í sjö heimshlutum. Hungrið er vegna átaka, efnahagslegrar hnignunar, loftslagsbreytinga og heimsfaraldurs kórónuveirunnar
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna.
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér 20. febrúar árið 2013 og varð hluti af íslenskri löggjöf. Sáttmálinn er þó miklu eldri og við skuldbundin að virða og uppfylla ákvæði hans í tæp 30 ár.
Heimsfaraldur kórónaveiru stefnir heimsmarkmiðunum í hættu. Fjögur þúsund milljarða bandarískra dala skortir á þessu ári til baráttunnar gegn fátækt og hungri
Fyrir 17 mánuðum samþykkti Alþingi þingmál sem ég hafði lagt fram ásamt 15 öðrum þingmönnum um að það bæri að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ólíkt flestum þingmálum þingmanna var þetta mál samþykkt af öllum flokkum.
Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eru meðal þeirra sem taka þátt opnum fundi um kórónuveirufaraldurinn.
Afríka verður verst úti í loftslagsbreytingum samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Rúmlega tvö hundruð byggingar um alla Evrópu verða lýstar upp með bláum lit á morgun, laugardaginn 24. október, til að minnast 75 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna
Ísland leggur til 80 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Búrkína Fasó, Malí og Níger. Sérstök áheitaráðstefna Sameinuðu þjóðanna um Mið-Sahelsvæðið fór fram í gær.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kaupir sprautur og annan nauðsynlegan búnað til að vera undirbúin þegar bóluefni gegn COCID-19 verður tilbúið.
Fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) fagnar ákvörðun Íslands um að taka á móti allt að fimmtán einstaklingum frá Lesbos í Grikklandi
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hlaut í dag friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu stofnunarinnar gegn hungri, fyrir að stuðla að bættum aðstæðum fyrir friði á átakasvæðum, og fyrir aðgerðir til að afstýra því að hungur sé notað sem vopn í átökum
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Frá þessu greindi norska Nóbelsnefndin á fréttamannafundi sem hófst núna klukkan níu.
Ályktun Íslands um að mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna beri að veita ríkisstjórn Rodrigos Duterte stuðning og aðstoð við umbótastörf var samþykkt samhljóða á fundi mannréttindaráðs SÞ í morgun.
Ísland hefur gert samkomulag við skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) um stuðning við starf hennar fyrir bættum mannréttindum í heiminum
Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda.
Kynferðisleg misnotkun á netinu og skortur á kynfræðslu eru þau málefni sem brenna helst á íslenskum börnum og ungmennum. Barnaskýrsla um stöðu mannréttinda á Íslandi var kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og tekin þar fyrir í fyrsta sinn.
Stjórnvöld hafa ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fjölga þarf tækifærum fyrir börn og ungmenni til að taka þátt. Stjórnvöld þurfa að tryggja betur aðstoð við börn af erlendum uppruna, fötluð börn og börn sem búa við fátækt.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag til að ræða deilu Asera og Armena en átök hafa blossað upp enn á ný í héraðinu Nagorno Karabakh og liggja tugir eða hundruð í valnum.
Samkvæmt skýrslu þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna eru þær framfarir sem orðið hafa í að bæta hag kvenna og barna í heiminum síðastliðinn áratug í mikilli hættu vegna átaka, hamfarahlýnunar og nú kórónaveirunnar
Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur nú staðfest að -69,6°C sem mældust á sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Grænlandi árið 1991 sé mesti kuldi sem mæst hefur á norðurhveli jarðar.
Kínverjar ætla að stefna að því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060 til að draga úr hættunni á verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Xi Jinping, forseti Kína, tilkynnti þetta óvænt í ávarpi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi.
Heimsbyggðin hefur áhyggjur af aðgangi að heilsugæslu, hreinu drykkjarvatni, hreinlætisaðstöðu og menntun, ef marka má niðurstöður könnunar Sameinuðu þjóðanna á afstöðu til heimsmála.
Í dag, 21. september er alþjóðlegi friðardagurinn. Í tilefni dagsins bjóða Sameinuðu þjóðirnar, sem fagna einmitt 75 ára afmæli í ár, öllum stríðandi fylkingum að leggja niður vopn, stöðva ofbeldi og virða 24 klukkustunda vopnahlé í nafni friðar.