Íslenska krónan

Fréttamynd

Rjúfum vítahring krónunnar

Vextir á Íslandi eru með þeim hæstu sem þekkjast á byggðu bóli. Venjuleg fyrirtæki í landinu, sem eru uppistaðan í íslensku atvinnulífi, geta ekki gert skynsamlegar áætlanir fram í tímann. Hvort tveggja skerðir kjör fólksins í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Spá elleftu hækkuninni í röð

Hagfræðingar Landsbankans spá því að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti um 0,5 prósentur í næstu viku. Gangi þessi spá eftir verður það ellefta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hart sótt að Katrínu vegna verð­bólgunnar

Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni.

Innlent
Fréttamynd

Lækkandi vaxta­á­lag á evru­bréf bankanna ætti að „róa gjald­eyris­markaðinn“

Eftir að hafa lækkað nær stöðugt í verði frá áramótum hefur gengi krónunnar styrkst um 2,5 prósent gagnvart evrunni síðustu þrjá viðskiptadaga. Tilkynning Símans um sölu á skuldabréfi fyrir um 16 milljarða til félags í rekstri Ardian réð miklu um styrkingarspíralinn í gær, að sögn sérfræðinga á gjaldeyrismarkaði, en væntingar eru eins um að lækkandi vaxtaálag á erlendar útgáfur bankanna geti haft áhrif á gengi krónunnar til styrkingar.

Innherji
Fréttamynd

Nýjasta trendið er draugur for­tíðar

Nýjasta fjármálatrend heimila landsins eru verðtryggð húsnæðislán. Þessi lán, sem voru hverfandi fyrir fáeinum mánuðum, eru nú 86 prósent nýrra lána. Þau eru eins og fjárans axlapúðarnir sem eru ekki fyrr dottnir úr tísku en þeir dúkka upp aftur eins og draugur úr fortíðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Lífeyrissjóðirnir keyptu gjaldeyri fyrir meira en tólf milljarða í desember

Íslensku lífeyrissjóðirnir juku verulega við gjaldeyriskaup sín undir árslok 2022 og keyptu að jafnaði erlendan gjaldeyri fyrir um 11,4 milljarða í hverjum mánuði á síðustu fjórum mánuðum ársins. Niðurstaðan var að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna jukust um tæplega 100 prósent frá fyrra ári en gengi krónunnar lækkað talsvert á síðari árshelmingi 2022. Útlit er fyrir enn meiri kaup lífeyrissjóðanna á gjaldeyri á þessu ári.

Innherji
Fréttamynd

Áforma að auka gjaldeyriseignir sínar um meira en 200 milljarða

Fyrirætlanir lífeyrissjóðanna gera ráð fyrir að þeir muni að óbreyttu auka gjaldeyriseignir sínar fyrir samanlagt vel á þriðja hundrað milljarða króna á árinu 2023, samkvæmt þeim fjárfestingastefnum sem þeir hafa sett sér. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sá sjóður sem hefur síðustu árin jafnan verið með hæst hlutfall erlendra eigna, áformar hins vegar að viðhalda óbreyttu vægi gjaldeyriseigna í eignasafni sínu. 

Innherji
Fréttamynd

„Ekki miklar líkur“ á að van­skil heimila aukist veru­lega, ekki verið lægri frá 2008

Vegnir meðalvextir óverðtryggðra lána með breytilega vexti, sem á við um meira en fjórðung allra fasteignalána neytenda, voru komnir upp í átta prósent undir lok síðasta árs en fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur samt „ekki miklar líkur“ á að vanskil muni aukast verulega. Heimilin eigi að geta endurfjármagnað íbúðalán til að létta greiðslubyrði ef þess gerist þörf. Þá segir nefndin að lífeyrissjóðirnir stefni að því að auka hlutfall erlendra fjárfestinga um 3,5 prósentu af heildareignum sínum á þessu ári.

Innherji
Fréttamynd

Stöðutaka með krónunni minnkar um fjórðung á örfáum mánuðum

Talsvert hefur dregið úr væntingum útflutningsfyrirtækja og fjárfesta um að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast. Það má sjá þegar litið er til umfangs stöðutöku með krónunni, eða svonefnd gnóttstaða í gegnum framvirka samninga með gjaldeyri, en hún minnkaði um liðlega fjórðung á fáum mánuðum undir árslok 2022, eftir að hafa áður farið stöðugt vaxandi frá því í ársbyrjun 2021.

Innherji
Fréttamynd

Út­lit fyrir að gjald­eyris­kaup líf­eyris­sjóða hafi tvö­faldast að um­fangi í fyrra

Gjaldeyriskaup íslensku lífeyrissjóðanna jukust nokkuð hröðum skrefum á síðustu mánuðum ársins 2022 en samhliða því fór gengi krónunnar að gefa talsvert eftir. Útlit er fyrir að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna í fyrra verði tvöfalt meiri borið saman við árið 2021 en svigrúm þeirra til að auka vægi fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum í eignasöfnum sínum hefur aukist talsvert eftir miklar verðlækkanir á alþjóðlegum mörkuðum.

Innherji
Fréttamynd

Á­fram­haldandi kröftugur hag­vöxtur

Vöxtur vergrar landsframleiðslu (VLF) á föstu verðlagi er 7,3 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins mælist raunvirði VLF um 7,4 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningur er helsti drifkraftur hagvaxtar. 

Neytendur
Fréttamynd

Hröð veiking krónunnar á stuttum tíma

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67 prósent í október. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig. Hækkun á matvöruverði skýrir hækkunina. Veiking íslensku krónunnar hefur verið afar hröð á stuttum tíma. 

Neytendur
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.