Frakkland

Meirihlutinn í Frakklandi kolfallinn
Meirihluti Ensemble, flokks Emmanuels Macron, er kolfallinn samkvæmt fyrstu tölum úr seinni umferð frönsku þingkosninganna. Flokkurinn missir um þriðjung fylgis og er langt frá þeim 289 sætum sem þarf til að ná meirihluta. Hægriflokkur Le Pen vinnur sögulegan sigur og vinstribandalag Mélenchon uppsker ríkulega.

Líklegt að vinstrimenn felli meirihluta Macron
Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi.

Mikið í húfi fyrir Macron í þingkosningunum í dag
Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni.

Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB
Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi.

„Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París
Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu.

Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron
Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær.

Miðjubandalag Macrons með flest þingsæti eftir fyrstu tölur
Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í dag. Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta leiðir eftir fyrstu tölur með 25,2 prósent atkvæða en flest spáð þingsæti. Bandalag vinstri flokka fylgir fast á hæla miðjuflokkanna með 25,6 prósent atkvæða en öllu færri spáð þingsæti en bandalag Macrons.

Vonast eftir hreinum meirihluta á þingi
Þingkosningar fara fram í Frakklandi í dag þar sem Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái hreinum meirihluta en er ógnað af bandalagi vinstri flokka.

Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool
Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real.

Frakklandsforseti beitti sér fyrir framlengingu Mbappé
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, hefur staðfest við fjölmiðla að hann beitti sér fyrir því að Kylian Mbappé yrði áfram leikmaður Paris Saint-Germain. Mbappé skrifaði undir nýjan samning nýverið eftir að hafa verið orðaður við Real Madrid á Spáni.

Nadal vann opna franska í fjórtánda sinn
Spænska tennisgoðsögnin Rafael Nadal vann öruggan sigur á Norðmanninum Casper Ruud á opna franska meistarmótinu og skráði sig enn einu sinni á spjöld sögunnar.

Nýnasistar handteknir fyrir skipulagningu „gyðingaveiði“ á fótboltaleik
Fjórir karlmenn á aldrinum 45-53 ára, sem eru viðriðnir öfga-hægri hóp í Frakklandi, eru grunaðir um að hafa haft í hyggju að „veiða gyðinga“ á fótboltaleik í Strasbourg.

Swiatek vann Opna franska meistaramótið
Pólska tenniskonan Iga Swiatek vann Opna franska meistaramótið nú fyrir skömmu eftir að hún bara sigurorð af hinni ungu Coco Gauff frá Bandaríkjunum.

UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar
Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn.

Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu
Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri.

Vilja útrýma enskuslettum úr tölvuleikjaheiminum
Frönsk málnefnd skipaði opinberum starfsmönnum að hætta að nota ensk íðorð um tölvuleiki. Menningarmálaráðuneyti landsins segir sletturnar hindra skilning fólks en tölvuleikjaspilarar segja reglurnar tilgangslausar.

Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí
Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil.

Deschamps yfirgaf franska hópinn vegna andláts föður síns
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins í fótbolta, þurfti að yfirgefa hópinn í dag, degi eftir að liðið kom saman til æfinga, eftir að faðir hans lést.

UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld.

Kastaði tertu í Monu Lisu
Lögregla í Frakklandi handtók í gær karlmann sem hafði kastað tertu sem hafnaði á glerinu sem ver Monu Lisu, málverk Leonardo da Vinci, sem hangir uppi á vegg á listasafninu Louvre í París.

Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn
Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi.

Fjöldamorðingjar sækja innblástur til Frakklands
Ekkert lát er á fjöldamorðum í Bandaríkjunum. Æ fleiri þeirra eru framin af kynþáttahöturum sem beina vopnum sínum að minnihlutahópum. Margir þeirra sækja innblástur sinn í bók sem kom út í Frakklandi fyrir 10 árum.

Stade de France fær nýtt gras fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar
Vallarstarfsmenn á Stade de France hafa í vikunni unnið hörðum höndum að því að leggja nýtt gras á völlinn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer þar fram annað kvöld.

Götulistakonan Miss. Tic er látin
Franska stensil-og götulistakonan Miss. Tic er látin, 66 ára að aldri.

Lyon er Evrópumeistari | Sjáðu mörkin og atvikin
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon eru Evrópumeistarar kvenna í fótbolta eftir ótrúlegan 3-1 sigur á Barcelona. Sara Björk Gunnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Lyon.

Mbappe fékk 10 atkvæði í forsetakjöri Frakklands
Kylian Mbappe, leikmaður PSG, er dýrkaður og dáður í Frakklandi og nær sú aðdáun langt fyrir utan knattspyrnuvöllinn. Í nýafstöðum forsetakosningum í Frakklandi fékk Mbappe 10 atkvæði þrátt fyrir að vera ekki í framboði.

Kjörsókn ekki minni síðan 1969
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét því í sigurræðu sinni við Eiffelturninn í París í gærkvöldi að sameina Frakkland að nýju og sýna fram á að hann sé forseti allra Frakka.

Le Pen viðurkennir ósigur
Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Nýjustu spár segja að Emmanuel Macron, sitjandi forseti og andstæðingur Le Pen í kosningunum, hafi hlotið 58,5% atkvæða.

Macron sigurvegari samkvæmt fyrstu tölum
Í dag fór fram seinni umferð kosninga um Frakklandsforseta. Fyrstu tölur benda til þess að Macron nái endurkjöri.

Mikilvægustu kosningar fyrir Evrópusambandið í langan tíma
Emmanuel Macron Frakklandsforseti freistar þess í dag að ná endurkjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Allar skoðanakannanir síðustu daga benda til sigurs Macrons. Prófessor í stjórnmálafræði segir kosningarnar geta skipt sköpum fyrir framtíð Evrópusambandsins.