„Besti kokkur í heimi“ missir óvænt eina Michelin-stjörnuna Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2023 07:48 Kokkurinn Guy Savoy (fyrir miðju) með Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Mauricio Macri (til hægri), fyrrverandi forseta Argentínu. Lengst til vinstri er Juliana Awada, fyrrverandi forsetafrú Argentínu, og við hlið hennar Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands. Myndin er tekin 2018. EPA Veitingastaður franska meistarakokksins Guy Savoy hefur misst eina af Michelin-stjörnum sínum eftir að hafa skartað þremur slíkum í heil nítján ár. Kokkurinn Savoy var í nóvember síðastliðinn valinn „besti kokkur í heimi“ sjötta árið í röð af La Liste. Savoy er yfirkokkur og eigandi veitingastaðarins Guy Savoy sem er að finna við suðurbaka Signu, nærri brúnni Pont Neuf, í frönsku höfuðborginni. Veitingastaðurinn hlaut þrjár Michelin-stjörnur árið 2002 og hefur haldið þeim í einhver nítján ár. Greint var frá því í gær að veitingastaðurinn hefði nú misst eina stjörnuna og því „einungis“ fengið tvær stjörnur. Michelin-stjörnur eru almennt taldar vera mesta viðurkenning sem veitingastaðir geta fengið og er mest hægt að fá þrjár stjörnur. Gwendal Poullennec, sem starfar hjá Michelin við úthlutunina, segir í samtali við AFP að um sé að ræða einstaka veitingastaði sem fái Michelin-stjörnur og að það sé mikil vinna og hugsun sem liggi að baki hverri úthlutun. Fulltrúar Michelin sæki staðina nokkrum sinnum yfir árið þar sem þeir taka út staðinn. Ekki eru gefnar skýringar á því opinberlega hver ástæðan sé fyrir því að staðurinn hafi nú misst eina stjörnuna. Poullennec leggur áherslu á að Michelin notist ekki einungis við útsendara frá Frakklandi heldur einnig erlendis frá. Frá veitingastað Guy Savoy í París.Guy Savoy Þetta sé í fyrsta sinn frá árinu 2019 sem franskur veitingastaður fari úr þremur stjörnum í tvær. Savoy sagðist í gærkvöldi hugsa til samstarfsfólks síns og að hann myndi ræða við þá í dag, að því er segir í De Standaard. „Við töpuðum leiknum í ár en ætlum okkur að vinna hann aftur að ári,“ sagði Savoy í yfirlýsingu eftir að ljóst var að staðurinn hefði misst eina stjörnuna. Michelin-stjörnum var fyrst úthlutað til veitingastaða árið 1926. Michelin Frakkland Veitingastaðir Matur Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira
Kokkurinn Savoy var í nóvember síðastliðinn valinn „besti kokkur í heimi“ sjötta árið í röð af La Liste. Savoy er yfirkokkur og eigandi veitingastaðarins Guy Savoy sem er að finna við suðurbaka Signu, nærri brúnni Pont Neuf, í frönsku höfuðborginni. Veitingastaðurinn hlaut þrjár Michelin-stjörnur árið 2002 og hefur haldið þeim í einhver nítján ár. Greint var frá því í gær að veitingastaðurinn hefði nú misst eina stjörnuna og því „einungis“ fengið tvær stjörnur. Michelin-stjörnur eru almennt taldar vera mesta viðurkenning sem veitingastaðir geta fengið og er mest hægt að fá þrjár stjörnur. Gwendal Poullennec, sem starfar hjá Michelin við úthlutunina, segir í samtali við AFP að um sé að ræða einstaka veitingastaði sem fái Michelin-stjörnur og að það sé mikil vinna og hugsun sem liggi að baki hverri úthlutun. Fulltrúar Michelin sæki staðina nokkrum sinnum yfir árið þar sem þeir taka út staðinn. Ekki eru gefnar skýringar á því opinberlega hver ástæðan sé fyrir því að staðurinn hafi nú misst eina stjörnuna. Poullennec leggur áherslu á að Michelin notist ekki einungis við útsendara frá Frakklandi heldur einnig erlendis frá. Frá veitingastað Guy Savoy í París.Guy Savoy Þetta sé í fyrsta sinn frá árinu 2019 sem franskur veitingastaður fari úr þremur stjörnum í tvær. Savoy sagðist í gærkvöldi hugsa til samstarfsfólks síns og að hann myndi ræða við þá í dag, að því er segir í De Standaard. „Við töpuðum leiknum í ár en ætlum okkur að vinna hann aftur að ári,“ sagði Savoy í yfirlýsingu eftir að ljóst var að staðurinn hefði misst eina stjörnuna. Michelin-stjörnum var fyrst úthlutað til veitingastaða árið 1926.
Michelin Frakkland Veitingastaðir Matur Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira