WOW Air

Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 verður farið ítarlega yfir Klaustursupptökurnar svokölluðu. Fréttastofa hefur fengið upptökurnar hjá Stundinni og mun spila brot, meðal annars þar sem þingmennirnir fimm heyrast ræða um útlit og vanhæfni þingkvenna.

Innlent
Fréttamynd

„Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búast við að tillögu um kaup á WOW air verði frestað

Stórir hluthafar í Icelandair Group búast við því að afgreiðslu tillögu um kaup félagsins á WOW air, sem til stendur að afgreiða á hluthafafundi á föstudag, verði frestað þangað til betri upplýsingar liggja fyrir um stöðu WOW air eða þeir hafa haft tíma til að kynna sér niðurstöður áreiðanleikakönnunar. Áreiðanleikakönnun Deloitte á WOW air mun liggja fyrir í dag eða á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air

Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Ice­landair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sprungin rúða og löskuð hurð ollu töfum á tveimur ferðum WOW air

Umtalsverðar tafir urðu á tveimur áætlunarflugferðum WOW air til landsins vegna óhappa í dag. Annars vegar var um að ræða sprungu í rúðu vélar sem fara átti frá Mílanó til Keflavíkur í dag. Þá slóst landgöngubrú í hurð vélar félagsins í Kaupmannahöfn meðan farþegar hennar stigu frá borði og olli því að vélin var ekki metin flughæf.

Innlent
Fréttamynd

Skuldabréfaeigendur fá 20 prósenta þóknun

Yfirtaka Icelandair Group á WOW air er háð því skilyrði að kaupréttir að hlutafé í síðarnefnda félaginu verði felldir niður. Í staðinn fá eigendur skuldabréfa WOW air aukagreiðslu. Kosið verður á næstu vikum um breytta skilmála b

Viðskipti innlent