Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 11:04 Skúli Mogensen ræddi við starfsfólk WOW Air á starfsmannafundi í Katrínartúni í morgun. Hér er hann með Jónínu Guðmundsdóttur starfsmannastjóra WOW air. Vísir/vilhelm Skúli Mogensen forstjóri WOW Air útilokar ekki að segja þurfi upp starfsmönnum hjá fyrirtækinu. Þetta hefur RÚV eftir Skúla að loknum starfsmannafundi WOW Air sem haldinn var í morgun. Þá segir hann fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Skúli ræddi við starfsmenn fyrirtækisins á fundinum í Katrínartúni sem hófst klukkan 10 og lauk á ellefta tímanum. „Það má vera,“ er haft eftir Skúla í frétt RÚV er hann var inntur eftir því hvort mætti vænta uppsagna eftir að Icelandair Group féll frá kaupum á WOW Air, líkt og greint var frá í morgun. Samkvæmt starfsfólki voru uppsagnir þó ekki ræddar á fundinum í Katrínartúni í morgun. Vísir náði tali af Skúla að loknum fundi en hann vísaði á Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air. Vísir hefur sent henni fyrirspurn um stöðu félagsins í kjölfar frétta dagsins. Fréttablaðið greinir jafnframt frá því að fjársterkur aðili skoði nú kaup á WOW Air en Skúli er sagður hafa greint starfsfólki frá þessu á fundinum í morgun. Í tölvupósti sem Skúli sendi starfsfólki félagsins fyrir fundinn segir að stefnt sé að því að WOW Air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og reiknar hann með að geta fært starfsfólki WOW Air gleðifréttir í mjög náinni framtíð. Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun eftir að fréttir bárust af því að hætt hefði verið við sameiningu félagsins og WOW Air. Nú skömmu fyrir klukkan 10 var fallið um 10 prósent frá opnun markaða. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira
Skúli Mogensen forstjóri WOW Air útilokar ekki að segja þurfi upp starfsmönnum hjá fyrirtækinu. Þetta hefur RÚV eftir Skúla að loknum starfsmannafundi WOW Air sem haldinn var í morgun. Þá segir hann fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Skúli ræddi við starfsmenn fyrirtækisins á fundinum í Katrínartúni sem hófst klukkan 10 og lauk á ellefta tímanum. „Það má vera,“ er haft eftir Skúla í frétt RÚV er hann var inntur eftir því hvort mætti vænta uppsagna eftir að Icelandair Group féll frá kaupum á WOW Air, líkt og greint var frá í morgun. Samkvæmt starfsfólki voru uppsagnir þó ekki ræddar á fundinum í Katrínartúni í morgun. Vísir náði tali af Skúla að loknum fundi en hann vísaði á Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air. Vísir hefur sent henni fyrirspurn um stöðu félagsins í kjölfar frétta dagsins. Fréttablaðið greinir jafnframt frá því að fjársterkur aðili skoði nú kaup á WOW Air en Skúli er sagður hafa greint starfsfólki frá þessu á fundinum í morgun. Í tölvupósti sem Skúli sendi starfsfólki félagsins fyrir fundinn segir að stefnt sé að því að WOW Air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og reiknar hann með að geta fært starfsfólki WOW Air gleðifréttir í mjög náinni framtíð. Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun eftir að fréttir bárust af því að hætt hefði verið við sameiningu félagsins og WOW Air. Nú skömmu fyrir klukkan 10 var fallið um 10 prósent frá opnun markaða.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55
Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21