Viðskipti innlent

Vonar að allt fari vel hjá WOW

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrínar Jakobsdóttir að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun þar sem eins árs afmæli stjórnarinnar var fagnað.
Katrínar Jakobsdóttir að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun þar sem eins árs afmæli stjórnarinnar var fagnað. Vísir/Vilhelm
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkissstjórnin fylgist auðvitað vel með gangi mála hjá flugfélaginu WOW air. Dregið hefur til tíðinda hjá flugfélaginu sem virtist á leið undir hatt Icelandair þar til hætt var við yfirtökuna í gærmorgun. Nú hefur flugfélagið komist að bráðabirgðasamkomulagi við eignastýringafélagið Indigo Partners.

Forsætisráðherra segir flugrekstur orðinn umfangsmikinn í íslensku samfélagi enda beintengdur ferðaþjónustunni. Ríkisstjórnin fylgist með gangi mála hjá WOW utan frá en Samgöngustofa fari svo með eftirlitshlutverk stjórnvalda.

Tæplega 240 manns var sagt upp á Keflavíkurflugvelli í gær hjá Airport Associates. Segja forvarsmenn fyrirtækisins um að ræða aðgerð ef allt fari á versta veg hjá WOW air. Fyrirtækið reiknar með að geta ráðið stóran hluta fólksins aftur takist að bjarga rekstri flugfélagsins. Fimmtán manns var sagt upp hjá flugfélaginu í dag.

„Ég vonast eftir því að þetta muni allt enda farsællega,“ segir Katrín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×