Sýrland

Fréttamynd

Tókst aftur að flytja særða

Á þriðja tug almennra borgara, sem þurftu nauðsynlega að komast undir læknishendur, tókst í gær að flýja Austur-Ghouta í Sýrlandi.

Erlent
Fréttamynd

Tyrkir segjast hafa umkringt Afrin

Hundruð borgara hafa flúið borgina og inn á yfirráðasvæði stjórnarhers Bashar al-Assad en Kúrdar hafa veitt Assad-liðum stjórn á fjölda þorpa suður af Afrin.

Erlent
Fréttamynd

Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt

Stjórnarherinn er nálægt því að kljúfa Austur-Ghouta í tvennt og hefur tekið næstum helming svæðisins. Nærri 800 hafa fallið í átökum nýverið og hundruð hermanna til viðbótar komu til Austur-Ghouta í gær.

Erlent
Fréttamynd

Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín

Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi.

Erlent
Fréttamynd

Árásirnar hættu ekki

Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra.

Erlent
Fréttamynd

Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta

Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag.

Erlent
Fréttamynd

Fær að minnsta kosti að borða í himnaríki

Linnulausar árásir Assad-liða á Austur-Ghouta halda áfram. Tala látinna hækkar. Öryggisráðið átti að greiða atkvæði um vopnahlé í gær. Atkvæðagreiðslunni frestað ítrekað. Rússar sakaðir um að tefja svo árásir á svæðið geti haldið áfram.

Erlent
Fréttamynd

Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi

Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin.

Erlent
Fréttamynd

Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni

Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm.

Erlent
Fréttamynd

UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi

Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna.

Erlent