Akstursíþróttir

Fréttamynd

Umframeyðslan kostar Red Bull einn milljarð

Red Bull liðið í Formúlu 1 hefur verið sektað um sjö milljónir Bandaríkjadala, rétt rúman einn milljarð króna, fyrir að eyða umfram leyfilegt fjármagn á seinasta tímabili. Þá þarf liðið einnig að taka á sig niðurskurð í rannsóknum á loftmótstöðu bílsins um tíu prósent fyrir brotin.

Formúla 1
Fréttamynd

Audi staðfestir innreið sína í Formúlu 1

Þýski bílaframleiðandinn Audi mun eignast hlut í Sauber liðinu sem nú gengur undir nafni Alfa Romeo í keppnum. Sauber liðið mun taka upp Audi nafnið frá og með tímabilinu 2026. Formúla 1 hefur lengi reynt að freista Volkswagen samsteypuna inn í mótaröðina á síðustu áratugum. Audi ætlar sér að verða samkeppnishæft á þremur árum.

Bílar
Fréttamynd

Stofnandi Red Bull látinn

Austurríski milljarðamæringurinn Dietrich Mateschitz, stofnandi orkudrykkjaframleiðandans Red Bull, er látinn 78 ára að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Max Verstappen og Viaplay í frekara samstarf

Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1, og Viaplay hafa útvíkkað samstarf sitt. Max mun ber merki Viaplay á keppnishjálminum sínum frá og með Singapúrkappakstrinum sem fram fór í gær og á derhúfunni sinni frá upphafi næsta keppnistímabils.

Bílar
Fréttamynd

Perez kom fyrstur í mark og Verstappen þarf að bíða eftir titlinum

Sergio Perez, liðsmaður Red Bull, kom fyrstur í mark þegar kappaksturinn í Singapúr í Formúlu 1 fór fram í dag. Liðsfélagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, hefði getað tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð með sigri í dag, en hann endaði sjöundi og þarf því að bíða með fagnaðarlætin.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton biðst afsökunar á bræði sinni

Lewis Hamilton hefur beðið liðsfélaga sína hjá Mercedes í Formúlu 1 afsökunar á því að hafa misst stjórn á skapi sínu á meðan hollenska kappakstrinum stóð um helgina. Hamilton missti forystuna vegna ákvarðanatöku liðsins og endaði fjórði.

Formúla 1
Fréttamynd

Ver­stappen á rá­spól í Hollandi

Heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstri morgundagsins sem fram fer í heimalandi hans, Hollandi. Hann skaust fram fyrir Charles Leclerc í blálokin.

Formúla 1
Fréttamynd

Kynntur sem nýr ökumaður Alpine en mun aka fyrir McLaren

Ástralski ökumaðurinn Oscar Piastri mun aka fyrir McLaren á næsta tímabili í Formúlu 1, þrátt fyrir að hafa verið kynntur sem nýr ökumaður Alpine-liðsins fyrr í sumar. Hann kemur í stað Daniel Ricciardo sem yfirgefu McLaren-liðið eftir tímabilið.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso: Hamilton er hálfviti

Ökuþórinn Lewis Hamilton hjá Mercedes segist vera þakklátur fyrir að vera enn þá á lífi eftir árekstur við Fernando Alonso á fyrsta hring í belgíska kappakstrinum í gær.

Formúla 1
Fréttamynd

Segir Ricciar­do ó­þekkjan­legan

Christian Horner, liðsstjóri Red Bull í Formúlu 1, segir fyrrum ökumann liðsins, Daniel Ricciardo, nær óþekkjanlegan á brautinni. McLaren og Ricciardo komust að samkomulagi nýverið um að rifta samningi hans eftir tímabilið. Óvíst er hvort Ricciardo verði áfram í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili

Formúla 1
Fréttamynd

For­múlu­bíll á hrað­braut í Tékk­landi

Formúlubíll sem brunaði fram hjá ökumönnum á D4-hraðbrautinni í Tékklandi er ekki keppandi í Formúlu 1 líkt og marga grunaði þegar myndband af bílnum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Um er að ræða bíl í einkaeigu sem hefur áður valdið usla.

Erlent
Fréttamynd

Haukur Viðar á Heklunni Íslandsmeistari í torfæru

Haukur Viðar Einarsson á bíl sínum Heklunni varð um helgina Íslandsmeistari í sérútbúnaflokki Íslandsmótsins í torfæru í fyrsta sinn, þegar tvær síðustu keppnir tímabilsins fóru fram á Akureyri. Haukur endaði með 101 stig í mótinu. Í öðru sæti varð Geir Evert Grímsson á Sleggjunni með 85 stig og í þriðja sæti varð Íslandsmeistari síðasta árs, Skúli Kristjánsson á Simba með 84 stig.

Bílar