Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2024 11:01 Ralf Schumacher starfar sem álitsgjafi um Formúlu 1 fyrir Sky í Þýskalandi. getty/Vince Mignott Sergio Pérez, ökumaður Red Bull, hefur gagnrýnt hómófóbísk ummæli föður síns um Ralf Schumacher. Ökuþórinn fyrrverandi kom út úr skápnum fyrr á þessu ári. Antonio Pérez Garibay, faðir Pérez, lét niðrandi ummæli um kynhneigð Schumacher falla í hlaðvarpi. Hann var þá að svara ummælum Schumacher um að Pérez myndi missa sæti sitt hjá Red Bull. „Fyrir það fyrsta er ég ekki sammála neinu sem hann sagði,“ sagði Pérez við Sky Sports, aðspurður um ummæli pabbans. „Ég held að hann hafi gert mistök í þessu tilfelli. Ég deili ekki skoðun hans að neinu leyti en á sama tíma stjórna ég ekki því sem pabbi minn segir. Ég stjórna bara því sem ég segi. Það er mikilvægt fyrir íþróttina að það sem gerist á brautinni verði alltaf eftir á brautinni. Þannig sé ég þetta og við ættum alltaf að setja gott fordæmi.“ Fyrr á þessu ári greindi Schumacher frá því að hann væri í sambandi með manni. Hann var áður giftur Coru Brinkmann í fjórtán ár. Saman eiga þau soninn David sem er einnig ökumaður eins og pabbinn og föðurbróðurinn, Michael. Ralf Schumacher tók þátt í 180 keppnum í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 og vann sex. Í færslu á Instagram sagðist Ralf Schumacher ekki vera reiður út í pabba Pérez. Þá sagði hann ennfremur að hann myndi einnig standa við bakið á syni sínum eins og pabbi Pérez gerði þótt hann myndi beita annarri aðferð við það. Akstursíþróttir Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Antonio Pérez Garibay, faðir Pérez, lét niðrandi ummæli um kynhneigð Schumacher falla í hlaðvarpi. Hann var þá að svara ummælum Schumacher um að Pérez myndi missa sæti sitt hjá Red Bull. „Fyrir það fyrsta er ég ekki sammála neinu sem hann sagði,“ sagði Pérez við Sky Sports, aðspurður um ummæli pabbans. „Ég held að hann hafi gert mistök í þessu tilfelli. Ég deili ekki skoðun hans að neinu leyti en á sama tíma stjórna ég ekki því sem pabbi minn segir. Ég stjórna bara því sem ég segi. Það er mikilvægt fyrir íþróttina að það sem gerist á brautinni verði alltaf eftir á brautinni. Þannig sé ég þetta og við ættum alltaf að setja gott fordæmi.“ Fyrr á þessu ári greindi Schumacher frá því að hann væri í sambandi með manni. Hann var áður giftur Coru Brinkmann í fjórtán ár. Saman eiga þau soninn David sem er einnig ökumaður eins og pabbinn og föðurbróðurinn, Michael. Ralf Schumacher tók þátt í 180 keppnum í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 og vann sex. Í færslu á Instagram sagðist Ralf Schumacher ekki vera reiður út í pabba Pérez. Þá sagði hann ennfremur að hann myndi einnig standa við bakið á syni sínum eins og pabbi Pérez gerði þótt hann myndi beita annarri aðferð við það.
Akstursíþróttir Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira