Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lánar­drottnar slá af milljarð af vöxtum á ári

Alvotech tilkynnti í dag að bandaríska eignastýringarfyrirtækið GoldenTree Asset Management hefði boðist til að lækka vexti á langtímaskuldum félagsins í samráði við hóp alþjóðlegra stofnanafjárfesta sem standa að baki lánveitingunum. Vaxtakostnaður Alvotech næstu tólf mánuði lækkar um rúman milljarð króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lítil lækkun á inn­lánum heimila eftir sölu Ís­lands­banka kemur „veru­lega á ó­vart“

Það grynnkaði sáralítið á innlánastabba heimilanna í liðnum mánuði, sem hefur stækkað ört undafarin misseri, þrátt fyrir að einstaklingar hafi á sama tíma staðið undir kaupum á nánast öllum eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka fyrir um níutíu milljarða. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir takmarkaðan samdrátt í innlánum koma sér „verulega á óvart“ en væntingar voru um að hann yrði umtalsvert meiri og milda þannig áhyggjur peningastefnunefndar af mögulegum þensluáhrifum vegna uppsafnaðs sparnaðar heimilanna.

Innherji
Fréttamynd

Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play

Birta lífeyrissjóður stendur frammi fyrir að tapa tæpum einum og hálfum milljarði á fjárfestingu sinni í Play gengi hann ekki að því að gerast hluthafi í flugfélaginu með þeim Einari Erni Ólafssonar forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er að verða leiðandi fé­lag á markaði með líftækni­lyf sam­hliða vaxandi sam­keppni

Alvotech er sagt vera á réttri leið með því að festa sig í sessi sem eitt af leiðandi félögum á heimsvísu á markaði með líftæknilyfjahliðstæður, að mati DNB Carnegie, sem mælir sem fyrr með kaupum í fyrirtækinu og metur virði þess um tvöfalt hærra en núverandi markaðsgengi. Greinendur norræna fjárfestingabankans telja samt að samkeppnin eigi eftir að aukast, sem muni þýða meiri verðlækkun en ella á hliðstæðum borið saman við frumlyfin, en telur að Alvotech sé í sterkri samkeppnisstöðu vegna umfangsmikillar lyfjapípu og öflugrar þróunargetu.

Innherji
Fréttamynd

Um­fram­fé Kviku eykst hlut­fall­lega lang­mest með nýju banka­reglu­verki

Með innleiðingu á fyrirhuguðu nýju evrópsku regluverki um fjármálastofnanir þá er áætlað að áhrifin verði meðal annars til þess að grunnur áhættuveginna eigna Kviku muni lækka um fjórtán prósent, margfalt meira en í samanburði við stóru bankanna. Það þýðir jafnframt að þegar regluverkið tekur gildi þá losnar um hlutfallslega umtalsvert meira umfram eigið fé hjá Kviku, sem er þá hægt að nýta til frekari útgreiðslna til hluthafa eða aukins útlánavaxtar.

Innherji
Fréttamynd

Féll í hálku í sundi og fær bætur

Landsréttur hefur viðurkennt bótaskyldu á hendur Reykjavíkurborg og Sjóvá eftir að kona rann til í hálku í Árbæjarlaug veturinn 2022 og hlaut líkamstjón svo alvarlegt að hún þurfti að gangast undir aðgerð. 

Innlent
Fréttamynd

Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum

Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni.

Innlent
Fréttamynd

Harmar á­kvörðun Guð­mundar

Nýr formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi harmar ákvörðunar Guðmundar Kristjánssonar að láta af formennsku. Hann segir klofning ekki vera til staðar innan SFS þrátt fyrir að Guðmundur í Brim hafi sagt á mánudag að áherslur hans sem formaður fengu engan stuðning hjá stjórn SFS.

Innlent
Fréttamynd

Þraut­seigja og þol­gæði

Það er ekki einungis hlutverk íslenskra stjórnvalda og stjórnmálamanna að tryggja stöðugleika í efnahagsumhverfinu, heldur eiga þau einnig að tryggja að leikreglurnar þrengi ekki óþarflega að smáum og meðalstórum fyrirtækjum.

Umræðan
Fréttamynd

Verðmat á Ís­lands­banka gæti hækkað um tíu pró­sent við sam­runa við Kviku

Íslandsbanki er talsvert undirverðlagður á markaði samkvæmt nýrri greiningu hlutabréfagreinanda, sem hefur hækkað lítillega verðmat sitt á bankanum, en ef það yrði af samruna við Kviku banka – sem afþakkaði að sinni sameiningarviðræður við bæði Arion og Íslandsbanka – myndi það hækka um tíu prósent til viðbótar. „Langstærsti ávinningurinn“ af mögulegri sameiningu yrði í kostnaðarhagræði og stærðarhagkvæmni sem gæti numið um sex milljörðum á ári.

Innherji
Fréttamynd

Ólga meðal þristavina vegna ör­laga Gunnfaxa

Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn.

Innlent
Fréttamynd

Keyptu Björg­ólf strax út úr Heimum

Kaup Heima á Grósku ehf. af þeim Andra Sveinssyni, Björgólfi Thor Björgólfssyni, og Birgi Má Ragnarssyni eru nú frágengin. Kaupverðið var greitt með hlutum í Heimum og þeir urðu stærstu hluthafar félagsins. Samhliða uppgjörinu keyptu þeir Andri og Birgir Már Björgólf Thor út úr Heimum, en þeir hafa verið kallaðir hægri og vinstri hönd hans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá veru­legum tekju­vexti á næsta ári og meta Al­vot­ech langt yfir markaðs­gengi

Gangi áform Alvotech eftir um að fá markaðsleyfi fyrir þrjú ný hliðstæðulyf undir lok þessa árs þá ætti það að skila sér í verulegum tekjuvexti á árinu 2026, samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu, en þar er virði líftæknilyfjafélagsins talið vera nálægt hundrað prósent hærra en núverandi markaðsgengi. Gert er ráð fyrir því að heildartekjurnar, sem stafa þá einkum af sölu á samtals sex hliðstæðum, muni nálgast um einn milljarð Bandaríkjadal og að EBITDA-framlegðin verði tæplega 38 prósent.

Innherji
Fréttamynd

Vill að Þor­björg Sig­ríður dragi orð sín til baka

Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störfum þingsins nú rétt í þessu og sagði að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir væri maður að meiri ef hún myndi biðjast afsökunar á orðum sínum í Eldhúsdagsumræðum.

Innlent