Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

„Þetta er al­veg á­sættan­legur samningur“

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims segir veiðirétt íslensks sjávarútvegs á makríl samkvæmt nýju samkomulagi ekki langt frá vonum sínum. Viðbúið hafi verið að 16,5 prósent hlutur Íslands af heildarmakrílkvótanum væri ekki raunhæfur.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rokk í boði Ríkisins - mögu­leg tíma­skekkja

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, hefur nú kynnt aðgerðaáætlun sem miðar að því að jafna samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði. Það er fagnaðarefni að stigið sé fast til jarðar í þessum efnum, enda hafa fáir ráðherrar sýnt það hugrekki sem þarf til að endurskoða raunverulegt hlutverk ríkismiðla á nútímamarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Breyta nafni Öl­gerðarinnar

Stjórn Ölgerðarinnar tók ákvörðun á fundi þann 18. desember 2025 að hefja undirbúning að breyttu skipulagi samstæðu Ölgerðarinnar. Nýtt dótturfélag með sama nafni verður stofnað um þá starfsemi Ölgerðarinnar sem snýr að drykkjarvöruhluta fyrirtækisins. Samhliða því verður nafni móðurfélags samstæðunnar, sem verður áfram skráð í kauphöllinni, breytt í Bera.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sel­foss stöðvaður í Bret­landi

Flutningaskipið Selfoss var stöðvað af hafnarríkiseftirliti í Bretlandi á dögunum. Þar gerðu eftirlitsmenn athugasemdir við búnað um borð í skipinu.

Innlent
Fréttamynd

Einka­fjár­festarnir sem vilja leiða Heiðar til for­ystu í stjórn Ís­lands­banka

Heiðar Guðjónsson, sem fer fyrir hópi sem telur á annan tug einkafjárfesta, hélt áfram að stækka stöðu sína í Íslandsbanka nokkrum dögum áður en hann fór fram á að boðað yrði til hluthafafundar þar sem hann ætlar að sækjast eftir stjórnarformennsku núna þegar félagið er í samrunaviðræðum við Skaga. Þótt beinn stuðningur við Heiðar komi einkum úr röðum umsvifameiri einkafjárfesta, sumir hverjir sem tengjast honum nánum böndum eins og Andri Sveinsson, þá eru einnig ýmsir lífeyrissjóðir sagðir áfram um að hann geri sig gildandi í stjórn bankans.

Innherji
Fréttamynd

Vill verða stjórnar­for­maður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“

Heiðar Guðjónsson fjárfestir hefur staðfest að hann stefni á framboð til stjórnar Íslandsbanka en hann er stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans. Hann segist hafa fundist vanta tilfinnanlega rödd hluthafa inn í stjórn bankans og tekur sem dæmi síðasta hluthafafund, þar sem aðeins einn hluthafi tók til máls. „Hvaða sirkus er þetta?“ segist hann hafa spurt sig á fundinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Mikil um­fram­eftir­spurn“ þegar Al­vot­ech seldi breytan­leg bréf fyrir 14 milljarða

Alvotech hefur gengið frá sölu á breytanlegum skuldabréfum að fjárhæð rúmlega 100 milljónir dala, sem kemur til nú þegar ljóst er að seinkun verður á sölu nýrra lyfja félagsins á Bandaríkjamarkað, til hóps um tuttugu alþjóðlegra fjárfesta en „mikil“ umframeftirspurn var sögð vera í útboðinu. Til að verjast markaðsáhættu lánar dótturfélag Alvotech kaupendum bréfanna jafnframt almenn hlutabréf í líftæknilyfjafélaginu sem selja þau síðan með tíu prósenta „afslætti“ miðað við dagslokagengið í gær.

Innherji
Fréttamynd

Sjóðir Stefnis stækka hratt stöðu sína í Skaga

Hlutabréfaverð Skaga hefur fallið um liðlega fimmtán prósent frá því að hópur fjárfesta, leiddur af Heiðari Guðjónssyni, fór fram á það í byrjun síðustu viku að efnt yrði til stjórnarkjörs hjá Íslandsbanka en fjármálafyrirtækin tvö eiga í formlegum samrunaviðræðum. Hlutabréfasjóðir Stefnis hafa bætt talsvert við stöðu sína í Skaga í þessum mánuði og stærsti einkafjárfestirinn hefur síðustu daga einnig haldið áfram að kaupa í félaginu.

Innherji
Fréttamynd

Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester

Lenda þurfti flugvél Icelandair á leið til Manchester í Englandi í Liverpool í dag vegna lokunar á annarri tveggja flugbrauta flugvallarins í Manchester. Eftir að fyllt hafði verið á eldsneytistanka flugvélarinnar í Liverpool var flogið til Manchester, þar sem vélinni var lent tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun.

Innlent
Fréttamynd

Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á far­gjöldin

Kanadíska sprotafyrirtækið Evio hefur kynnt þróun tvinn-rafmagnsflugvélar, Evio 810, til notkunar á styttri flugleiðum í flokki 50 til 100 sæta flugvéla. Stefnt er á fyrsta reynsluflug árið 2029 og að hún komist í reglulegan flugrekstur í byrjun næsta áratugar.

Erlent
Fréttamynd

15 ára af­mæli kynja­kvóta: „Langt frá því að vera fyrir­myndar­ríkið sem við teljum okkur vera“

Þótt hlutfall kvenkyns stjórnenda í fyrirtækjum hafi markvisst hækkað síðan lög um kynjakvóta voru sett á eru enn innan við tuttugu prósent framkvæmdastjóra konur og aðeins rúm fjórtán prósent forstjóra skráðra félaga. Þá uppfylla þrjú skráð fyrirtæki í Kauphöll ekki kröfur um kynjakvóta. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að almenningur sé klofinn í afstöðu sinni til frekari kynjakvóta og ákveðinnar „jafnréttisþreytu“ gætir í samfélaginu að sögn prófessors.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir fá nærri fimmtungs­hlut í Kaldalóni eftir sölu á stóru fast­eigna­safni

Hópur allra helstu lífeyrissjóða landsins munu meðal annars eignast samanlagt nærri tuttugu prósenta hlut í Kaldalóni sem endurgjald vegna sölu á 25 þúsund fermetra eignasafni FÍ Fasteignafélags fyrir ríflega þrettán milljarða. Kaldalón áætlar að rekstrarhagnaður félagsins muni aukast um tæplega 900 milljónir á ársgrundvelli eftir viðskiptin.

Innherji
Fréttamynd

Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna við­tals við Albert

Róbert Wessmann, stofnandi Alvotech, hefur afboðað komu sína í hlaðvarpið Chess after dark vegna viðtals við Albert Guðmundsson knattspyrnumann, þar sem hann ræðir nauðgunarmál á hendur honum. Stjórnendum hlaðvarpsins þykir miður að Róberti sé svo misboðið að hann sjái sér ekki fært að mæta í viðtal.

Lífið
Fréttamynd

Von­brigði í Vaxtamáli

Niðurstaða Hæstaréttar í Vaxtamáli gegn Arion banka (nr. 24/2025) þann 10. desember veldur vonbrigðum. Neytendasamtökin fóru fram með fimm mismunandi Vaxtamál gegn bönkunum þremur. Markmiðið var að saman hefðu þessi mál sem víðtækast fordæmisgildi fyrir sem flesta lántaka. Með mikilli einföldun má segja að samtökin hafi viljað fá skorið úr um tvö meginatriði. Annars vegar hvort skilmálar bankanna fara, eða hafi farið, gegn lögum sem gilda um lánveitingar til neytenda. Hins vegar hvort skilmálarnir teljist ósanngjarnir í skilningi samningalaga.

Skoðun
Fréttamynd

Spá aukinni verð­bólgu um jólin

Ársverðbólga eykst í desember samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka, einkum vegna hækkunar á flugverði og þess að áhrif afsláttardaga ganga til baka. Verðbólga hefur haldist nálægt fjögurra prósenta efri vikmörkum Seðlabankans allt árið en líklega mun hún þó hjaðna nokkuð þegar líður á vorið, að því er segir í spánni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ýmsar for­sendur Hæsta­réttar um skil­málann já­kvæðar

Arion banki var sýknaður í Hæstarétti af öllum kröfum neytenda í Vaxtamálinu svokallaða. Lögmaður bankans segir að ýmsar forsendur Hæstarétts um skilmálann séu jákvæðar. Forsvarsmenn bankans þurfi nú að leggjast í greiningarvinnu til að athuga hvort að dómurinn hafi áhrif á núverandi lánaframboð bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sel­foss dreginn til hafnar á Hjalt­lands­eyjum

Flutningaskipið Selfoss var dregið til hafnar á Hjaltlandseyjum á dögunum eftir að bilun kom upp í aðalvél þess. Bilunin varð á sunnudaginn þegar skipið var á leið frá Danmörku til Færeyja og var skipið í kjölfarið dregið til hafnar í Leirvík.

Innlent