Sónar

Fréttamynd

Biggi á Sónar: Beðið eftir GKR

Ég stelst til að púa af rafpípunni minni og skammast mín smá þegar reykurinn ratar beint í vit parsins sem situr við hliðina á mér. Síminn minn titrar í vasanum mínum. Það er leyninúmer.

Lífið
Fréttamynd

Föstudagsplaylisti Kristins Kerr Wilson

Tónlistamaðurinn Kristinn Kerr Wilson spilar á Sónar-hátíðinni á laugardaginn klukkan 22:00 í bílakjallaranum undir listamannsnafninu Kerr Wilson. Hann setti saman föstudagslagalista Lífsins að þessu sinni til að tryggja að allir komist í gott stuð fyrir helgina sem er framundan.

Tónlist
Fréttamynd

Dansað til minningar um Birnu Brjánsdóttur

Dansviðburðurinn Miljarður rís verður haldinn um land allt í fimmta sinn í hádeginu á morgun, föstudag. Dansað verður til minningar um Birnu Brjánsdóttur í Hörpu. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um kynbundið ofbeldi. "Það er ekki í lagi að ein af hverjum þrem konum verði fyrir ofbeldi og ein af hverjum fimm konum verði fyrir kynferðislegu ofbeldi,“ segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson.

Lífið
Fréttamynd

Fólkið á Sónar: Í fyrsta sinn í útlöndum

Gary Erwin er frá Kanada. "Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Íslands, reyndar er þetta í fyrsta sinn sem ég ferðast út fyrir Kanda. Þetta hefur verið gaman. Þetta var ódýrasti miðinn frá Kanada og mig hefur alltaf langað að koma hingað. Þetta er svo fallegur staður,“ segir Gary aðspurður af hverju Ísland hafi orðið fyrir valinu.

Lífið
Fréttamynd

Sunna tekur lagið með Tommy Genesis

Sunna Ben, plötusnúður og listakona, er búin að vera spennt fyrir Sónarhátíðinni lengi og þá sérstaklega því að berja tónlistarkonuna Tommy Genesis augum, en um daginn fékk Sunna tækifæri til að spila með Tommy þegar hana vantaði plötusnúð með sér á sviðið.

Lífið
Fréttamynd

Fatboy Slim: Smakkaði súrhval síðast

Ofurplötusnúðurinn Fatboy Slim mætir í annað sinn til landsins til þess að spila á Sónar nú um miðjan mánuð. Hann er mikill matmaður og smakkaði meðal annars súrhval í síðustu ferð en væri vel til í að smakka eitthvað villtara í þetta sinn.

Tónlist
Fréttamynd

Bókaði sig í ákveðnu hugsunarleysi

Örvar Smárason tónlistarmaður hefur lengi vel spilað um allan heim bæði með Múm og FM Belfast. Hann mun koma í fyrsta sinn fram einsamall á Sónarhátíðinni núna um miðjan febrúar en hann segist enn vera að finna út úr því hvað hann sé að fara að gera.

Tónlist
Fréttamynd

Fleiri bætast við á Sónar

Red Bull Music Academy snýr aftur á Sónar Reykjavík, þriðja árið í röð og hafa framúrskarandi tónlistarmenn verið valdir til að koma fram í Kaldalóni í Hörpu á Sónar dagana 16. -18. febrúar.

Tónlist
Fréttamynd

Grímur, dulúð og nafnleynd

Hljómsveitir með meðlimi undir nafnleynd er ekki nýtt fyrirbæri. Stuðmenn voru í upphafi ferils síns leyniband og ferðuðust um landið með grímur. Hljómsveitin Slip­knot hefur ávallt komið fram með sínar sérstöku grímur og hefur mætt jakkafataklædd á rauða dregilinn með grímurnar á sér og ótal önnur dæmi. Við heyrðum í íslenskum (mis)leynilegum hljómsveitum og tónlistarfólki og reyndum að fræðast örlítið meira um þau og ástæður leyndarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

East of my Youth með lag í bandarískum sjónvarpsþætti

Raftónlistardúettinn East of my Youth seldi lag í bandaríska sjónvarpsþáttinn Faking It sem sýndur er á MTV. Þær Herdís Stefánsdóttir og Thelma Marín Jónsdóttir, sem skipa dúettinn, eru búsettar í Berlín og eru að leggja lokahönd á sína fyrstu plötu.

Tónlist
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.