Íslensk tunga

Arnar Eggert fékk Lítinn fugl
Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur víða um land í dag með ýmsum hætti en í Iðnó við tjörnina var haldin stutt hátíðarsamkoma að þessu tilefni þar sem veittar voru viðurkenningar tileinkaðar deginum og heiðursverðlaun dagsins, kennd við Lítinn fugl.

Kalli Katrínar svarað með Svörtum fössara og Myrkum markaðsdögum
Einn stærsti verslunardagur heims gengur í garð á morgun. Black Friday, eða Svartur fössari eins og hann er iðulega kallaður hér á landi, hefur fest sig rækilega í sessi meðal Íslendinga. Fjölmargar verslanir bjóða upp á afslætti í tilefni dagsins. Sumir taka þó ekki þátt vegna umhverfissjónarmiða.

Álfur og Diljá hefja upp raust sína
Nýju íslensku talgervlarnir Álfur og Diljá hafa nú litið dagsins ljós en verkefnið er hluti af umfangsmikilli máltækniáætlun stjórnvalda. Talgervlar breyta texta í talað mál og voru 48 mannsraddir teknar upp við þróun nýju máltæknilausnanna.

Söfnuðu yfir 360.000 þúsund raddsýnum
Reddum málinu! vinnustaðakeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir kepptu sín á milli í söfnun raddsýna á íslensku er nú lokið. Raddsýnin fara nú í gagnagrunn Samsróms sem verður opinn og aðgengilegur öllum sem vilja nýta hann í máltæknilausnir.

Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði
Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg.

Loksins í smá viðtali: Arnaldur Indriðason kveðst ekki nörd og gefur lítið fyrir hrakspár um íslenskuna
Það er ekki á hverjum degi sem blaðamenn ná tali af ástsælasta núlifandi rithöfundi þjóðarinnar, Arnaldi Indriðasyni. Í dag gaf maðurinn færi á sér enda nýjasti handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu.

Til þín íslenska. Frá mér sem er að læra þig
Ég er með játningu. Ein af mörgum ástæðum þess að ég flutti til Íslands var ást mín á íslenska tungumálinu

Arnaldur hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Arnaldur Indriðason rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Verðlaunin eru veitt árlega, á degi íslenskrar tungu. Vera Illugadóttur hlaut sérstaka viðurkenningu íslenskrar tungu.

Katrín vill „svartan fössara“
Íslendingar lesa töluvert mikið, staðhæfir formaður Rithöfundasambandsins á degi íslenskrar tungu. Forsætisráðherra vill að næsti hátíðisdagur í verslun verði kallaður svartur fössari.

Bein útsending: Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar veitt við hátíðlega athöfn
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar verða veitt í dag á degi íslenskrar tungu. Verðlaunin eru veitt árlega en auk þeirra eru veittar sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslensks máls.

Íslenskan er hafsjór
Tungumálið er eitt helsta persónueinkenni hverrar manneskju. Tengsl tungumálsins og hugsunar mannsins eru mikil og geta jafnvel talist órjúfanleg heild.

Dregur úr lestri karla og fjölgar í hópi þeirra sem lesa ekkert
Ný lestrarkönnun leiðir í ljós að Íslendingar lesi að meðaltali 2,3 bækur á mánuði og hafa tveir þriðju hlutar þjóðarinnar gefið einhverjum bók á árinu. Tölurnar sýna að landsmenn hafa mikinn áhuga á bóklestri og lestur er almennt mikill. Hins vegar sé umhugsunarefni að sá hópur, sem les lítið sem ekkert, fari stækkandi.

Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson
Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember.

„Kostningar“ kennara
Kennarasambandið í erfiðleikum með blessaða stafsetninguna.

Binni Glee og Patrekur Jaime hvetja Íslendinga til að redda tungumálinu
Á mánudag fer af stað vinnustaðakeppnin Reddum málinu. Þar keppast fyrirtæki og stofnanir við að lesa texta í gegnum tölvu eða snjalltæki.

Íslenskan glímir við ímyndarvanda
Mikilvægt er að skólakerfið glími við ímyndarvanda íslenskunnar að mati Íslenskrar málnefndar, sem gefið hefur út árlegt álit sitt á stöðu íslenskrar tungu.

Kynna svarið við Amazon Echo sem talar og skilur íslensku
Hugbúnaðarfyrirtækin Miðeind og Reon vinna að þróun Emblu-boxins sem getur svarað fyrirspurnum notenda á íslensku og stýrt snjallheimilistækjum.

Bein útsending: Íslenskukennsla í fjölmenningarsamfélagi
Málþing um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi er yfirskrift málþings sem fram fer í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag. Málþingið stendur frá 9:30 til klukkan 16, en á meðal gesta eru Elíza Reid forsetafrú og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Sjálfsögð viðbót við tungumálið sem þurfi að koma til móts við fólk
Kynhlutlausa persónufornafninu hán verður bætt við orðabækur Stofnunar Árna Magnússonar. Prófessor í íslensku segir viðbótina sjálfsagða enda verði tungumálið að koma til móts við fólk og svara þörfum þess.

Íslenska á að sameina ekki sundra
Á síðustu árum hefur íslenskt samfélag breyst úr því að vera tiltölulega einsleitt samfélag yfir í það fjölmenningarsamfélag sem það er nú. Þessi breyting gerðist seint hér á Íslandi og mun síðar en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi má nefna að þegar pabbi minn flutti hingað frá Hollandi fyrir um 30 árum síðan var innan við 2% þjóðarinnar af erlendum uppruna. Árið 2020 var hlutfallið komið upp í 15,2% prósent þjóðarinnar.

Segir Snöru stríð á hendur og semur eigin orðabók í sjálfboðavinnu
Það er ekki tekið út með sældinni að læra íslensku sem útlendingur.

Má tjalda alls staðar nema á tjaldstæðinu
Ferðamenn á húsbílum sem skoða fríkort af Mývatnssvæðinu reka margir hverjir upp stór augu. Í auglýsingu þar segir að einungis sé bannað að tjalda á tjaldsvæðinu.

Undirbúa íslenskunám barna í leikskóla
Breytingar hafa verið gerðar á aðalnámskrá leikskóla landsins og eiga þær að miða að því að mæta betur þörfum barna með annað móðurmál en íslensku og fjöltyngdum börnum í leikskólum. Leikskólarnir munu framvegis þurfa að leggja grunn að íslenskunámi barna.

Karlar líklegri til að neita að nota rétt fornöfn um kynsegin fólk
Töluvert hærra hlutfall karla en kvenna kveðst myndu neita að nota persónufornafnið hán um manneskju sem bæði þá um það. Konur eru líklegri en karlar til að verða við slíkri ósk, ef marka má niðurstöður rannsóknar Lilju Guðmundsdóttur, nýútskrifaðs félagsfræðings.

Orð og kyn
Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn.

Íslensk-frönsk veforðabók opin öllum endurgjaldslaust
Ný íslensk-frönk veforðabók verður öllum aðgengileg frá og með deginum í dag og það endurgjaldslaust. Lexía inniheldur fimmtíu þúsund uppflettiorð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá franska sendiráðinu.

Fögnum stafrænni byltingu hins opinbera
Öll eigum við sögur af samskiptum sem við höfum átt við opinberar stofnanir og sveitarfélög, í þeim tilgangi að sækja þjónustu eða réttindi. Þjónustunálgunin hingað til hjá mörgum þeirra hefur verið eyðublöð á pappír, símtöl á símatíma, fyrirspurnir um stöðu mála í tölvupósti, og flakk á milli bæjarfélaga til að safna fylgigögnum.

„Uppáhaldstölvupósturinn til mín í dag kom frá Disney+“
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fagnar því að Disney hafi brugðist við beiðni ráðuneytisins um að bjóða upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Disney segir að 600 þættir og kvikmyndir séu á leiðinni og ættu langflestir að vera aðgengilegir fyrir júnílok.

Disney+ byrjuð að setja inn myndir á íslensku
Streymisveitan Disney+ hefur orðið við beiðni Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra um að bjóða upp á efni með íslenskri talsetningu. Nú eru myndir á borð við Aladdin, Ísöld og Herkúles í boði með íslensku tali.

Bein útsending: Stafræn framtíð íslenskunnar
Í dag fer fram ráðstefna um stafræna framtíð íslenskunnar. Stjórnendur framsækinna fyrirtækja fara yfir notkun máltæknilausna á neytendamarkaði og fjölbreytt verkefni máltækniáætlunar verða kynnt.