Hefði íslenskan lifað af á kálfskinni? Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson skrifar 16. nóvember 2022 16:00 Til hamingju með dag íslenskrar tungu, kæru lesendur. Við hjá Blindrafélagi Íslands viljum nota daginn til að koma á framfæri óskum okkar um að íslensk stjórnvöld að tryggi að blindu og sjónskertu fólki verði gert kleift að nota íslensku í daglegum störfum sínum. Einhver gæti nú haldið að þetta væri fremur sjálfsögð krafa og tækniframfarir undanfarinna hefðu bætt aðgengi blindra og sjónskertra. Málið er þó flóknara en svo. Útilokum ekki blint og sjónskert fólk frá íslensku Fyrir blint og sjónskert fólk, sem reiðir sig mjög á talgervlaraddir og skjálesara í öllu sínu lífi og núorðið einnig raddstýringu, skiptir það öllu máli að tæki skilji íslenskt tungumál. Með sjálfvirknivæðingu, þróun gervigreindar og frekari nýtingu á raddstýringu tækja hafa orðið byltingarkenndar breytingar til góðs fyrir blinda og sjónskerta. En í þessari tækni felast þó einnig miklar ógnanir ef stjórnvöld sjá ekki til þess að tækin skilji tungumál samfélagsins sem það býr í. Fólk getur almennt ekki verið á vinnumarkaði án þess að geta sótt sér rafrænar upplýsingar, tekið þátt í stafrænum samskiptum og stundað bankaviðskipti í gegnum netið svo dæmi séu nefnd. Stjórnvöld verða að gæta að því að þær tækniframfarir sem felast í raddstýringum og vélröddum, og helst er horft til við þróun tækja í dag, verði til þess að greiða aðgang fólks að upplýsingum og þátttöku í samfélaginu en útiloki það ekki frá þeim. Það eru sjálfsögð mannréttindi að geta tekið þátt í stafrænu samfélagi, án þess að þurfa að afsala sér sínu eigin tungumáli í þeirri þátttöku. Íslenska er langt á eftir öðrum tungumálum þegar kemur að tæknilausnum, og ef hægt verður á þróun og viðhaldi lausna er hætta á að nauðsynleg tæknin verði mörgum ónothæf í framtíðinni. Það er áhyggjuefni þegar samkvæmt stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er verið að færa meira af allri almennri þjónustu við almenning í stafrænar lausnir. Þetta getur dregið úr sjálfstæði og virkni einstaklinga sem þurfa að geta nýtt sér tækni til að geta sinnt sínum daglegu þörfum sjálfir og lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Bylting prentlistarinnar og bylting raddstýringarinnar Ég er sannfærður um að framtíð íslenskunnar er björt svo lengi sem við gætum þess að hún fylgi okkur inn í nýja tíma og tækni. Við getum ímyndað okkur hver framtíð tungumálsins okkar hefði verið ef ekki hefði verið hægt að nýta það á prenti. Okkar fagra tunga hefði átt að lifa af á kálfskinni en ekki fylgt okkur áfram eftir uppfinningu Gutenbergs prentlistarinnar, slíkar nýjungar væru bara fyrir stærri tungumál. Nú stendur yfir önnur bylting á miðlun tungumálsins. Með sjálfvirknivæðingu, þróun gervigreindar og frekari nýtingu á raddstýringu tækja hafa orðið byltingarkenndar breytingar í samfélagi okkar og tungumálið okkar þarf að fylgja þessum tækniframförum. Þær bíða ekki eftir næstu fjárlögum eða áhuga stjórnmálamanna, þær eru í gangi núna. Fjármunum kastað á glæ Til þess að svo megi verða er lykilatriði að staðið verði við fjármögnun aðgerðaáætlunar stjórnvalda um máltækni sem samið hefur verið um við framkvæmdaraðila. Enn vantar íslensku í mikið af stoðbúnaði og lausnum fyrir fatlað fólk, og því er afar mikilvægt að halda áfram á þeirri góðu vegferð sem máltækniverkefnið hefur verið á og byggja enn fremur undir áframhaldandi árangur þess. Mikilli orku og fjármunum hefur verið varið í máltækni undanfarin ár sem hafa byggt upp öflugan grunn og þekkingu meðal starfsfólks sem svo hafa skapað mikilvæg tækifæri frumkvöðla. Verði skorið jafn mikið niður í þróun máltækni á Íslandi og til stefnir í núverandi fjárlagafrumvarpi verður miklum verðmætum kastað á glæ og starfsfólk sem hefur sérhæft sig í þróun þess mun að stórum hluta hverfa til annarra verkefna með tilheyrandi spekileka. Tækniframfarir sem eru okkur nauðsynlegar er nýtast öllum hinum líka Blindrafélagið hefur miklar áhyggjur af stöðu íslenskra talgervilsradda í dag og í komandi framtíð. Verði fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir samþykkt óbreytt mun það verða til þess að ekki er hægt að vinna að nauðsynlegum máltæknilausnum sem gera blindu og sjónskertu fólki mögulegt að stunda vinnu og nálgast sjálfsagðar upplýsingar án aðstoðar. Þessar lausnir eru algjörlega nauðsynlegar þeim hópi sem mun vaxa mjög á næstu árum samhliða öldrun þjóðarinnar en gagnast auk þess öllum öðrum sem nýta þessi tæki. Höfundur er formaður Blindrafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með dag íslenskrar tungu, kæru lesendur. Við hjá Blindrafélagi Íslands viljum nota daginn til að koma á framfæri óskum okkar um að íslensk stjórnvöld að tryggi að blindu og sjónskertu fólki verði gert kleift að nota íslensku í daglegum störfum sínum. Einhver gæti nú haldið að þetta væri fremur sjálfsögð krafa og tækniframfarir undanfarinna hefðu bætt aðgengi blindra og sjónskertra. Málið er þó flóknara en svo. Útilokum ekki blint og sjónskert fólk frá íslensku Fyrir blint og sjónskert fólk, sem reiðir sig mjög á talgervlaraddir og skjálesara í öllu sínu lífi og núorðið einnig raddstýringu, skiptir það öllu máli að tæki skilji íslenskt tungumál. Með sjálfvirknivæðingu, þróun gervigreindar og frekari nýtingu á raddstýringu tækja hafa orðið byltingarkenndar breytingar til góðs fyrir blinda og sjónskerta. En í þessari tækni felast þó einnig miklar ógnanir ef stjórnvöld sjá ekki til þess að tækin skilji tungumál samfélagsins sem það býr í. Fólk getur almennt ekki verið á vinnumarkaði án þess að geta sótt sér rafrænar upplýsingar, tekið þátt í stafrænum samskiptum og stundað bankaviðskipti í gegnum netið svo dæmi séu nefnd. Stjórnvöld verða að gæta að því að þær tækniframfarir sem felast í raddstýringum og vélröddum, og helst er horft til við þróun tækja í dag, verði til þess að greiða aðgang fólks að upplýsingum og þátttöku í samfélaginu en útiloki það ekki frá þeim. Það eru sjálfsögð mannréttindi að geta tekið þátt í stafrænu samfélagi, án þess að þurfa að afsala sér sínu eigin tungumáli í þeirri þátttöku. Íslenska er langt á eftir öðrum tungumálum þegar kemur að tæknilausnum, og ef hægt verður á þróun og viðhaldi lausna er hætta á að nauðsynleg tæknin verði mörgum ónothæf í framtíðinni. Það er áhyggjuefni þegar samkvæmt stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er verið að færa meira af allri almennri þjónustu við almenning í stafrænar lausnir. Þetta getur dregið úr sjálfstæði og virkni einstaklinga sem þurfa að geta nýtt sér tækni til að geta sinnt sínum daglegu þörfum sjálfir og lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Bylting prentlistarinnar og bylting raddstýringarinnar Ég er sannfærður um að framtíð íslenskunnar er björt svo lengi sem við gætum þess að hún fylgi okkur inn í nýja tíma og tækni. Við getum ímyndað okkur hver framtíð tungumálsins okkar hefði verið ef ekki hefði verið hægt að nýta það á prenti. Okkar fagra tunga hefði átt að lifa af á kálfskinni en ekki fylgt okkur áfram eftir uppfinningu Gutenbergs prentlistarinnar, slíkar nýjungar væru bara fyrir stærri tungumál. Nú stendur yfir önnur bylting á miðlun tungumálsins. Með sjálfvirknivæðingu, þróun gervigreindar og frekari nýtingu á raddstýringu tækja hafa orðið byltingarkenndar breytingar í samfélagi okkar og tungumálið okkar þarf að fylgja þessum tækniframförum. Þær bíða ekki eftir næstu fjárlögum eða áhuga stjórnmálamanna, þær eru í gangi núna. Fjármunum kastað á glæ Til þess að svo megi verða er lykilatriði að staðið verði við fjármögnun aðgerðaáætlunar stjórnvalda um máltækni sem samið hefur verið um við framkvæmdaraðila. Enn vantar íslensku í mikið af stoðbúnaði og lausnum fyrir fatlað fólk, og því er afar mikilvægt að halda áfram á þeirri góðu vegferð sem máltækniverkefnið hefur verið á og byggja enn fremur undir áframhaldandi árangur þess. Mikilli orku og fjármunum hefur verið varið í máltækni undanfarin ár sem hafa byggt upp öflugan grunn og þekkingu meðal starfsfólks sem svo hafa skapað mikilvæg tækifæri frumkvöðla. Verði skorið jafn mikið niður í þróun máltækni á Íslandi og til stefnir í núverandi fjárlagafrumvarpi verður miklum verðmætum kastað á glæ og starfsfólk sem hefur sérhæft sig í þróun þess mun að stórum hluta hverfa til annarra verkefna með tilheyrandi spekileka. Tækniframfarir sem eru okkur nauðsynlegar er nýtast öllum hinum líka Blindrafélagið hefur miklar áhyggjur af stöðu íslenskra talgervilsradda í dag og í komandi framtíð. Verði fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir samþykkt óbreytt mun það verða til þess að ekki er hægt að vinna að nauðsynlegum máltæknilausnum sem gera blindu og sjónskertu fólki mögulegt að stunda vinnu og nálgast sjálfsagðar upplýsingar án aðstoðar. Þessar lausnir eru algjörlega nauðsynlegar þeim hópi sem mun vaxa mjög á næstu árum samhliða öldrun þjóðarinnar en gagnast auk þess öllum öðrum sem nýta þessi tæki. Höfundur er formaður Blindrafélags Íslands.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun