Að gefa fágæta og forna gjöf sem nýtist alla daga ársins í öllum veðrum Eva María Jónsdóttir skrifar 26. október 2022 08:31 Þeir eru margir sem vilja búa á Íslandi, hér er oft rigning og rok en hér ríkir sæmilegur friður og hefur svo verið um langt skeið. Að taka myndarlega á móti fólki sem kemur til landsins til að vinna eða mennta sig ætti að vera okkur öllum mikið metnaðarmál. Seint á síðustu öld fór undirrituð sem skiptistúdent til Frakklands í eitt skólaár. Minnisstætt er hvað mótttökurnar voru hlýlegar því mér bauðst (að því er virtist sjálfkrafa) að læra frönsku frá fyrstu dögum dvalarinnar í landinu, mér að kostnaðarlausu, um nokkurra vikna skeið til að mér gengi betur að aðlagast samfélaginu. Frakkar voru heldur tregir til að tala ensku við aðkomufólk á þessum árum og þetta var þeirra leið til að auka samskiptamöguleika þeirra sem höfðu annað móðurmál en frönsku og hvetja þá til dáða á velli franskrar tungu. Víst er að það er allra hagur að hingað komi fleiri vinnandi hendur og fólk sem vill lifa við frið hvort sem sólin skín eða vindar næða. En ef fólk fær ekki allt jöfn tækifæri til að læra það tungumál sem hér er opinbert er ekki von á að það upplifi sig velkomið að öllu leyti. Það má ekki verða tilviljanakennt hver fær að læra og hver verður útundan. Atvinnulífið þarf að taka höndum saman við stéttarfélög, stjórnvöld og menntastofnanir og leysa þessa hlið móttöku farsællega í eitt skipti fyrir öll. Víst er verkefnið nokkuð flókið en nú höfum við reynslu af framförum á sviði máltækni þar sem atvinnulífið og opinberir aðilar hafa þegar sameinast um máltækniáætlun (2018-2022) með eftirtektarverðum árangri. Er hægt að byggja á þeirri reynslu við að hrinda íslenskukennsluáætlun starfandi fólks í framkvæmd? Mikilvægt er að umrætt átak verði að veruleika í þeim anda að nýir íbúar fái þá dýrmætu gjöf við komuna til landsins, að læra gamalt og fágætt tungumál sem auk þess geymir einstakan fornan bókmenntaarf og veitir lykil að íslenskum samfélagi. Þessi gjöf sýnir bæði virðingu fyrir íslenskunni og þeim sem hingað koma til að taka þátt í samfélaginu til lengri eða skemmri tíma. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva María Jónsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir eru margir sem vilja búa á Íslandi, hér er oft rigning og rok en hér ríkir sæmilegur friður og hefur svo verið um langt skeið. Að taka myndarlega á móti fólki sem kemur til landsins til að vinna eða mennta sig ætti að vera okkur öllum mikið metnaðarmál. Seint á síðustu öld fór undirrituð sem skiptistúdent til Frakklands í eitt skólaár. Minnisstætt er hvað mótttökurnar voru hlýlegar því mér bauðst (að því er virtist sjálfkrafa) að læra frönsku frá fyrstu dögum dvalarinnar í landinu, mér að kostnaðarlausu, um nokkurra vikna skeið til að mér gengi betur að aðlagast samfélaginu. Frakkar voru heldur tregir til að tala ensku við aðkomufólk á þessum árum og þetta var þeirra leið til að auka samskiptamöguleika þeirra sem höfðu annað móðurmál en frönsku og hvetja þá til dáða á velli franskrar tungu. Víst er að það er allra hagur að hingað komi fleiri vinnandi hendur og fólk sem vill lifa við frið hvort sem sólin skín eða vindar næða. En ef fólk fær ekki allt jöfn tækifæri til að læra það tungumál sem hér er opinbert er ekki von á að það upplifi sig velkomið að öllu leyti. Það má ekki verða tilviljanakennt hver fær að læra og hver verður útundan. Atvinnulífið þarf að taka höndum saman við stéttarfélög, stjórnvöld og menntastofnanir og leysa þessa hlið móttöku farsællega í eitt skipti fyrir öll. Víst er verkefnið nokkuð flókið en nú höfum við reynslu af framförum á sviði máltækni þar sem atvinnulífið og opinberir aðilar hafa þegar sameinast um máltækniáætlun (2018-2022) með eftirtektarverðum árangri. Er hægt að byggja á þeirri reynslu við að hrinda íslenskukennsluáætlun starfandi fólks í framkvæmd? Mikilvægt er að umrætt átak verði að veruleika í þeim anda að nýir íbúar fái þá dýrmætu gjöf við komuna til landsins, að læra gamalt og fágætt tungumál sem auk þess geymir einstakan fornan bókmenntaarf og veitir lykil að íslenskum samfélagi. Þessi gjöf sýnir bæði virðingu fyrir íslenskunni og þeim sem hingað koma til að taka þátt í samfélaginu til lengri eða skemmri tíma. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun