Hildur Björnsdóttir

Pláss
"Þú ert grannur maður. Hví tekur þú svo mikið pláss?“ Hún var kurteis en ákveðin. Við sátum í neðanjarðarlest. Sæti af skornum skammti. Hann sat útbreiddur og gleiður. Hrútbreiddur. Líkt og margir aðrir karlar í lestinni.

Baðfylli af bruðli
„Þetta skiptir engu máli,“ sagði hún glaðbeitt. Alnetskaupin afgreidd af fullkomnu kæruleysi. Algjörlega óvíst hvort flíkurnar reyndust passlegar eða nothæfar. Það var aukaatriði. Flíkurnar voru svo ódýrar.

Konur laga líka
Ég held ég þekki töfrafólk. Alls kyns töfrafólk. Óskir mínar hvers konar, framkallar það allar. Það er sama hversu beiðnin er flókin. Undarleg eða óhefðbundin. Allt verður að veruleika. Náðargáfan yfirskilvitleg.

Gull og gersemar
Nýlega keyptum við fjölskyldan húsnæði. Eignin var í upprunalegu ástandi en allt viðhald til fyrirmyndar. Innréttingar voru byggðar af gæðum og sérvalinn hlutur í hverju horni. Heimilið allt innréttað af natni og nostursemi.

Ennþá svangar
Ég upplifði það fyrst fjórtán ára. Að minnsta kosti áþreifanlega. Ég sat við matarborð og bað um ábót. Beiðninni var góðfúslega hafnað. Lítið var eftir af mat og annar aðili svangur. Sá var 10 ára drengur. Hann hafði forgang – því strákar þurfa meira.

Ábyrgðarlaust traust
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot. Málið var þingfest á mánudag. Maðurinn er sakaður um hrelliklám – að hafa áframsent myndskeið af barnsmóður í kynferðislegum athöfnum. Málum af þessum toga fjölgar. Degi síðar stígur virtur geðlæknir fram. Sá segir konur þjást af trúgirni.

Byssubörn
"Þetta er AK-47.“ Hann pírði augun einbeittur og ákveðinn. Fingurnir beygðir sem ímyndað skotvopn. Ég horfði forviða á soninn. Sjö ára sakleysingjann.

Víðfeðmi kærleikans
Ég bjó á sömu slóðum. Gekk sömu leið að næturlagi. Fjölmörgum sinnum. Flestar helgar. Einsömul og grunlaus. Ég hefði getað verið hún.

Vandvirk vandlæting
Það er átakanlegt að lesa athugasemdakerfi vefmiðla. Stundum svolítið skemmtilegt en aðallega átakanlegt. Sóðaleg uppröðun orða vefst ekki fyrir mannskapnum.

Ekki slökkva hennar loga
Fyrir fáeinum mánuðum sat ég með hópi kvenna þegar talið barst að kunningjakonu. Sú hafði hlotið skjótan framgang á vinnumarkaði erlendis. Mér þótti sérstök ástæða að lofa árangur hennar. Viðbrögð viðstaddra vöktu undrun mína.

Jól eftir þessi jól?
Hughrifin færa okkur árstímann. Dísætur bökunarilmur faðmar skilningarvitin. Veðurbarinn gluggi ljómar við ylhýran loga. Litríkt ljósaskrúð miskunnar sig yfir sótsvart skammdegið. Ljúfar minningar – kannski ljúfsárar – verma guðhræddar sálir.

Hver er sætust?
Sonur minn, sjö ára, er eilítið kvensamur. Svo mjög, að sumir hafa kennt hann við þekkta flagara úr kvikmyndasögunni. Reglulega færir hann fregnir af tilhugalífinu. Svo flóknar og síbreytilegar að skapa mætti um þær bráðsnjalla kvikmynd.

Mannhatur að vopni
Vonbrigðin voru mörgum mikil. Einhverjir fylltust hræðslu – urðu óttaslegnir og vonlitlir. Það sem fæsta hafði órað fyrir var orðið að veruleika. Nýr maður myndi taka við einu valdamesta embætti heims.

Sómakennd samfélags
Það er ekki til mikils mælst að þið skipuleggið ykkur betur,“ mælti foreldrið við leikskólakennarann.

Kjarasamningar foreldra
Í júlímánuði tók ég við nýju starfi. Ég tilheyri nú tiltekinni starfsstétt og laun mín taka mið af kjarasamningum. Laun fólks í minni stöðu voru á dögunum hækkuð um 35%. En ekki mín laun. Nei. Launahækkunin nær eingöngu til þeirra sem hefja störf eftir gildistöku samninganna.

Vítahringur kvennalauna
Á sumarmánuðum eignaðist kona stúlkubarn. Barnið kom nokkuð óvænt undir - en einungis tveimur mánuðum eftir áætlaðan fæðingardag átti konan að hefja framhaldsnám erlendis.

Anna og Abida
Hún heitir Abida og er tíu ára. Tólf tíma á dag starfar hún í morkinni verksmiðju í Bangladess. Aðbúnaðurinn hörmulegur og launin varla nokkur. Hún er fórnarlamb barnaþrælkunar. Tími hennar er ódýr.

Undan plastfilmunni
Í vikunni eldaði ég spaghetti bolognese. Það er nú almennt ekki í frásögur færandi. En í þetta skipti varð mér brugðið. Þegar hráefnið var komið í pottana sat eftir svo mikið plast að fylla mátti heilan poka.

Með lokuð augu
Nú er tæpt ár liðið frá því lífvana líkami hins þriggja ára Aylan Kurdi, maraði í hálfu kafi á sólarströnd. Mynd sem skildi engan eftir ósnortinn og vakti hvert mannsbarn til vitundar um veruleika sýrlenskra flóttabarna.

Upphefð hinna uppteknu
Aðspurðir á dánarbeðinu um helstu eftirsjár svara flestir hinu sama. Þeir óska þess að hafa eytt meiri tíma með fjölskyldunni.