Þriggja metra hrossaskítur Hildur Björnsdóttir skrifar 14. apríl 2018 07:30 Í lok nítjándu aldar ógnaði ófyrirséður vandi stórborgum heims. Götur og torg voru ötuð hrossaskít - en tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga. Flugur sóttu í óþrifnaðinn og báru með sér heilsuspillandi sjúkdóma á borð við taugaveiki. Árið 1894 birti dagblaðið Times dómsdagsspá. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Engan óraði fyrir framhaldinu. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Fótafrár fákur var ekki lengur fýsilegur fararskjóti. Ferðamynstur breyttust. Þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Um götur Reykjavíkurborgar fara bílar um 800.000 ferðir daglega. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki í borginni. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því óþarflega mikið vegpláss. Það tekur borgarbúa nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Við okkur blasir samgönguvandi. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu sem nemur 70.000 einstaklingum til ársins 2040. Ef samgöngumynstur breytast ekki munu tugþúsundir nýrra bifreiða birtast samhliða. Við óbreytt ástand mun vandinn einungis aukast. Reykjavíkurborg er skipulögð með þarfir bifreiða í huga. Borgarskipulag sem gerir íbúana háða bílum. Þetta skipulag þarf að laga. Við verðum að auka hlut annarra ferðamáta. Það gerum við ekki með þvingunum – það gerum við lífrænt - með ákjósanlegum valkostum. Fjárfesta þarf í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og óarðbær meðferð á almannafé. Best er að bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Að skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum – borg sem veitir íbúum allra borgarhluta valkostinn að eiga ekki bíl. Við verðum að efla vistvæna samgöngumáta. Fjárfesta í stórbættum almenningssamgöngum samhliða skynsamlegum vegaumbótum. Bæta aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Fagna tæknilausnum. Styðja við deilihagkerfið, rafbílavæða Reykjavík og hvetja til samflots í bílum. Minnka kolefnisspor og bæta nýtingu vega. Bjóða fleiri góða valkosti. Sýna ábyrgð. Samgönguvandinn er okkar eigin þriggja metra hrossaskítur. Bílaflotinn fer stækkandi og svifrykið er stjórnlaust. Bregðumst við. Gerum breytingar. Bjóðum fólki raunverulegt val. Skipuleggjum borg sem býður fleiri góða samgöngukosti. Skipuleggjum vistvænni borg - Reykjavík sem virkar. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok nítjándu aldar ógnaði ófyrirséður vandi stórborgum heims. Götur og torg voru ötuð hrossaskít - en tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga. Flugur sóttu í óþrifnaðinn og báru með sér heilsuspillandi sjúkdóma á borð við taugaveiki. Árið 1894 birti dagblaðið Times dómsdagsspá. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Engan óraði fyrir framhaldinu. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Fótafrár fákur var ekki lengur fýsilegur fararskjóti. Ferðamynstur breyttust. Þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Um götur Reykjavíkurborgar fara bílar um 800.000 ferðir daglega. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki í borginni. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því óþarflega mikið vegpláss. Það tekur borgarbúa nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Við okkur blasir samgönguvandi. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu sem nemur 70.000 einstaklingum til ársins 2040. Ef samgöngumynstur breytast ekki munu tugþúsundir nýrra bifreiða birtast samhliða. Við óbreytt ástand mun vandinn einungis aukast. Reykjavíkurborg er skipulögð með þarfir bifreiða í huga. Borgarskipulag sem gerir íbúana háða bílum. Þetta skipulag þarf að laga. Við verðum að auka hlut annarra ferðamáta. Það gerum við ekki með þvingunum – það gerum við lífrænt - með ákjósanlegum valkostum. Fjárfesta þarf í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og óarðbær meðferð á almannafé. Best er að bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Að skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum – borg sem veitir íbúum allra borgarhluta valkostinn að eiga ekki bíl. Við verðum að efla vistvæna samgöngumáta. Fjárfesta í stórbættum almenningssamgöngum samhliða skynsamlegum vegaumbótum. Bæta aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Fagna tæknilausnum. Styðja við deilihagkerfið, rafbílavæða Reykjavík og hvetja til samflots í bílum. Minnka kolefnisspor og bæta nýtingu vega. Bjóða fleiri góða valkosti. Sýna ábyrgð. Samgönguvandinn er okkar eigin þriggja metra hrossaskítur. Bílaflotinn fer stækkandi og svifrykið er stjórnlaust. Bregðumst við. Gerum breytingar. Bjóðum fólki raunverulegt val. Skipuleggjum borg sem býður fleiri góða samgöngukosti. Skipuleggjum vistvænni borg - Reykjavík sem virkar. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun