Sáttmáli kynslóðanna Hildur Björnsdóttir skrifar 29. mars 2018 13:00 Þær bjuggu í sveit eða fámennum plássum við sjávarsíðuna – íslenskar stórfjölskyldur – þrjár kynslóðir sem saman háðu lífsbaráttuna. Umönnun þeirra minnstu eða bjargarlausu fór fram innan heimilis. Hver reiddi sig á annan og annar reiddi sig á hinn. En lífsmynstur breyttust. Konur vinna nú utan heimilis, börn sækja dagvistun og stofnanir annast aldraða. Samskipti kynslóða breyttust. Lífaldur fer hækkandi og heilsufar batnandi. Eldra fólk er nú betur á sig komið en áður. Hluti aldraðra þarfnast þjónustu og stuðnings – en þeim heilsuhraustu fjölgar. Það er mikilvægt að styðja við samfélagsþátttöku eldra fólks. Eftir því sem fólk er virkara, upplifir það meiri lífsfyllingu og vellíðan – sem aftur stuðlar að langlífi. Um þriðjungur fagmenntaðra leikskólakennara hverfur á eftirlaun innan tíu ára. Með breyttu lífeyriskerfi mætti halda faglærðum lengur við kennslu. Afnám lífeyrisskerðinga er mikilvægt baráttumál. Margir telja málið óþarft – lífeyrisþegar séu áhugalausir um störfin. Félag eldri borgara er á öðru máli. Í nýlegri ályktun lýstu félagsmenn sig reiðubúna til að starfa á leikskólum borgarinnar. Margir hefðu fulla starfsgetu og ærinn vilja til að leggja sitt af mörkum. Læknirinn William H. Thomas þróaði þekkta hugmyndafræði um samspil kynslóða. Hugmyndir hans sögðu samskipti við börn færa öldruðum aukin lífsgæði. Hefur hugmyndafræðin verið innleidd víða erlendis. Þar hafa risið leikskólar samhliða dvalarheimilum. Hefur fyrirkomulagið stuðlað að auknum samskiptum barna og aldraðra. Aukið samspil kynslóða leiðir af sér ánægju allra hlutaðeigandi. Það sýnir fjöldi rannsókna. Börn veita öldruðum lífsgleði og létta lund þeirra sem stríða við einsemd. Þeir eldri veita börnum víðsýni og aukna þekkingu. Sameining kynslóða er öllum til sóma. Ungur nemur, gamall temur. Við viljum stuðla að auknum samskiptum barna og eldra fólks. Við viljum virkja félagsauð aldraðra í skólastarfi. Við viljum leiða saman kynslóðir í lestri og söng – viðhalda sagnahefð og íslenskri tungu. Við viljum auka lífsgleði og lífsgæði. Við trúum á samvinnu í lífsbaráttunni – samspil og sáttmála kynslóðanna.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þær bjuggu í sveit eða fámennum plássum við sjávarsíðuna – íslenskar stórfjölskyldur – þrjár kynslóðir sem saman háðu lífsbaráttuna. Umönnun þeirra minnstu eða bjargarlausu fór fram innan heimilis. Hver reiddi sig á annan og annar reiddi sig á hinn. En lífsmynstur breyttust. Konur vinna nú utan heimilis, börn sækja dagvistun og stofnanir annast aldraða. Samskipti kynslóða breyttust. Lífaldur fer hækkandi og heilsufar batnandi. Eldra fólk er nú betur á sig komið en áður. Hluti aldraðra þarfnast þjónustu og stuðnings – en þeim heilsuhraustu fjölgar. Það er mikilvægt að styðja við samfélagsþátttöku eldra fólks. Eftir því sem fólk er virkara, upplifir það meiri lífsfyllingu og vellíðan – sem aftur stuðlar að langlífi. Um þriðjungur fagmenntaðra leikskólakennara hverfur á eftirlaun innan tíu ára. Með breyttu lífeyriskerfi mætti halda faglærðum lengur við kennslu. Afnám lífeyrisskerðinga er mikilvægt baráttumál. Margir telja málið óþarft – lífeyrisþegar séu áhugalausir um störfin. Félag eldri borgara er á öðru máli. Í nýlegri ályktun lýstu félagsmenn sig reiðubúna til að starfa á leikskólum borgarinnar. Margir hefðu fulla starfsgetu og ærinn vilja til að leggja sitt af mörkum. Læknirinn William H. Thomas þróaði þekkta hugmyndafræði um samspil kynslóða. Hugmyndir hans sögðu samskipti við börn færa öldruðum aukin lífsgæði. Hefur hugmyndafræðin verið innleidd víða erlendis. Þar hafa risið leikskólar samhliða dvalarheimilum. Hefur fyrirkomulagið stuðlað að auknum samskiptum barna og aldraðra. Aukið samspil kynslóða leiðir af sér ánægju allra hlutaðeigandi. Það sýnir fjöldi rannsókna. Börn veita öldruðum lífsgleði og létta lund þeirra sem stríða við einsemd. Þeir eldri veita börnum víðsýni og aukna þekkingu. Sameining kynslóða er öllum til sóma. Ungur nemur, gamall temur. Við viljum stuðla að auknum samskiptum barna og eldra fólks. Við viljum virkja félagsauð aldraðra í skólastarfi. Við viljum leiða saman kynslóðir í lestri og söng – viðhalda sagnahefð og íslenskri tungu. Við viljum auka lífsgleði og lífsgæði. Við trúum á samvinnu í lífsbaráttunni – samspil og sáttmála kynslóðanna.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun