Sáttmáli kynslóðanna Hildur Björnsdóttir skrifar 29. mars 2018 13:00 Þær bjuggu í sveit eða fámennum plássum við sjávarsíðuna – íslenskar stórfjölskyldur – þrjár kynslóðir sem saman háðu lífsbaráttuna. Umönnun þeirra minnstu eða bjargarlausu fór fram innan heimilis. Hver reiddi sig á annan og annar reiddi sig á hinn. En lífsmynstur breyttust. Konur vinna nú utan heimilis, börn sækja dagvistun og stofnanir annast aldraða. Samskipti kynslóða breyttust. Lífaldur fer hækkandi og heilsufar batnandi. Eldra fólk er nú betur á sig komið en áður. Hluti aldraðra þarfnast þjónustu og stuðnings – en þeim heilsuhraustu fjölgar. Það er mikilvægt að styðja við samfélagsþátttöku eldra fólks. Eftir því sem fólk er virkara, upplifir það meiri lífsfyllingu og vellíðan – sem aftur stuðlar að langlífi. Um þriðjungur fagmenntaðra leikskólakennara hverfur á eftirlaun innan tíu ára. Með breyttu lífeyriskerfi mætti halda faglærðum lengur við kennslu. Afnám lífeyrisskerðinga er mikilvægt baráttumál. Margir telja málið óþarft – lífeyrisþegar séu áhugalausir um störfin. Félag eldri borgara er á öðru máli. Í nýlegri ályktun lýstu félagsmenn sig reiðubúna til að starfa á leikskólum borgarinnar. Margir hefðu fulla starfsgetu og ærinn vilja til að leggja sitt af mörkum. Læknirinn William H. Thomas þróaði þekkta hugmyndafræði um samspil kynslóða. Hugmyndir hans sögðu samskipti við börn færa öldruðum aukin lífsgæði. Hefur hugmyndafræðin verið innleidd víða erlendis. Þar hafa risið leikskólar samhliða dvalarheimilum. Hefur fyrirkomulagið stuðlað að auknum samskiptum barna og aldraðra. Aukið samspil kynslóða leiðir af sér ánægju allra hlutaðeigandi. Það sýnir fjöldi rannsókna. Börn veita öldruðum lífsgleði og létta lund þeirra sem stríða við einsemd. Þeir eldri veita börnum víðsýni og aukna þekkingu. Sameining kynslóða er öllum til sóma. Ungur nemur, gamall temur. Við viljum stuðla að auknum samskiptum barna og eldra fólks. Við viljum virkja félagsauð aldraðra í skólastarfi. Við viljum leiða saman kynslóðir í lestri og söng – viðhalda sagnahefð og íslenskri tungu. Við viljum auka lífsgleði og lífsgæði. Við trúum á samvinnu í lífsbaráttunni – samspil og sáttmála kynslóðanna.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þær bjuggu í sveit eða fámennum plássum við sjávarsíðuna – íslenskar stórfjölskyldur – þrjár kynslóðir sem saman háðu lífsbaráttuna. Umönnun þeirra minnstu eða bjargarlausu fór fram innan heimilis. Hver reiddi sig á annan og annar reiddi sig á hinn. En lífsmynstur breyttust. Konur vinna nú utan heimilis, börn sækja dagvistun og stofnanir annast aldraða. Samskipti kynslóða breyttust. Lífaldur fer hækkandi og heilsufar batnandi. Eldra fólk er nú betur á sig komið en áður. Hluti aldraðra þarfnast þjónustu og stuðnings – en þeim heilsuhraustu fjölgar. Það er mikilvægt að styðja við samfélagsþátttöku eldra fólks. Eftir því sem fólk er virkara, upplifir það meiri lífsfyllingu og vellíðan – sem aftur stuðlar að langlífi. Um þriðjungur fagmenntaðra leikskólakennara hverfur á eftirlaun innan tíu ára. Með breyttu lífeyriskerfi mætti halda faglærðum lengur við kennslu. Afnám lífeyrisskerðinga er mikilvægt baráttumál. Margir telja málið óþarft – lífeyrisþegar séu áhugalausir um störfin. Félag eldri borgara er á öðru máli. Í nýlegri ályktun lýstu félagsmenn sig reiðubúna til að starfa á leikskólum borgarinnar. Margir hefðu fulla starfsgetu og ærinn vilja til að leggja sitt af mörkum. Læknirinn William H. Thomas þróaði þekkta hugmyndafræði um samspil kynslóða. Hugmyndir hans sögðu samskipti við börn færa öldruðum aukin lífsgæði. Hefur hugmyndafræðin verið innleidd víða erlendis. Þar hafa risið leikskólar samhliða dvalarheimilum. Hefur fyrirkomulagið stuðlað að auknum samskiptum barna og aldraðra. Aukið samspil kynslóða leiðir af sér ánægju allra hlutaðeigandi. Það sýnir fjöldi rannsókna. Börn veita öldruðum lífsgleði og létta lund þeirra sem stríða við einsemd. Þeir eldri veita börnum víðsýni og aukna þekkingu. Sameining kynslóða er öllum til sóma. Ungur nemur, gamall temur. Við viljum stuðla að auknum samskiptum barna og eldra fólks. Við viljum virkja félagsauð aldraðra í skólastarfi. Við viljum leiða saman kynslóðir í lestri og söng – viðhalda sagnahefð og íslenskri tungu. Við viljum auka lífsgleði og lífsgæði. Við trúum á samvinnu í lífsbaráttunni – samspil og sáttmála kynslóðanna.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun