Frelsi fyrir þig Hildur Björnsdóttir skrifar 20. júní 2018 07:00 Í liðnum borgarstjórnarkosningum fengu kjósendur valið. Þeir flokkar sem boðuðu breytingar og forgangsröðun í þágu grunnþjónustu hlutu 62% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni. Gamla meirihlutanum var hafnað. Kjósendur völdu breytingar. Það vakti því undrun þegar myndaður var meirihluti um óbreytta stefnu. Meirihluti sem hefur að baki færri atkvæði en þeir flokkar sem eftir standa í stjórnarandstöðu. Gamli meirihlutinn hlaut viðreisn frá Viðreisn. Hvað sem stjórnarmyndun líður er Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn í borginni. Hlutverk okkar í sterkri stjórnarandstöðu verður ærið. Við munum veita meirihlutanum virkt málefnalegt aðhald og sofum sannarlega ekki á verðinum. Ábyrg fjármálastjórn, traust grunnþjónusta og frjálslynd gildi verða í forgrunni. Við leggjum áherslu á niðurgreiðslu skulda í tekjugóðæri. Við teljum ótímabært að ráðast í stórtækar fjárfestingar sem kalla á stóraukna skuldsetningu. Við munum leggja fram marktækar leiðir til skuldaniðurgreiðslu. Við viljum minnka báknið, einfalda stjórnkerfið og lækka álögur á íbúa. Við vitum að traustur fjárhagur er grunnur að góðri þjónustu. Við leggjum áherslu á lausn leikskólavandans. Það er mikilvægt jafnréttismál sem skiptir sköpum fyrir bæði fjölskyldur og atvinnulíf. Enn vantar 200 leikskólakennara til starfa í Reykjavík. Leikskólaplássum er úthlutað með fyrirvara um mannaráðningar. Fyrirséður er áframhaldandi stórtækur vandi næsta haust. Engar markvissar aðgerðir í sjónmáli. Undir þessu verður ekki setið. Við munum þrýsta á mælanleg markmið í húsnæðismálum, aukið lóðaframboð og stórsókn í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Við viljum tryggja að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Samkeppnishæf borg á innlenda sem alþjóðlega vísu. Hvort heldur sem er – í stjórnarandstöðu eða meirihluta – stendur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf fyrir frelsi og val. Einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Við viljum banna minna og leyfa meira. Borg sem skapar frjóan jarðveg fyrir sókn og framfarir. Við viljum fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Greiðar og vistvænar samgöngur. Höfuðborg sem setur fólk og fjölskyldur í forgang. Frelsi fyrir alla – frelsi fyrir þig.Höfundur er borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Mest lesið Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Sjá meira
Í liðnum borgarstjórnarkosningum fengu kjósendur valið. Þeir flokkar sem boðuðu breytingar og forgangsröðun í þágu grunnþjónustu hlutu 62% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni. Gamla meirihlutanum var hafnað. Kjósendur völdu breytingar. Það vakti því undrun þegar myndaður var meirihluti um óbreytta stefnu. Meirihluti sem hefur að baki færri atkvæði en þeir flokkar sem eftir standa í stjórnarandstöðu. Gamli meirihlutinn hlaut viðreisn frá Viðreisn. Hvað sem stjórnarmyndun líður er Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn í borginni. Hlutverk okkar í sterkri stjórnarandstöðu verður ærið. Við munum veita meirihlutanum virkt málefnalegt aðhald og sofum sannarlega ekki á verðinum. Ábyrg fjármálastjórn, traust grunnþjónusta og frjálslynd gildi verða í forgrunni. Við leggjum áherslu á niðurgreiðslu skulda í tekjugóðæri. Við teljum ótímabært að ráðast í stórtækar fjárfestingar sem kalla á stóraukna skuldsetningu. Við munum leggja fram marktækar leiðir til skuldaniðurgreiðslu. Við viljum minnka báknið, einfalda stjórnkerfið og lækka álögur á íbúa. Við vitum að traustur fjárhagur er grunnur að góðri þjónustu. Við leggjum áherslu á lausn leikskólavandans. Það er mikilvægt jafnréttismál sem skiptir sköpum fyrir bæði fjölskyldur og atvinnulíf. Enn vantar 200 leikskólakennara til starfa í Reykjavík. Leikskólaplássum er úthlutað með fyrirvara um mannaráðningar. Fyrirséður er áframhaldandi stórtækur vandi næsta haust. Engar markvissar aðgerðir í sjónmáli. Undir þessu verður ekki setið. Við munum þrýsta á mælanleg markmið í húsnæðismálum, aukið lóðaframboð og stórsókn í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Við viljum tryggja að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Samkeppnishæf borg á innlenda sem alþjóðlega vísu. Hvort heldur sem er – í stjórnarandstöðu eða meirihluta – stendur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf fyrir frelsi og val. Einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Við viljum banna minna og leyfa meira. Borg sem skapar frjóan jarðveg fyrir sókn og framfarir. Við viljum fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Greiðar og vistvænar samgöngur. Höfuðborg sem setur fólk og fjölskyldur í forgang. Frelsi fyrir alla – frelsi fyrir þig.Höfundur er borgarfulltrúi
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar