Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Telur hag í því að rukka aðgangseyri

Skynsamlegt er að taka gjald fyrir aðgang að ferðamannastöðum þar sem fjöldi ferðamanna er farinn að skemma ánægju hvers og eins, eða náttúrugæðin liggja undir skemmdum. Þetta er niður­staða nýrrar fræðigreinar Ragnars Árnasonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur til sameiningar tæknifyrirtækja

Stjórnarformaður Íslenska sjávarklasans telur brýnt að lítil tæknifyrirtæki sem þjóni sjávarútvegi auki samstarf sín á milli. Hann segir þau eiga erfitt með að hasla sér völl á alþjóðlegum mörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yngri en 21 árs fái ekki aðgang

Meina á körlum undir 21 árs að dvelja á tjaldstæðinu á Hróarskelduhátíðinni í tilraunaskyni í tvö ár. Þetta er innlegg Henriks Marstal, tónlistarmanns, rithöfundar og frambjóðanda til danska þingsins, í umræðuna.

Erlent
Fréttamynd

Stelpur sem hata á sér píkuna

Hún vakti nokkra athygli í vikunni, umfjöllun BBC um breskar stúlkur sem leita nú í auknum mæli til lýtalækna vegna þess að þær þola ekki útlit kynfæra sinna. Þær eru fimmtán ára og þær hata á sér píkuna.

Bakþankar
Fréttamynd

Júdas, lax og Símon

Þröstur Ólafsson reit grein í Fréttablaðið fyrir skemmstu sem bar yfirskriftina Júdasar í Jökulfjörðum. Í greininni fer Þröstur um víðan umhverfisvöll, er vonlítill, enda mennirnir vitgrannir sem stjórna löndunum.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðamenn sáttir við aðgangseyri í Kerið

Fréttablaðið tók nokkra ferðamenn tali og spurði hvað þeim fyndist um aðgangseyri í Kerið. Aðgangsstýring hefur verið mikið í umræðunni á ferðamannastöðum sem og hversu dýrt Ísland er orðið fyrir ferðamenn.

Innlent
Fréttamynd

Gerum kröfu um styttri vinnuviku

Íslendingar eru með fjórðu lengstu vinnuviku í Evrópu og hlutfall Íslendinga sem vinna meira en 50 stundir á viku er þriðja hæst í álfunni. Landsframleiðsla er hins vegar ekki í samræmi við lengd vinnuvikunnar sem þýðir að afköst haldast ekkert endilega í hendur við lengd vinnudags.

Skoðun
Fréttamynd

Hótelið við skíðaskálann verður minna en upphaflega var áætlað

Ekki er lengur stefnt að 210 herbergja hóteli við skíðaskálann í Hveradölum heldur hóteli með undir 150 herbergjum. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem að verkefninu standa, segir minni vöxt í útgjöldum hvers ferðamanns undanfarin misseri ekki hafa spilað þarna inn í.

Innlent
Fréttamynd

Búið að landa ellefu hrefnum

Hrefnuveiðimenn hafa aðeins veitt ellefu dýr það sem af er sumri og er útlit fyrir að markmið um 46 dýr á yfirstandandi vertíð náist ekki. Tveir bátar, Hrafnreyður KÓ og Rokkarinn KE, eru að veiðum í Faxaflóa en veðrið hefur sett strik í reikninginn.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar skrifaði tvisvar undir

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, og Gunnar Einarsson, stjórnarformaður fasteignafélagsins Löngulínu, undirrituðu samning í lok júní vegna slita á fasteignafélaginu. Samningurinn var lagður fram á bæjarráðsfundi í vikunni. Gunnar og Gunnar eru sami maður.

Innlent
Fréttamynd

Lúpínufólk hyggst sá fræjum í Fjarðabyggð

Áhugafólk um notkun lúpínu bregst illa við áformum Fjarðabyggðar um að hefta ágang plöntunnar og segist ætla að sá lúpínufræjum þar eystra. Útbreiðsla lúpínu 35faldaðist á fimmtán árum í Fjarðabyggð.

Innlent
Fréttamynd

Katarar fá gálgafrest

Sádi-Arabía, auk þriggja annarra Arabaríkja, framlengdi í gær frestinn sem Katarar hafa til þess að svara þrettán kröfum ríkjanna um breytingar á stjórnarháttum. Fresturinn átti að renna út í gær en var framlengdur um tvo sólarhringa.

Erlent
Fréttamynd

Vanmetin Costco-áhrif?

Það var fagnaðarefni þegar samkeppnisumhverfið í smásölu tók stórt stökk fram á við til hins betra með tilkomu Costco, enda láta viðbrögðin ekki á sér standa. Neytendur bera saman verð og gæði á síðum samfélagsmiðlanna og verðvitund þeirra eykst í kjölfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Trúir þú á tylliástæður?

Reglulega ræði ég við sýrlenska vini mína um gang mála þar í landi. Einn þeirra er fluttur aftur heim og telur að stríðinu sé að ljúka nema ný tylliástæða finnist til að kynda undir því að nýju. Frásögn þeirra er athyglisverð því hún gengur í berhögg við það sem ég les í fjölmiðlum og því langar mig að deila henni með ykkur.

Bakþankar
Fréttamynd

Skattsvikin og þjóðmálaumræðan

Fjármálaráðherra setur á laggirnar starfshóp til að koma með hugmyndir um hvernig draga megi úr skattsvikum. Þar er tekið á afar brýnum viðfangsefnum sem varða þjóðina alla, t.d. um milliverðlagningu móður- og dótturfélaga og útborgun launa inn á bankareikninga.

Skoðun
Fréttamynd

28 þúsund skoðuðu íslenska list

Tæplega 28 þúsund gestir lögðu leið sína í Listasafn Reykjavíkur í nýliðnum júnímánuði. Er þetta fjölgun um rúm 43% frá sama mánuði í fyrra, segir í tilkynningu frá Listasafninu.

Innlent
Fréttamynd

Bakaranemum fækkar og þeir fá ekki samning

Nemum í bakaraiðn hefur fækkað á síðustu árum. Ástæðan er einkum sú að erfitt getur reynst að komast á samning hjá meistara. Formaður Samiðnar segir fleiri námsgreinar glíma við vanda af svipuðu tagi.

Innlent
Fréttamynd

Refsa fyrst, spyrja svo?

Afleysingastúlka í Leikskólanum 101 náði haustið 2013 myndbandsbroti af starfssystur sinni "flengja“ stúlkubarn. Í stað þess að kvarta til yfirmanna á þessum 7 manna vinnustað var myndbandinu komið beint til Kastljóssins og nú gerðust hlutirnir hratt: Þessum 33 barna skóla var umsvifalaust lokað. Barnaverndarnefnd og Lögreglan í Reykjavík tóku yfir málið. Foreldrum var eðlilega brugðið.

Skoðun
Fréttamynd

Kjarasamningar í ferðaþjónustu

Í fjölmiðlum hafa birst fregnir af því að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu virði ekki kjarasamninga leiðsögumanna. Sum þessara mála hafa borist á borð þeirra stéttarfélaga sem í hlut eiga og verður auðvitað tekið á þeim. Auk þess má ætla að fjöldi "skuggamála“ sé nokkur, þ.e. mála, sem aldrei koma fram í dagsljósið vegna þess að launþegi þekkir ekki rétt sinn eða þorir ekki að biðja um aðstoð við leiðréttingu

Skoðun