Væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. júlí 2017 09:00 Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, en samkvæmt nýju virðismati telur IFS greining að gengi Vodafone verði komið í 81,1 krónu á hlut eftir tólf mánuði. Vísir/GVA IFS Greining væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 miðlum, samkvæmt nýju virðismati, og ráðleggur fjárfestum að kaupa hlutabréf í Vodafone. Greiningarfyrirtækið telur að virðismatsgengi bréfa í Vodafone sé 72,6 krónur á hlut og að gengið verði komið í 81,1 krónu á hlut eftir tólf mánuði. Gengi bréfanna stóð í 61,5 krónum á hlut þegar markaðir lokuðu í gær. Hækkuðu bréfin um rúm fjögur prósent í verði í viðskiptum gærdagsins, en rekja má hækkunina til umrædds virðismats IFS, sem Markaðurinn hefur undir höndum. Greiningarfyrirtækið gerir ráð fyrir að kaupin gangi snurðulaust fyrir sig á árinu og að samlegðaráhrifin komi fram eins og Vodafone gerir ráð fyrir í sínum bókum. IFS bendir á að tekjur sameinaðs félags séu áætlaðar um 22 milljarðar króna og að EBIDTA, þ.e. rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, verði um 4,5 milljarðar árið 2018 og 5 milljarðar árið 2019. Samkvæmt áætlunum stjórnenda Vodafone koma um níutíu prósent af samlegðaráhrifunum til vegna væntinga um lægri rekstrarkostnað og 600 milljóna króna sparnaðar í tæknimálum á ári. IFS telur forsendur fyrir því að samlegð náist með kaupunum, þar sem félögin séu ekki ólík í uppbyggingu. Telur IFS jafnframt að Vodafone geti notað sinn eigin viðskiptamannagrunn til krosssölu. Þó sé hætta á því að brottfall viðskiptavina aukist eftir sameininguna. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
IFS Greining væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 miðlum, samkvæmt nýju virðismati, og ráðleggur fjárfestum að kaupa hlutabréf í Vodafone. Greiningarfyrirtækið telur að virðismatsgengi bréfa í Vodafone sé 72,6 krónur á hlut og að gengið verði komið í 81,1 krónu á hlut eftir tólf mánuði. Gengi bréfanna stóð í 61,5 krónum á hlut þegar markaðir lokuðu í gær. Hækkuðu bréfin um rúm fjögur prósent í verði í viðskiptum gærdagsins, en rekja má hækkunina til umrædds virðismats IFS, sem Markaðurinn hefur undir höndum. Greiningarfyrirtækið gerir ráð fyrir að kaupin gangi snurðulaust fyrir sig á árinu og að samlegðaráhrifin komi fram eins og Vodafone gerir ráð fyrir í sínum bókum. IFS bendir á að tekjur sameinaðs félags séu áætlaðar um 22 milljarðar króna og að EBIDTA, þ.e. rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, verði um 4,5 milljarðar árið 2018 og 5 milljarðar árið 2019. Samkvæmt áætlunum stjórnenda Vodafone koma um níutíu prósent af samlegðaráhrifunum til vegna væntinga um lægri rekstrarkostnað og 600 milljóna króna sparnaðar í tæknimálum á ári. IFS telur forsendur fyrir því að samlegð náist með kaupunum, þar sem félögin séu ekki ólík í uppbyggingu. Telur IFS jafnframt að Vodafone geti notað sinn eigin viðskiptamannagrunn til krosssölu. Þó sé hætta á því að brottfall viðskiptavina aukist eftir sameininguna. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira