Kjarasamningar í ferðaþjónustu Indriði H. Þorláksson og Jakob S. Jónsson skrifar 3. júlí 2017 09:45 Í fjölmiðlum hafa birst fregnir af því að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu virði ekki kjarasamninga leiðsögumanna. Sum þessara mála hafa borist á borð þeirra stéttarfélaga sem í hlut eiga og verður auðvitað tekið á þeim. Auk þess má ætla að fjöldi „skuggamála“ sé nokkur, þ.e. mála, sem aldrei koma fram í dagsljósið vegna þess að launþegi þekkir ekki rétt sinn eða þorir ekki að biðja um aðstoð við leiðréttingu þegar á honum er brotið af ótta við viðbrögð vinnuveitanda. Þá eru dæmi þess að vinnuveitendur hafi beinlínis meinað launþegum að vera í réttu stéttarfélagi, enda er það áhrifamikil leið til að „deila og drottna“. Það er vont ef ástand á þessum vinnumarkaði er þannig að unnt sé að misbeita valdi og hunsa þá ábyrgð sem vinnuveitandi hefur á því að samningar séu virtir. Á þessu verða stéttarfélög að taka með ákveðni og afli. Vegna þessa viljum við undirritaðir koma eftirfarandi á framfæri, svo auðveldara verði fyrir vinnuveitendur leiðsögumanna að gera sér grein fyrir skyldum sínum í þessum efnum og leiðsögumönnum sé ljóst hver réttindi þeirra eru: Stéttarfélög eru samtök launamanna úr tilteknum starfsstéttum og eru þau stofnuð í þeim tilgangi að sjá um sameiginlega hagsmuni þeirra. Í því felst m.a. gerð kjarasamninga, sem er samkomulag um réttindi og skyldur starfsmanna og launagreiðenda. Kjarasamningur veitir báðum aðilum viss réttindi og leggur á þá gagnkvæmar skyldur, og þetta ber báðum aðilum að virða sem lágmarksréttindi. Meðal annars er það skylda fyrirtækja í ferðaþjónustu að greiða þeim sem hjá þeim starfa við leiðsögn ferðamanna að lágmarki skv. kjarasamningum Leiðsagnar – félags leiðsögumanna. Hluti af þessum skyldum launagreiðanda er að halda eftir af launum starfsmanna sinna iðgjaldi, félagsgjöldum og framlögum til samningsbundinna sjóða, og greiða það til viðkomandi stéttarfélags. Launamenn mega skv. ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi og ákvæðum laga 55/1980 standa utan stéttarfélaga, en þeim ber engu að síður skylda til að taka þátt í því kjarnahlutverki stéttarfélaganna að gera kjarasamninga sem ná til allra í viðkomandi starfsstétt. Það er því ekki hægt að velja sér stéttarfélag, eins og borið hefur við að gert er. Greiða ber iðgjöld til þess félags sem gerir kjarasamninga fyrir viðkomandi starfsgrein. Í samræmi við framangreint eiga allir launagreiðendur leiðsögumanna að greiða iðgjöld af launum þeirra til Leiðsagnar – félags leiðsögumanna. Öllum er frjálst að taka þátt í starfi síns stéttarfélags og vinna að bættum kjörum félagsmanna, og skulu allir hvattir til þess enda eflir það félagið að sem flestir taki þátt og hafi áhrif. Ferðaþjónusta á Íslandi er bæði ung og gömul atvinnugrein. Fyrstu sporin í þjónustu við ferðamenn voru tekin snemma í sögu okkar og þá hefði nú sennilega engan órað fyrir því að fjöldi ferðamanna í framtíðinni næmi margföldum fjölda þjóðarinnar sjálfrar. Þangað erum við þó engu að síður komin og þá ríður á að ferðaþjónustan sé fagmannleg og traust. Það er ekki viðunandi að kjarasamningar starfsfólks í stærstu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar séu virtir að vettugi og slegið sé af kröfum um faglega þjónustu. Metnaður ferðaþjónustunnar á m.a. að felast í að bera virðingu fyrir náttúru lands og menningu þjóðar og því fylgir að fara að lögum og kjarasamningum. Svo einfalt er það! Indriði H. Þorláksson er formaður Leiðsagnar - félagsleiðsögumanna.Jakob S. Jónsson er formaður kjaranefndar Leiðsagnar - félags leiðsögumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum hafa birst fregnir af því að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu virði ekki kjarasamninga leiðsögumanna. Sum þessara mála hafa borist á borð þeirra stéttarfélaga sem í hlut eiga og verður auðvitað tekið á þeim. Auk þess má ætla að fjöldi „skuggamála“ sé nokkur, þ.e. mála, sem aldrei koma fram í dagsljósið vegna þess að launþegi þekkir ekki rétt sinn eða þorir ekki að biðja um aðstoð við leiðréttingu þegar á honum er brotið af ótta við viðbrögð vinnuveitanda. Þá eru dæmi þess að vinnuveitendur hafi beinlínis meinað launþegum að vera í réttu stéttarfélagi, enda er það áhrifamikil leið til að „deila og drottna“. Það er vont ef ástand á þessum vinnumarkaði er þannig að unnt sé að misbeita valdi og hunsa þá ábyrgð sem vinnuveitandi hefur á því að samningar séu virtir. Á þessu verða stéttarfélög að taka með ákveðni og afli. Vegna þessa viljum við undirritaðir koma eftirfarandi á framfæri, svo auðveldara verði fyrir vinnuveitendur leiðsögumanna að gera sér grein fyrir skyldum sínum í þessum efnum og leiðsögumönnum sé ljóst hver réttindi þeirra eru: Stéttarfélög eru samtök launamanna úr tilteknum starfsstéttum og eru þau stofnuð í þeim tilgangi að sjá um sameiginlega hagsmuni þeirra. Í því felst m.a. gerð kjarasamninga, sem er samkomulag um réttindi og skyldur starfsmanna og launagreiðenda. Kjarasamningur veitir báðum aðilum viss réttindi og leggur á þá gagnkvæmar skyldur, og þetta ber báðum aðilum að virða sem lágmarksréttindi. Meðal annars er það skylda fyrirtækja í ferðaþjónustu að greiða þeim sem hjá þeim starfa við leiðsögn ferðamanna að lágmarki skv. kjarasamningum Leiðsagnar – félags leiðsögumanna. Hluti af þessum skyldum launagreiðanda er að halda eftir af launum starfsmanna sinna iðgjaldi, félagsgjöldum og framlögum til samningsbundinna sjóða, og greiða það til viðkomandi stéttarfélags. Launamenn mega skv. ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi og ákvæðum laga 55/1980 standa utan stéttarfélaga, en þeim ber engu að síður skylda til að taka þátt í því kjarnahlutverki stéttarfélaganna að gera kjarasamninga sem ná til allra í viðkomandi starfsstétt. Það er því ekki hægt að velja sér stéttarfélag, eins og borið hefur við að gert er. Greiða ber iðgjöld til þess félags sem gerir kjarasamninga fyrir viðkomandi starfsgrein. Í samræmi við framangreint eiga allir launagreiðendur leiðsögumanna að greiða iðgjöld af launum þeirra til Leiðsagnar – félags leiðsögumanna. Öllum er frjálst að taka þátt í starfi síns stéttarfélags og vinna að bættum kjörum félagsmanna, og skulu allir hvattir til þess enda eflir það félagið að sem flestir taki þátt og hafi áhrif. Ferðaþjónusta á Íslandi er bæði ung og gömul atvinnugrein. Fyrstu sporin í þjónustu við ferðamenn voru tekin snemma í sögu okkar og þá hefði nú sennilega engan órað fyrir því að fjöldi ferðamanna í framtíðinni næmi margföldum fjölda þjóðarinnar sjálfrar. Þangað erum við þó engu að síður komin og þá ríður á að ferðaþjónustan sé fagmannleg og traust. Það er ekki viðunandi að kjarasamningar starfsfólks í stærstu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar séu virtir að vettugi og slegið sé af kröfum um faglega þjónustu. Metnaður ferðaþjónustunnar á m.a. að felast í að bera virðingu fyrir náttúru lands og menningu þjóðar og því fylgir að fara að lögum og kjarasamningum. Svo einfalt er það! Indriði H. Þorláksson er formaður Leiðsagnar - félagsleiðsögumanna.Jakob S. Jónsson er formaður kjaranefndar Leiðsagnar - félags leiðsögumanna.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar