Gerum kröfu um styttri vinnuviku Guðríður Arnardóttir skrifar 5. júlí 2017 07:00 Íslendingar eru með fjórðu lengstu vinnuviku í Evrópu og hlutfall Íslendinga sem vinna meira en 50 stundir á viku er þriðja hæst í álfunni. Landsframleiðsla er hins vegar ekki í samræmi við lengd vinnuvikunnar sem þýðir að afköst haldast ekkert endilega í hendur við lengd vinnudags. Jákvæð áhrif styttri vinnuviku hafa verið skoðuð bæði hérlendis og erlendis. Reykjavíkurborg átti frumkvæði að tilraunaverkefni vorið 2015 þar sem vinnuvika á völdum vinnustöðum borgarinnar var stytt í 35 stundir. Niðurstöðurnar voru afgerandi þar sem andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mældist marktækt betri og meiri á „tilraunavinnustöðunum“ og um leið dró úr langtímaveikindum. Vinnuvikan var stytt úr 44 í 40 stundir með lögum árið 1971. Síðan þá hefur ekkert verið gert og allt of lítið rætt um frekari styttingu vinnuvikunnar. Nú, nærri hálfri öld síðar, þegar smjör virðist aftur farið að drjúpa af hverju strái er lag að stíga fleiri skref í átt til styttingar vinnuvikunnar, til dæmis úr 40 stundum í 35. Þjóð sem bryður þunglyndislyf í meiri mæli en aðrar þjóðir hefði örugglega gott af því að eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Kulnun í starfi og langtímaveikindi kosta samfélagið gríðarlegar fjárhæðir og yrði stytting vinnuvikunnar til þess að auka afköst og gleði þjóðarinnar eru fá rök sem mæla gegn henni. En það sem mestu máli skiptir varðar börnin okkar. Þau myndu svo sannarlega þiggja að komast fyrr heim úr skólanum og eyða meiri tíma með foreldrum sínum. Skóladagurinn í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskólans er yfirleitt allt of langur og brýnt að stytta hann. Launþegahreyfingin þarf að taka höndum saman og gera kröfu um styttri vinnuviku í komandi samningalotu. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna saman fyrir alla. Væri ekki gott að stimpla sig út klukkutíma fyrr alla daga og knúsa krakkana? Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru með fjórðu lengstu vinnuviku í Evrópu og hlutfall Íslendinga sem vinna meira en 50 stundir á viku er þriðja hæst í álfunni. Landsframleiðsla er hins vegar ekki í samræmi við lengd vinnuvikunnar sem þýðir að afköst haldast ekkert endilega í hendur við lengd vinnudags. Jákvæð áhrif styttri vinnuviku hafa verið skoðuð bæði hérlendis og erlendis. Reykjavíkurborg átti frumkvæði að tilraunaverkefni vorið 2015 þar sem vinnuvika á völdum vinnustöðum borgarinnar var stytt í 35 stundir. Niðurstöðurnar voru afgerandi þar sem andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mældist marktækt betri og meiri á „tilraunavinnustöðunum“ og um leið dró úr langtímaveikindum. Vinnuvikan var stytt úr 44 í 40 stundir með lögum árið 1971. Síðan þá hefur ekkert verið gert og allt of lítið rætt um frekari styttingu vinnuvikunnar. Nú, nærri hálfri öld síðar, þegar smjör virðist aftur farið að drjúpa af hverju strái er lag að stíga fleiri skref í átt til styttingar vinnuvikunnar, til dæmis úr 40 stundum í 35. Þjóð sem bryður þunglyndislyf í meiri mæli en aðrar þjóðir hefði örugglega gott af því að eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Kulnun í starfi og langtímaveikindi kosta samfélagið gríðarlegar fjárhæðir og yrði stytting vinnuvikunnar til þess að auka afköst og gleði þjóðarinnar eru fá rök sem mæla gegn henni. En það sem mestu máli skiptir varðar börnin okkar. Þau myndu svo sannarlega þiggja að komast fyrr heim úr skólanum og eyða meiri tíma með foreldrum sínum. Skóladagurinn í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskólans er yfirleitt allt of langur og brýnt að stytta hann. Launþegahreyfingin þarf að taka höndum saman og gera kröfu um styttri vinnuviku í komandi samningalotu. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna saman fyrir alla. Væri ekki gott að stimpla sig út klukkutíma fyrr alla daga og knúsa krakkana? Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun