Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Lækkun launa afvopni ekki stéttarfélög

Forseti ASÍ segir að það sé ekki í andstöðu við hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að krefjast launalækkunar tiltekins hóps. Verkalýðsforingi gagnrýnir ASÍ. Telur frekar eiga að krefjast sambærilegrar hækkunar.

Innlent
Fréttamynd

Ótti við gegnsæi ríkur innan stjórnmálanna

Formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að kerfið og stjórnmálamenn eigi að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki, til að sýna fram á að viðkomandi hagi starfi sínu í þágu almennings.

Innlent
Fréttamynd

Boða eftirlit með sífrera í Strandartindi

Mikilvægt er að fylgjast með útbreiðslu og ástandi sífrera í íslensku fjalllendi að mati sérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Merki um þiðnun sökum hlýnandi loftslags. Hefur sérstakar áhyggjur af þekktu skriðusvæði í Strandartind.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að próf heyri sögunni til

Flow Education er sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í menntatækni. Þar er unnið að þróun á nýju einstaklingsmiðuðu námskerfi þar sem börnum er kennd stærðfræði á skemmri tíma en áður og þeim gert kleift að læra á sínum hraða.

Lífið
Fréttamynd

Betra hundalíf Jónasar eftir vítaverða meðferð

Fyrir rúmlega hálfu ári var hundur tekinn af eiganda sínum vegna vanrækslu og komið í fóstur hjá Dýrahjálp Íslands. Honum var hætta búin vegna ofþyngdar en er öllu léttari í dag. Stundar vatnsleikfimi og fer í göngur með fósturpabba.

Innlent
Fréttamynd

Tæplega þúsund skjálftar á dag

Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Tveimur of mikið

Fangi á Kvíabryggju féll fyrir eigin hendi í vikunni. Þetta er í annað skipti á innan við ári, sem slíkt gerist í fangelsum landsins. Þetta er tveimur of mikið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslenski þverhausinn

Ég er mjög ánægður með það að vera Íslendingur. Ég er bara þokkalega sáttur við að tilheyra þessum flokki eyjarskeggja sem göslast hér um í gnauðandi vindi, kýlir á alls konar óyfirstíganleg verkefni, segir hvert öðru kaldlynda brandara og kann þá list að tala á innsoginu sem fáar aðrar þjóðir kunna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leyfir sér ekki að gefast upp

Sjónvarpsserían Fangar hlaut flestar tilnefningar til Eddunnar í ár. Einn af mönnunum á bak við tjöldin er Davíð Óskar Ólafsson framleiðandi sem er með puttana í nær öllu ferli þáttanna.

Lífið
Fréttamynd

Hélt ég myndi deyja úr sorg

Þórunn Erna Clausen var hætt komin þegar hún fékk blóðtappa við heila 17. júní 2009. Átján mánuðum síðar lést eiginmaður hennar snögglega þegar æðagúlpur við heila sprakk. Þessi átakanlega lífsreynsla hefur kennt Þórunni að lífið er ekki sjálfgefið. Í dag er hún heilbrigð og nýtur lífsins.

Lífið
Fréttamynd

Siðanefnd Alþingis aldrei kölluð til

Siðanefnd Alþingis hefur ekki verið kölluð saman vegna aksturs þingmanna. Tölur frá Alþingi sýna að þingið hefði sparað milljónir ef farið hefði verið að reglum og tilmælum þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Óeining um hvort lækka eigi laun

Starfshópur um málefni kjararáðs skilaði af sér skýrslu í gær þar sem meðal annars kom fram að hópurinn teldi ekki að lækka ætti laun þeirra sem heyra undir kjara­ráð.

Innlent
Fréttamynd

Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi

Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot

Innlent
Fréttamynd

Sif telur ráðherrann sinn ekki vanhæfan

Umhverfisráðherra hefur til meðferðar mál um friðun jarðar í eigu Sifjar Konráðsdóttur, aðstoðarmanns síns. Friðunin gæti komið í veg fyrir lagningu Blöndulínu 3. Sif og maður hennar hafa barist gegn lagningu línunnar, en hún telur

Innlent
Fréttamynd

Úrskurður í dag um vanhæfi Arnfríðar

Úrskurður verður kveðinn upp í Landsrétti í dag, um þá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti í máli sem áfrýjað hefur verið til réttarins.

Innlent
Fréttamynd

Ljótar og skrýtnar kartöflur fá nýtt líf

Viðar Reynisson gefur ljótum og skrýtnum kartöflum nýtt líf með því að framleiða kartöfluflögur. Flögurnar eru gerðar úr kartöflum sem hefðu annars endað í ruslinu vegna útlitsgalla eða stærðar.

Lífið
Fréttamynd

Gegnsætt fjaðurmagnað og flögrandi í sumar

Frá því í haust hefur það verið í deiglunni hvað verður raunverulega það heitasta eða svalasta að klæðast í sumar. Nú eru tískulínur teknar að skýrast og nokkrir þræðir virðast ætla að vera gegnumgangandi þegar sól hækkar á lofti.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ekkert smámál

Árið 2009 skók einn stærsti pólitíski skandall síðari tíma breskt stjórnmálalíf. Málið varðaði reikninga og kostnað sem þingmenn höfðu látið skattgreiðendur greiða án þess að fótur væri fyrir því. Sum mál vöktu meiri athygli en önnur, til dæmis sú staðreynd að einn þingmanna hafði látið skattgreiðendur standa straum af kostnaði við þrifnað á síki á landareign sinni. Annar hafði sent þinginu reikning fyrir fuglaathvarf sem hann hafði látið byggja á lóð sinni.

Skoðun
Fréttamynd

For­setarnir minnast Hin­riks prins af hlý­hug

Fyrrverandi forsetar Íslands minnast samskipta sinna við Hinrik drottningarmann. Vigdís Finnbogadóttir segir Hinrik hafa verið hlýjan og viðræðugóðan mann. Ólafur Ragnar Grímsson segir honum hafa þótt vænt um Íslendinga.

Innlent