Strætó setur nærri 900 milljónir í rafmagnsvagna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 06:00 Með því að skipta út fjórtán dísilvögnum fyrir rafmagnsvagna sparast 1.750 tonn af útblæstri gróðurhúsalofttegunda á ári. Fréttablaðið/Ernir „Ég myndi ekki segja að þetta væri mikil áhætta en þetta er öðruvísi tækni og við munum lenda í byrjunarörðugleikum, það væri barnaskapur að halda öðru fram,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Stjórn Strætó hefur samþykkt að kaupa fimm nýja rafmagnsstrætisvagna í flota fyrirtækisins til viðbótar við þá níu sem Strætó hefur þegar keypt og eru væntanlegir til landsins. Fjórtán rafmagnsvagnar ættu því að verða komnir í notkun á árinu. Kaupverð hvers hinna nýju vagna er um 56-58 milljónum króna að sögn Jóhannesar. Strætó efndi nýverið til örútboðs vegna endurnýjunar á hluta vagnflotans en þar átti Yutong Eurobus ehf. lægsta boð.Sjá einnig: Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína Í ársbyrjun 2017 tilkynnti Strætó að keyptir hefðu verið níu rafmagnsvagnar á um 66 milljónir króna stykkið en afhending þeirra hefur tafist verulega.Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.Fyrst og fremst vegna þess að kínverski framleiðandinn þurfti að styrkja burðarvirki þeirra til að takast á við hraðahindranir á höfuðborgarsvæðinu. Jóhannes segir að þá vera búna að leysa það vandamál og allir vagnarnir eigi að þola íslenskar aðstæður. Fjórir af þeim níu vögnum sem keyptir voru í fyrra eru nú á leið til landsins. Kaupverð rafvagnanna fjórtán nemur alls um 880 milljónum króna. Aðspurður hvort ekki sé áhætta falin í því að bæta við fimm rafmagnsvögnum þegar engin reynsla sé komin á vagnana sem enn hafa skilað sér segir Jóhannes að hún sé hverfandi. „Raforkan hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarið. En við höfum enga reynslu af rekstrinum svo við gerum alveg ráð fyrir byrjunarörðugleikum, en engum stórvægilegum. Við vitum að vagnarnir geta gengið svo þetta er bara spurning um skipulagningu á hleðslu og hvernig vetrarveðrið fer í þessa vagna.“ Uppgefin drægni vagnanna er 350 kílómetrar og segir Jóhannes að raundrægni vagnanna eigi að duga án hleðslu. Strætó mun með fjölgun vagna þurfa að bæta við hleðslustöðvum sem framkvæmdastjórinn segir nú til skoðunar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína "Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið. 20. janúar 2018 07:00 Reykvískar hraðahindranir í vegi rafmagnsvagna Strætó Afhending rafmagnsstrætisvagna hefur dregist og óljóst hvenær Strætó fær fjóra fyrstu vagnana frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong. Tafirnar má rekja til styrkinga sem gera þurfti á vögnunum til að ráða við hraðahindranirnar í Reykjavík. 26. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
„Ég myndi ekki segja að þetta væri mikil áhætta en þetta er öðruvísi tækni og við munum lenda í byrjunarörðugleikum, það væri barnaskapur að halda öðru fram,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Stjórn Strætó hefur samþykkt að kaupa fimm nýja rafmagnsstrætisvagna í flota fyrirtækisins til viðbótar við þá níu sem Strætó hefur þegar keypt og eru væntanlegir til landsins. Fjórtán rafmagnsvagnar ættu því að verða komnir í notkun á árinu. Kaupverð hvers hinna nýju vagna er um 56-58 milljónum króna að sögn Jóhannesar. Strætó efndi nýverið til örútboðs vegna endurnýjunar á hluta vagnflotans en þar átti Yutong Eurobus ehf. lægsta boð.Sjá einnig: Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína Í ársbyrjun 2017 tilkynnti Strætó að keyptir hefðu verið níu rafmagnsvagnar á um 66 milljónir króna stykkið en afhending þeirra hefur tafist verulega.Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.Fyrst og fremst vegna þess að kínverski framleiðandinn þurfti að styrkja burðarvirki þeirra til að takast á við hraðahindranir á höfuðborgarsvæðinu. Jóhannes segir að þá vera búna að leysa það vandamál og allir vagnarnir eigi að þola íslenskar aðstæður. Fjórir af þeim níu vögnum sem keyptir voru í fyrra eru nú á leið til landsins. Kaupverð rafvagnanna fjórtán nemur alls um 880 milljónum króna. Aðspurður hvort ekki sé áhætta falin í því að bæta við fimm rafmagnsvögnum þegar engin reynsla sé komin á vagnana sem enn hafa skilað sér segir Jóhannes að hún sé hverfandi. „Raforkan hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarið. En við höfum enga reynslu af rekstrinum svo við gerum alveg ráð fyrir byrjunarörðugleikum, en engum stórvægilegum. Við vitum að vagnarnir geta gengið svo þetta er bara spurning um skipulagningu á hleðslu og hvernig vetrarveðrið fer í þessa vagna.“ Uppgefin drægni vagnanna er 350 kílómetrar og segir Jóhannes að raundrægni vagnanna eigi að duga án hleðslu. Strætó mun með fjölgun vagna þurfa að bæta við hleðslustöðvum sem framkvæmdastjórinn segir nú til skoðunar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína "Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið. 20. janúar 2018 07:00 Reykvískar hraðahindranir í vegi rafmagnsvagna Strætó Afhending rafmagnsstrætisvagna hefur dregist og óljóst hvenær Strætó fær fjóra fyrstu vagnana frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong. Tafirnar má rekja til styrkinga sem gera þurfti á vögnunum til að ráða við hraðahindranirnar í Reykjavík. 26. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína "Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið. 20. janúar 2018 07:00
Reykvískar hraðahindranir í vegi rafmagnsvagna Strætó Afhending rafmagnsstrætisvagna hefur dregist og óljóst hvenær Strætó fær fjóra fyrstu vagnana frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong. Tafirnar má rekja til styrkinga sem gera þurfti á vögnunum til að ráða við hraðahindranirnar í Reykjavík. 26. ágúst 2017 06:00