Kjaradeila í Straumsvík

Fréttamynd

Gæti orðið láglaunasvæði með tímanum

Þungt hljóð er í starfsmönnum álversins í Straumsvík. Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar segir þeim blæða fyrir harða afstöðu forsvarsmanna ÍSAL um að hverfa ekki frá kröfunni um að bjóða fleiri störf út til verktöku. Starfsmennirnir íhuga næstu skref en til greina kemur að grípa til útflutningsbanns.

Innlent
Fréttamynd

Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð

Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Alcan sagt vilja losna við raforkukaup

Fundi fulltrúa starfsmanna álversins í Straumsvík með fulltrúum fyrirtækisins hjá ríkissáttasemjara var slitið í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Byrjað verður að loka álverinu að óbreyttu.

Innlent
Fréttamynd

Landsvirkjun hljóð og minnir á samninginn

Forsvarsmenn Landsvirkjunar neita að tjá sig um kjaradeiluna í Straumsvík og samning um raforkukaup við Rio Tinto Alcan fari svo að álverið verði aflagt. Endurnýjaður samningur um orkukaup var undirritaður fyrir tæpu ári.

Innlent
Fréttamynd

Búa sig undir að slökkva á Straumsvík

Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku.

Innlent