
Óeðlilegt að lögreglan hafi algjörlega frjálsar hendur í lýðræðisríki
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, furðar sig á því að Landsréttur hafi ekki tekið efnislega afstöðu í máli sínu gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

„Er ekki einhver með allt niðrum sig í þessum málum?“
Fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir heiðarlega lögreglumenn og almenning árum saman hafa bent á tiltekinn Íslending sem auðgast hefur gífurlega án þess að sýna skýranlega afkomu.

Svipti sig lífi eftir vitnisburð um greiðslu undirheimamanns til lögreglufulltrúa
Þrítugur karlmaður sem tjáði lögreglumönnum að hann hefði orðið vitni að óeðlilegum samskiptum undirheimamanns og lögreglufulltrúa fór með þær upplýsingar til lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumennirnir mátu frásögn hans trúverðuga og fóru á fund yfirmanns fíkniefnadeildar. Viðbrögð hans voru að bera ásakanirnar beint upp á lögreglufulltrúann án þess að taka þær fyrst til skoðunar. Karlmaðurinn þrítugi svipti sig lífi skömmu síðar.

„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ einnig upplýsingagjafi um árabil
Rúmlega fertugur karlmaður sem rannsóknarlögreglumenn grunar að hafi verið stórtækur í fíkniefnaheiminum í vel á annan áratug, var einn helsti upplýsingagjafi lögreglu um árabil. Þetta kemur fram í rannsóknargögnum lögreglu sem lekið var á netið og til fjölmiðla á föstudag. Einn lögreglumaður segir upplýsingagjafann „langstærsta fíkniefnabaróninn á Íslandi“.

Jens fær ekki að áfrýja dómi um spillingu í starfi
Hæstiréttur hafnaði fyrir helgi beiðni Jens Gunnarssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um áfrýjunarleyfi.

Fimmtán mánaða fangelsisdómur staðfestur yfir rannsóknarlögreglumanni
Landsréttur staðfesti í dag fimmtán mánaða fangelsisdóm yfir Jens Gunnarssyni, rannsóknarlögreglumanni hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglustjóri vó að æru og persónu Aldísar sem fær miskabætur
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra að færa hana til í starfi.

Jón Óttar mágurinn sem afhenti upptökuna í spillingarmálinu sögulega
Pétur Axel Pétursson fékk Jóni Óttari Ólafssyni, mági sínum, upptöku af samtali þeirra Jens Gunnarssonar rannsóknarlögreglumanns til vörslu. Jón Óttar afhenti ríkissaksóknara upptökuna.

Jens fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm
Jens Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður og Pétur Axel Pétursson, góðkunningi lögreglunnar, fengu fangelsisdóm fyrir spillingarmál fíkniefnadeildar lögreglu við undirheimana.

Upptakan sem allt snýst um en enginn áttar sig á
Rannsóknarlögreglumaður og aðili sem grunaður er um tengsl við fíkniefnaheiminn bíða þess að tekin verði ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra.

Ásakanirnar sneru að peningagreiðslum til lögreglufulltrúans
Frásögn vitnis barst inn á borð yfirmanns fíkniefnadeildar, Karls Steinars Valssonar, sem skoðaði málið sjálfur og taldi ekkert hæft í "sögusögnunum“. Fjórum árum síðar fengu starfsmenn fíkniefnadeildar nóg.

Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna
Grímur Grímsson steig til hliðar við rannsókn á lögreglufulltrúa eftir athugasemdir lögreglumanna sem höfðu áhyggjur af hlutleysi við skýrslutökur.

Rannsakar fyrrverandi undirmann
Vararíkissaksóknari segir rannsóknir á lögreglumönnum erfiðar, ekki aðeins vegna mögulegs vanhæfis heldur séu menn settir í óþægilega stöðu.

Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu
Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar.

Varaður við húsleit hjá sér af lögreglufulltrúa
Einstaklingur ótengdur lögreglunni hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn á spillingu innan lögreglunnar.

Eftirlit með lögreglu: Deilt um hvort tillögur um eftirlitsnefnd gangi nógu langt
„Það nægir ekki að eftirlit með lögreglu líti vel út, það verður líka að virka,“ segir formaður nefndarinnar sem skilaði tillögunum.

Hollenska konan fékk átta ára dóm í Hæstarétti
Einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar lauk í dag þegar Mirjam Foekje van Twuijver frá Hollandi hlaut átta ára dóm í Hæstarétti og Atli Freyr Fjölnisson fjögurra ára dóm.

Peð nýkomið af geðdeild sem höfuðpaurar fórnuðu
Bjarni Hauksson, nýskipaður verjandi Atla Freys Fjölnissonar, telur eðlilegt að milda dóm skjólstæðings síns úr fimm árum í tvö. Ásetningur sé með minnsta móti og fordæmi sem kalli á vægari dóm.

Vill að Hæstiréttur nýti tækifærið og hvetji burðardýr til samvinnu með lögreglu
Björgvin Jónsson, verjandi Mirjam Foekje van Twuijver, telur fulla ástæðu til að milda ellefu ára dóm sem hún hlaut í héraði fyrir innflutning á um 20 kílóum af fíkniefnum í apríl í fyrra.

Krefst þess að dómurinn yfir Mirjam verði staðfestur
Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fer fram á að ellefu ára dómur yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver úr héraði verði staðfestur.