Fréttir

Fréttamynd

Íkveikjumál erfiðari öðrum

Lögreglan í Reykjavík leitar brennuvargs, eða -vargar, eftir að kveikt var í fjórum sinnu um helgina, þar af tvisvar á sama stað með sólarhrings millibili. Íkveikjumál eru þó þung í rannsókn og nokkur stór sem upp hafa komið síðustu ár ennþá óupplýst.

Innlent
Fréttamynd

Fimm tonn af kókaíni haldlögð

Lögreglan í Hollandi lagði hald á tæp fimm tonn af kókaíni sem fundust í skipi í Rotterdam í síðasta mánuði. Söluverðmæti efnisins er áætlað um 220 milljónir evra eða sem nemur um 18 milljörðum íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Leggur fram sameiningartillögu

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, mun á fundi borgarstjórnar á morgun leggja fram tillögu um að Reykjavíkurborg verði falið að leita eftir viðræðum við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðisins um sameiningu.

Innlent
Fréttamynd

Samkomulag um innflutning á fötum

Kína og Evrópusambandið hafa loks náð tímabundnu samkomulagi um innflutning á fötum og öðrum vefnaðarvörum. Fatnaður saumaður í Kína hefur hlaðist upp í tonnatali í höfnum Evrópu, þar sem innflutningskvótar fyrir árið 2005 voru orðnir fullnýttir.

Erlent
Fréttamynd

Harðar deilur í sjónvarpskappræðum

Hart var deilt þegar Angela Merkel, kanslaraefni Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hittust í 90 mínútna löngum sjónvarpskappræðum í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Sextíu lík fundin

Búið er að finna 60 lík í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrín fór þar yfir á mánudag. Eru þetta fyrstu opinberu tölurnar um látna í borginni en talið er að aðeins sé um að ræða lítinn hluta þeirra sem létu lífið í náttúruhamförunum.

Erlent
Fréttamynd

Verður einn daginn satt og rétt

Gísli Marteinn Baldursson, segir ekkert óheiðarlegt hafa legið að baki þegar hann sagðist hafa lokið BA- gráðu í stjórnmálafræði eins og kemur fram í Samtíðarmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Vill að læknar reki sjúkrahús

Spítali sem rekinn er af læknum myndi skapa faglega samkeppni, bætta þjónustu við sjúklinga og aukið starfsöryggi lækna. Þetta segir Tómas Helgason prófessor, sem vill sjá slíkan spítala. Framkvæmdastjóri lækninga LSH er ósammála. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fimmtán lifðu af flugslys

Þota í innanlandsflugi hrapaði niður í íbúðahverfi í Indónesíu aðeins fáeinum sekúndum eftir flugtak með þeim afleiðingum að í það minnsta 131 létust, margir þeirra voru á jörðu niðri. Fimmtán farþegar lifðu flugslysið af og sátu þeir allir aftast í vélinni.

Erlent
Fréttamynd

Rannsókn á Beslan

Rússneskir saksóknarar fóru til Beslan í gær eftir að Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði rannsókn á öllum þáttum gíslatökumálsins í barnaskólanum í Beslan sem átti sér stað fyrir ári er alls 331 létu lífið, flest börn.

Erlent
Fréttamynd

Verkamannaflokkurinn tapar fylgi

Norski Verkamannaflokkurinn, undir forystu Jens Stoltenberg, tapar örlitlu fylgi í nýrri skoðanakönnun norska dagblaðsins og ríkisútvarpsins NRK, en um þriðjungur Norðmanna segist ætla að kjósa flokkinn í þingkosningunum sem fram fara í Noregi 12. september næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Efnahagsleg áhrif um allan heim

Afleiðingar fellibyljarins Katrínar á Mexíkóflóa munu ná um allan heim á næsta ári að því er hagfræðingar hafa bent á. Ástæðurnar eru þær að hækkandi olíuverð hefur áhrif á efnhahagskerfi um allan heim.

Erlent
Fréttamynd

Bensínskortur í Írak

Stjórnvöld í Írak hafa ákveðið að takmarka umferð í Bagdad og nágrenni vegna skorts á bensíni. Þannig munu bifreiðar með númer, sem enda á sléttri tölu, fá að aka þar um annan hvern dag og hinir með oddatölu aðra daga. Írak er þriðja mesta olíuframleiðsluríki heims, en annar ekki eftirspurn á heimamarkaði meðal annars vegna þess að olíuhreinsunarstöðvar virka ekki sem skyldi.

Erlent
Fréttamynd

Nýr forseti hæstréttar BNA

George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt John Roberts sem nýjan forseta Hæstaréttar. Roberts tekur við af William H. Rehnquist sem lést fyrir skömmu.

Erlent
Fréttamynd

Heilsuverndarstöðin sett í sölu

Ráðgert er að auglýsa gömlu Heilsuverndarstöðina til sölu innan tveggja vikna. Forstjóri Heilsugæslunnar, sem þar er til húsa, telur meira liggja á að finna húsnæði fyrir miðstöð heimahjúkrunar sem þarf að flytja fyrir vorið. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Átök um lóðir við Úlfarsfell

Reykjavíkurborg undirbýr að fullum krafti 450 sérbýlis- og fjölbýlishúsalóðir undir Úlfarsfelli fyrir næst áramót. "Borgin kemur þarna til móts við óskir borgarbúa um aukið lóðaframboð," segir Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi R-listans.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í blaðabunka á Selfossi

Kveikt var í blaðabunka við aðalinngang Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í nótt. Lögreglan fór þegar á vettvang og slökkti eldinn með slökkvitæki. Að sögn lögreglunnar á Selfossi hafði verið kveikt í tímaritabunka sem hafði væntanlega verið borinn út í skólann um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Ísland á eftir í verknámi

Ísland er í hópi ríkja á borð við Eistland, Grikkland, Ítalíu og Portúgal, þar sem hærra hlutfall nemenda á framhaldsskólastigi er í almennu bóknámi en í verknámi. Þetta kemur fram í ritinu <i>Lykiltölur í menntun í Evrópu 2005</i> sem Evrópusambandið gefur út.

Innlent
Fréttamynd

Nokkrir komust lífs af á Súmötru

Fyrir stundu kom í ljós að nokkrir komust lífs af þegar Boeing 737-200 farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í norðurhluta Súmötru á Indónesíu í morgun, en hundrað og tólf farþegar voru um borð í vélinni og fimm manna áhöfn. Enn er ekki vitað hvað olli flugslysinu.

Erlent
Fréttamynd

Haraldur konungur til Washington

Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning munu fara í opinbera heimsókn til Washington í næstu viku. Mun konungurinn afhjúpa styttu af látinni móður sinni, Mörtu krónprinsessu.

Erlent
Fréttamynd

Tony Blair heimsækir Kína

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hitti Hu Jintao, forseta Kína í morgun en Blair er í fjögurra daga heimsókn í Kína til að styrkja viðskiptasamband Kína og Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Ákveða örlög Arroyo

Stjórnarandstaðan í Filippseyjum varaði við því á þinginu í gær að frávísun á máli Arroyo forseta myndi leiða til þess að ókyrrðin og upplausin sem ríkt hefur í þann mánuð sem mál hennar hefur staðið yfir myndi versna til muna.

Erlent
Fréttamynd

Aparáðstefna í Kongó

Alþjóðleg ráðstefna til bjargar mannöpum hófst í Kongó í gær. Vonast var til að hægt væri að komast að samkomulagi um alþjóðlega áætlun sem stuðlar að verndun þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Grunur um íkveikju

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í höfuðborginni í gær og aðfaranótt sunnudags. Eldur kviknaði fyrst í Melabúðinni og nokkrum klukkustundum síðar í iðnaðarhúsnæði við Fiskislóð, þar sem brotist hafði verið inn.

Innlent
Fréttamynd

Harkalega ádrepa á ríkisstjórnina

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir ríkisstjórnarflokkunum ekki hafa verið greidd atkvæði með því markmiði að þeir rústuðu atvinnulíf í heilum landshlutum eins og þeir hafi gert.

Innlent
Fréttamynd

Grunað par vill lögfræðiaðstoð

Parið sem grunað er um að hafa myrt athafnamanninn Gísla Þorkelsson í Suður-Afríku, Desireé Oberholzer 43 ára og Willi Theron 28 ára, hefur lagt fram beiðni um að fá lögfræðiaðstoð. Þau voru leidd fyrir dómara í gær, en að sögn Andys Pieke talsmanns lögreglu í Boksburg í Suður-Afríku gerðist ekki annað en málinu var frestað um sinn. 

Innlent
Fréttamynd

Skerpt á reglum

Landlæknir hefur skerpt á reglum sjúkrahúsa um að tilkynna óvænt dauðsföll til lögreglunnar. Það var gert í kjölfar þess að barn dó eftir legvatnsástungu á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Nýr forseti hæstaréttar í BNA

George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í dag John Roberts sem forseta hæstaréttar Bandaríkjanna í stað Williams H. Rehnquists, sem lést síðastliðinn laugardag. Skýrði Bush frá tilefningunni í Hvíta húsinu áður en hann fór til hamfarasvæðanna í Mississippi og Louisiana og hvatti Bandaríkjaþing til að staðfesta tilnefninguna fljótt og vel en réttarhléi lýkur 3. október.

Erlent
Fréttamynd

Rútuslys í Ástralíu

Að minnsta kosti tveir létust og 25 slösuðust alvarlega þegar rúta með ferðamenn frá Asíu innanborðs fór út af veginum og hrapaði um 10 metra niður gil um 100 kílómetra suður af Sydney í Ástralíu í nótt. Um 40 farþegar voru í rútunni. 15 sjúkrabílar og 5 þyrlur unnu að björgunarstörfum og fluttu fólk á sjúkarhús. Ekki er vitað hvers vegna slysið varð.

Erlent