Fréttir

Fréttamynd

Flestir búa sig undir að snúa heim

Flestir þeirra þriggja milljóna manna sem flúðu heimili sín í Texas og Louisiana vegna fellibylsins Rítu á laugardag búa sig nú undir að snúa aftur til síns heima. Tvö dauðsföll eru rakin til fellibylsins, en hundruð þúsunda heimila og fyrirtækja eru án rafmagns á svæðunum.

Erlent
Fréttamynd

Réttarhöldin sögð vafasöm

Þrír sakborningar í dómsmáli vegna uppþotanna í Úsbekistan í maí viðurkenndu í gær að hafa fengið þjálfun í búðum herskárra múslima í nágrannaríkinu Kirgistan. Þá segja vitni að Bandaríkjamenn hafi styrkt uppreisnarmennina.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast bæði sýknu af húsbroti

Arna Ösp Magnúsardóttir sem ákærð er fyrir eignaspjöll og húsbrot á hótel Nordica í sumar þar sem skvett var grænu skyri á gesti álráðstefnu breytti í gær afstöðu sinni til ákærunnar um húsbrotið. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórn Póllands kolfallin

Ríkisstjórn Mareks Belka, forsætisráðherra Póllands, kolféll í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Miðflokkur og hægriflokkur, sem hafa boðað samstarf eftir kosningarnar, fengu meirihluta atkvæða.

Erlent
Fréttamynd

Engar fregnir af manntjóni

Hundruð þúsunda heimila og fyrirtækja eru án rafmagns eftir að fellibylurinn Ríta gekk yfir Texas og Louisiana í Bandaríkjunum á laugardaginn. Ekki hafa borist fregnir af manntjóni vegna veðurofsans.

Erlent
Fréttamynd

Gleymdi potti á eldavél

Mikill reykur gaus upp úr potti sem gleymst hafði á logandi eldavél í sambýlishúsi á Akranesi í gærkvöldi, en með snarræði tókst húsráðanda að ná pottinum af eldavélinni áður en eldur kviknaði út frá honum. Slökkviliðið kom á vettvang og reykræsti íbúðina, en nokkurt tjón hlaust af reyknum.

Innlent
Fréttamynd

Lýst eftir 17 ára stúlku

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir eftir Söndru Baldursdóttur, til heimilis að Blöndubakka í Reykjavík. Sandra er fædd árið 1988. Hún er um einn og sextíu á hæð, ljóshærð með axlarsítt hár, er brúneygð og grannvaxin. Ekkert hefur spurst til Söndru síðan 10. september.

Innlent
Fréttamynd

Taka 70 töflur af parkódíni á dag

Neysla parkódíns hér á landi er margfalt meiri en í Danmörku. Lyfin verða tekin úr lausasölu hér vegna misnotkunar. Fleiri og fleiri leita sér aðstoðar vegna lyfjaneyslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Gekk út vegna hljóðnemavandræða

Forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, gekk út af fundi sem haldinn var vegna yfirlýsingar fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Benjamins Netanyahus, um að Sharon hefði svikið flokk sinn, Likud-flokkinn, og Ísraelsmenn alla þegar hann ákvað að rýma Gasasvæðið fyrir Palestínumenn.

Erlent
Fréttamynd

Sheehan handtekin

Cindy Sheehan, móðir bandarísks hermanns sem féll í átökum í Írak á síðasta ári, var handtekin í gær fyrir utan Hvíta húsið í Washington þar sem hún stóð fyrir mótmælum.

Erlent
Fréttamynd

Genabanki býður prinsessubaun

Ef Margréti Danadrottingu skyldi vanta baun undir krónprinsessuna dönsku, Mary Donaldson, þá getur hún snúið sér til framkvæmdastjóra Norræna genabankans. Hann býður fram þessa aðstoð sína í grein í dagblaðinu <em>Jyllands Posten</em> í dag.

Erlent
Fréttamynd

Þrjú flugslys um helgina

Þrír fórust í þremur flugslysum um helgina en flugslys hafa verið tíð að undanförnu í heiminum. Tvö af flugslysunum áttu sér stað í Slóvakíu en það þriðja í Ungverjalandi. Ekki er vitað um ástæður slysanna en verið er að rannsaka tildrög þeirra. Eins og fyrr segir hafa flugslys verið tíð að undanförnu en á síðustu þremur mánuðum hafa sex farþegavélar farist.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnin líklega fallin í Póllandi

Allt bendir til þess að ríkisstjórn Mareks Belka, forsætisráðherra Póllands, sé fallin og tveir mið- og hægriflokkar, sem hafa boðað samstarf eftir kosningarnar í gær, hafi fengið meirihluta atkvæða. Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi flokksins Laga og réttlætis, hefur þegar lýst yfir sigri.

Erlent
Fréttamynd

Hafi sent gögn til Styrmis

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari sem var lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers, sendi gögn skjólstæðings síns til Styrmis Gunnarssonar ritsjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram í <em>Fréttablaðinu</em> í dag.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst um fjölda dómara

Ekki liggur fyrir hverjir eða hversu margir munu skipa Hæstarétt þegar hann tekur afstöðu til úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í Baugsmálinu.

Innlent
Fréttamynd

Skyrslettumálið tekið fyrir

Fyrirtaka var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þeirra Ólafs Páls Sigurðssonar og Örnu Aspar Magnúsdóttir sem ákærð eru fyrir stórfelld eignaspjöll og húsbrot þegar þau slettu skyri á ráðstefnugesti á Hótel Nordica í sumar.

Innlent
Fréttamynd

ETA grunuð um bílsprengingu

Bílsprengja sprakk á iðnarsvæði í Avila-héraði á Norður-Spáni í gærkvöld. Enginn særðist í sprengingunni en viðvörun barst tveimur dagblöðum um hálftíma áður en sprengingin átti sér stað. Talið er að ETA, hin herskáu aðskilnaðarsamtök Baska, hafi staðið fyrir ódæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Ökumenn í vandræðum

Fjöldi ökumanna á vegum norðanlands hefur lent í vandræðum frá því í gærkvöldi vegna hálku á þjóðvegum. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki er glærahálka og hafa bílar verið að fljúga út af. Þá hefur snjóað mikið og er nú tíu til fimmtán sentímetra jafnfallinn snjór í Skagafirði.

Innlent
Fréttamynd

Eldur varð laus í Grafarholti

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna elds í timbri og plastgeymum við byggingarsvæði í Grafarholti. Mikinn svartan reyk lagði frá eldinum og höfðu íbúar í nágrenninu áður reynt að slökkva hann en án árangurs. 

Innlent
Fréttamynd

Nýr sýslumaður á Seyðisfirði

Lárus Bjarnason lætur af embætti sýslumanns á Seyðisfirði í næsta mánuði og tekur hann við starfi hjá Tollstjóraembættinu í Reykjavík. Ástríður Grímsdóttir, sýslumaður í Ólafsfirði, verður sett í embætti sýslumanns á Seyðisfirði í stað Lárusar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki svona hvítt í áratugi

Snjórinn þykir koma heldur snemma í ár en vetrarfærð er víða á norðanverðu landinu og flestir ökumenn enn á sumardekkjunum. Slæmt veðurfar hefur eflaust einnig haft áhrif á smölun og réttir á mörgum stöðum. Sigtryggur Sigvaldason í Húnaþingi vestra í Víðidal segir að honum hafi gengið illa að finna fé sitt um helgina. 

Innlent
Fréttamynd

Engin tímatafla um brottflutning

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað kröfum um að setja tímatöflu um brottflutning breskra hermanna frá Írak. Vaxandi mannfall í breskum hersveitum í Írak hefur vakið upp nýja mótmælaöldu í Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Vísar fullyrðingum Jónínu á bug

Og Vodafone vísar fullyrðingum Jónínu Benediktsdóttur, sem fram komu í hádegisfréttum Bylgjunnar um meðferð á tölvupósti, alfarið á bug. Hún hafi með orðum sínum vegið harkalega að fyrirtækinu með ómaklegum hætti, auk þess sem hún ásaki starfsmenn fyrirtækisins um brot á lögum. Fyrirtækið muni því skoða réttarstöðu sína og starfsmanna frekar. </font /></font />

Innlent
Fréttamynd

Allir sitji sem fastast

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifar í pistli á heimasíðu sinni að hann sjái ekki nokkuð athugavert við aðkomu Styrmis Gunnarssonar að undirbúningi Baugsmálsins. Engin ástæða sé fyrir Styrmi, Björn sjálfan, eða nokkurn annan ef því er að skipta, til að segja sig frá störfum.

Innlent
Fréttamynd

Bjórbruggun úr íslensku byggi

Íslenskir aðilar eru nú í kjölfar aukinnar kornræktar og betri þekkingar á verkun þess farnir að prófa sig áfram með bruggun úr íslensku byggi. Vegna hás flutningskostnaðar gæti íslenskt bygg að miklu leyti leyst innflutt af hólmi í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Cheney heim úr skurðaðgerð

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, haltraði út af sjúkrahúsi í Washington í gær, daginn eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð þar sem æðagúlpar voru fjarlægðir úr hnésbótum hans.

Erlent
Fréttamynd

Bauð mér ekki í mat

"Ég hef kafað djúpt í huga minn en man ekki eftir að Jónína Benediktsdóttir hafi sýnt mér nein gögn um þetta mál," segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Bölvun fyrir Palestínumenn

Óformlegt vopnahlé Ísraela og Hamas-samtakanna er í hættu eftir að samtökin skutu eldflaugum á Ísrael og þeim árásum var svarað af mikilli hörku. Varaforsætisráðherra Ísraels, Shimon Peres, segir Hamas-samtökin bölvun fyrir Palestínumenn, ógnun við friðinn og vandamál fyrir Ísraelsmenn.

Erlent
Fréttamynd

Alhvít jörð fyrir norðan og vestan

Jörð er nú alhvít á Norðurlandi og flughált á götum í byggð sem og á þjóðvegum. Fyrsti alvöru snjórinn féll í gærkvöld og í nótt og er nú 5-10 sentímetra jafnfallinn snjór á Akureyri. Á norðanverðum Vestfjörðum er einnig alhvít jörð.

Innlent
Fréttamynd

Vegið harkalega að fyrirtækinu

Fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone ætlar að skoða réttarstöðu sína í kjölfar ummæla Jónínu Benediktsdóttur á Bylgjunni í gær um að fyrirtækið tengdist ólögmætri dreifingu persónulegra gagna viðskiptavina.

Innlent