Fréttir Hundruð þúsunda án rafmagns Hundruð þúsunda heimila og fyrirtækja eru án rafmagns eftir að fellibylurinn Ríta reið yfir Louisiana-ríki á laugardag en enn sem komið er hafa hvorki borist fregnir af því að fólk hafi slasast eða látist í hamförunum. Töluverð flóð urðu í suðurhluta ríkisins í kjölfar fellibylsins, einna mest í bænum Erath þar sem heilu hverfin hurfu undir vatn. Erlent 23.10.2005 14:59 Vopnum IRA hafi verið eytt Alþjóðlegir vopnaeftirlitsmenn munu tilkynna í dag að vopnum Írska lýðveldishersins hafi verið eytt. Mun þetta verða tilkynnt á blaðamannafundi sem haldinn verður í Belfast. Um mikilvægan áfanga í friðarferlinu á Norður-Írlandi er að ræða en tregða IRA, helstu samtaka herskárra aðskilnaðarsinna á Norður-Írlandi, til að afvopnast hefur verið helsta vandamálið í friðarferlinu á Norður-Írlandi. Erlent 23.10.2005 14:59 Breytingar í ríkisstjórninni Davíð Oddsson utanríkisráðherra lætur af embætti á ríkisráðsfundi, sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan tvö í dag. Geir H. Haarde fjármálaráðherra tekur við embætti utanríkisráðherra af Davíð, en hann hefur verið ráðinn seðlabankastjóri til næstu sjö ára og tekur við því embætti 20. október næstkomandi. Innlent 23.10.2005 14:59 Merkel vill leiða viðræður Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, í Þýskalandi segir að stjórnarmyndunarviðræður við jafnaðarmenn geti ekki haldið áfram nema þeir fallist á að hún leiði viðræðurnar. Erlent 23.10.2005 14:59 Álag á netþjóna Vegna gríðarlegs álags á netþjóna Vísis hefur vefurinn verið mjög hægvirkur í morgun. Notkun fréttahluta Vísis hefur verið margfalt meiri í morgun en gengur og gerist og hefur það valdið álaginu. Unnið er að því að bæta úr og eru lesendur Vísis beðnir velvirðingar á óþægindunum.. Innlent 23.10.2005 14:59 Aðrar leiðir verði kannaðar Undirbúningshópur stofnunar íbúasamtaka í Laugardalshverfum telur að þó svo að það virðist sem að svokölluð „innri leið“ hafi verið valin við skipulagningu Sundabrautar í Reykjavík, þá sé ekki fullreynt að kanna aðrar leiðir. Innlent 23.10.2005 14:59 Tugþúsundir lyfjaskammta sendir Ástralar munu gefa Indónesum 50 þúsund skammta af lyfinu Tamilflu til þess að hjálpa þeim að berjast við fuglaflensu sem þegar hefur dregið sex manns til dauða í Indónesíu. Erlent 23.10.2005 14:59 Aðild að alþjóðastofnunum í hættu Aðild Póllands að Evrópuráðinu er í hættu ef íhaldssamir sigurvegarar nýafstaðinna þingkosninga þar í landi ákveða að taka upp dauðarefsingu að nýju. Bæði Jaroslav Kaczynski, leiðtogi flokks Laga og réttlætis, og bróðir hans Lech Kaczynski forsetaframbjóðandi hafa mælt fyrir því að dauðarefsingar skuli teknar upp sem meðal til þess að berjast gegn glæpum og spillingu. Erlent 23.10.2005 14:59 Hótaði, barði og skar konu Rúmlega fertugur karlmaður neitaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar tekið var fyrir heimilisofbeldismál á hendur honum. Manninum er gefið að sök að hafa svipt konu frelsi sínu með því að halda henni fanginni á heimili sínu frá því klukkan fimm að morgni sunnudagsins 19. september í fyrra til klukkan tíu þegar henni tókst að komast út. Innlent 23.10.2005 14:59 Jaxlinn seldur úr landi "Við erum ekki í neinni uppgjöf. Það hefur sýnt sig að það eru forsendur fyrir því að halda úti strandflutningum hér á landi og nú er þetta bara spurning um að hafa úthald," segir Ragnar Traustason, tannlæknir og útgerðarmaður Jaxlsins. Innlent 23.10.2005 14:59 Enn einn látinn úr fuglaflensu Indónesísk kona lést í morgun af völdum fuglaflensu á sjúkrahúsi í Djakarta, en hún er fimmta manneskjan sem deyr af völdum veikinnar í landinu á skömmum tíma. Þá leikur grunur á að fimm ára stúlka, sem lést í síðustu viku, hafi einnig verið með flensuna en það hefur ekki verið staðfest með rannsóknum. Auk þess eru 17 á sjúkrahúsi grunaðir um að hafa smitast af veikinni. Erlent 23.10.2005 14:59 Styrmir ræðir við starfsmenn Starfsmannafundur hófst klukkann tvö í húsakynnum <em>Morgunblaðsins</em> þar sem Styrmir Gunnarsson ritstjóri hyggst kynna starfsfólki <em>Morgunblaðsins</em> aðkomu sína að Baugsmálinu. Hann hyggst líka svara spurningum starfsfólks sem kunna að hafa vaknað í kjölfar frétta af því að Styrmir hafði milligöngu um að Jón Steinar Gunnlaugsson tæki að sér mál Jóns Geralds Sullenberger gegn Baugi og ræddi þá ráðstöfun meðal annars við Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Innlent 23.10.2005 14:59 Ýjar að því að hafa gögn um Baug Ritstjóri Morgunblaðsins lætur óbeint að því liggja í blaðinu í dag að hann hafi undir höndum gögn sem sýni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið lögfræðingum sínum fyrirmæli um að ganga á milli bols og höfuðs á Jóni Gerald Sullenberger, bæði fjárhagslega og viðskiptalega. Innlent 23.10.2005 14:59 Jón Gerald hitti einkaspæjarann Jón Gerald Sullenberger segist vita með vissu að Baugur hafi ráðið einkaspæjara til að njósna um hann og konu hans. Hann neitar því að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sent gögn úr Baugsmálinu til ritstjóra Morgunblaðsins að sér forspurðum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Innlent 23.10.2005 14:59 Árás við olíumálaráðuneyti Íraks Að minnsta kosti sjö manns féllu og um 30 særðust þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð við olíumálaráðuneyti Íraks í morgun. Maður keyrði bíl sínum inn í strætisvagn með fyrrgreindum afleiðingum en í vagninum voru aðallega starfsmenn ráðuneytisins á leið til vinnu sinnar. Talið er að al-Qaida hafi verið að verki en samtökin lýstu í gær ábyrgð á sjálfsmorðsárás í Bagdad sem varð að minnsta kosti níu manns að bana. Erlent 23.10.2005 14:59 Lynndie England sek um misnotkun Kviðdómur í herrétti í Texas úrskurðaði í gærkvöldi Lynndie England seka um illa meðferð á föngum, ófyrirleitna framkomu og samsæri. Kæran var í sjö liðum og var hún sek af sex þeirra. Erlent 23.10.2005 14:59 Fellibylur veldur usla við Kína Tveir eru látnir af völdum fellibylsins Damrey sem farið hefur eftir strönd kínversku eyjarinnar Hainan undanfarinn sólarhring. Þetta er öflugasti stormur sem gengið hefur yfir eyjuna í þrjá áratugi, en hún er vinsæll ferðamannastaður úti fyrir suðurströnd Kína. Erlent 23.10.2005 14:59 Aron Pálmi handtekinn í nótt Lögreglan í Texas handtók Aron Pálma Ágústsson þar sem hann var staddur í neyðarskýli Rauða krossins í nótt. Að sögn Arons sögðust lögreglumennirnir ekki vera að taka hann formlega fastan en þeir námu hann á brott úr búðunum og fluttu hann í fangelsi í smábæ fyrir utan Dallas. Erlent 23.10.2005 14:59 Hádegisverður blásinn af Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum í dag. Þungamiðja fundarins er brotthvarf Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra úr ríkisstjórninni og breytingar á skipan ráðherra af hálfu Sjálfstæðisflokksins samfara því. Innlent 23.10.2005 14:59 Stofna íbúasamtök við Laugardal Íbúar í hverfunum sem liggja að Laugardal hyggjast stofna íbúasamtök sem hafa það að meginverkefni að fylgjast með undirbúningi að lagningu Sundabrautar. Forvígismenn að stofnun íbúasamtakanna segja ljóst að Sundabraut hafi töluverk rask í för með sér fyrir íbúa í Voga-, Langholts- og Laugarneshverfum enda fátítt að þjóðvegir séu lagðir þvert á gróin íbúahverfi. Innlent 23.10.2005 14:59 Hákarl ræðst á brimbrettakappa Betur fór en á horfðist á sunnudaginn þegar fimm metra langur hvítháfur hremmdi ástralskan brimbrettakappa, Josh Berris að nafni, í sjónum úti fyrir Kengúrueyju við sunnanverða Ástralíu. Erlent 23.10.2005 14:59 Notkunin Vísis tvöfaldaðist "Um það bil þrjátíu þúsund notendur reyndu að fara samtímis inn á vefinn visir.is í hádeginu í gær," segir Þorsteinn Eyfjörð, forstöðumaður vefútgáfu Vísis. Innlent 23.10.2005 14:59 Íkveikjur í rannsókn Ekki hafa komið fram nýjar vísbendingar í rannsókn lögreglu í Reykjavík á íkveikjum í höfuðborginni fyrstu helgina í september. Þá er grunur um íkveikju á að minnsta kosti fjórum stöðum í borginni, þar af tvisvar á sama stað með sólarhrings millibili í skemmu við Fiskislóð. Innlent 23.10.2005 14:59 Vonast eftir refsilækkun Mál Hákonar Eydals, sem banaði fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður, Sri Rahmawati í fyrrasumar, var flutt í Hæstarétti í gær. Dóms er að vænta innan tíðar. Innlent 23.10.2005 14:59 Gögnin máttu fara til fjölmiðla Jón Gerald Sullenberger segist hafa viljað að gögn um mál sitt gegn Baugi kæmust í fjölmiðla og kveðst ekki frá því að hann hafi sent Jóni Steinari Gunnlaugssyni tölvupóst þar sem hann heimilaði lögmanninum að áframsenda Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, gögn um mál sitt. Innlent 23.10.2005 14:59 Dómurinn sagður farsakenndur Átján manns voru í gær dæmdir á Spáni fyrir aðild að hryðjuverkaárásunum 11. september, þar á meðal fréttamaður sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazeera. Sakborningarnir halda fram sakleysi sínu og segja að um skrípaleik sé að ræða. Erlent 23.10.2005 14:59 Dæmdur fyrir aðild að árásum Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun Imad Eddin Baraka, meintan leiðtoga al-Qaida á Spáni, í 27 ára fangelsi fyrir samsæri í tengslum við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september árið 2001. Hann var sýknaður af ákærum um morð í árásunum. Erlent 23.10.2005 14:59 Varað við ferðum á Sandskeiði Lögreglan í Reykjavík varar við ferðum á Sandskeiði vegna slæms veðurs. Einkum er mælst til þess að ekki sé farið þar um á vanbúnum bílum. Á Sandskeiði er skyggni nánast ekkert, mikið hvassviðri og hálka. Innlent 23.10.2005 14:59 Ísland er einkabílasamfélag Auka á gjaldtöku fyrir bílastæði í borginni, dreifa vinnutíma fólks og ekki á að stækka vegakerfið frekar. Verkfræðingar, sem hafa skoðað samgöngur í Reykjavík í alþjóðlegu samhengi, segja að þetta myndi stórbæta umferðarmenningu í borginni. Innlent 23.10.2005 14:59 Rannsókn enn í gangi Enn stendur yfir rannsókn lögreglu á slysi sem varð á Viðeyjarsundi tíunda þessa mánaðar þegar skemmtibátur steytti á Skarfaskeri með þeim afleiðingum að tvö fórust. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn sagði ekkert nýtt að frétta af rannsókninni, en þó hyllti nú undir lok hennar. Hann bjóst við að mál tækju að skýrast þegar nær drægi vikulokum. Innlent 26.9.2005 00:01 « ‹ ›
Hundruð þúsunda án rafmagns Hundruð þúsunda heimila og fyrirtækja eru án rafmagns eftir að fellibylurinn Ríta reið yfir Louisiana-ríki á laugardag en enn sem komið er hafa hvorki borist fregnir af því að fólk hafi slasast eða látist í hamförunum. Töluverð flóð urðu í suðurhluta ríkisins í kjölfar fellibylsins, einna mest í bænum Erath þar sem heilu hverfin hurfu undir vatn. Erlent 23.10.2005 14:59
Vopnum IRA hafi verið eytt Alþjóðlegir vopnaeftirlitsmenn munu tilkynna í dag að vopnum Írska lýðveldishersins hafi verið eytt. Mun þetta verða tilkynnt á blaðamannafundi sem haldinn verður í Belfast. Um mikilvægan áfanga í friðarferlinu á Norður-Írlandi er að ræða en tregða IRA, helstu samtaka herskárra aðskilnaðarsinna á Norður-Írlandi, til að afvopnast hefur verið helsta vandamálið í friðarferlinu á Norður-Írlandi. Erlent 23.10.2005 14:59
Breytingar í ríkisstjórninni Davíð Oddsson utanríkisráðherra lætur af embætti á ríkisráðsfundi, sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan tvö í dag. Geir H. Haarde fjármálaráðherra tekur við embætti utanríkisráðherra af Davíð, en hann hefur verið ráðinn seðlabankastjóri til næstu sjö ára og tekur við því embætti 20. október næstkomandi. Innlent 23.10.2005 14:59
Merkel vill leiða viðræður Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, í Þýskalandi segir að stjórnarmyndunarviðræður við jafnaðarmenn geti ekki haldið áfram nema þeir fallist á að hún leiði viðræðurnar. Erlent 23.10.2005 14:59
Álag á netþjóna Vegna gríðarlegs álags á netþjóna Vísis hefur vefurinn verið mjög hægvirkur í morgun. Notkun fréttahluta Vísis hefur verið margfalt meiri í morgun en gengur og gerist og hefur það valdið álaginu. Unnið er að því að bæta úr og eru lesendur Vísis beðnir velvirðingar á óþægindunum.. Innlent 23.10.2005 14:59
Aðrar leiðir verði kannaðar Undirbúningshópur stofnunar íbúasamtaka í Laugardalshverfum telur að þó svo að það virðist sem að svokölluð „innri leið“ hafi verið valin við skipulagningu Sundabrautar í Reykjavík, þá sé ekki fullreynt að kanna aðrar leiðir. Innlent 23.10.2005 14:59
Tugþúsundir lyfjaskammta sendir Ástralar munu gefa Indónesum 50 þúsund skammta af lyfinu Tamilflu til þess að hjálpa þeim að berjast við fuglaflensu sem þegar hefur dregið sex manns til dauða í Indónesíu. Erlent 23.10.2005 14:59
Aðild að alþjóðastofnunum í hættu Aðild Póllands að Evrópuráðinu er í hættu ef íhaldssamir sigurvegarar nýafstaðinna þingkosninga þar í landi ákveða að taka upp dauðarefsingu að nýju. Bæði Jaroslav Kaczynski, leiðtogi flokks Laga og réttlætis, og bróðir hans Lech Kaczynski forsetaframbjóðandi hafa mælt fyrir því að dauðarefsingar skuli teknar upp sem meðal til þess að berjast gegn glæpum og spillingu. Erlent 23.10.2005 14:59
Hótaði, barði og skar konu Rúmlega fertugur karlmaður neitaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar tekið var fyrir heimilisofbeldismál á hendur honum. Manninum er gefið að sök að hafa svipt konu frelsi sínu með því að halda henni fanginni á heimili sínu frá því klukkan fimm að morgni sunnudagsins 19. september í fyrra til klukkan tíu þegar henni tókst að komast út. Innlent 23.10.2005 14:59
Jaxlinn seldur úr landi "Við erum ekki í neinni uppgjöf. Það hefur sýnt sig að það eru forsendur fyrir því að halda úti strandflutningum hér á landi og nú er þetta bara spurning um að hafa úthald," segir Ragnar Traustason, tannlæknir og útgerðarmaður Jaxlsins. Innlent 23.10.2005 14:59
Enn einn látinn úr fuglaflensu Indónesísk kona lést í morgun af völdum fuglaflensu á sjúkrahúsi í Djakarta, en hún er fimmta manneskjan sem deyr af völdum veikinnar í landinu á skömmum tíma. Þá leikur grunur á að fimm ára stúlka, sem lést í síðustu viku, hafi einnig verið með flensuna en það hefur ekki verið staðfest með rannsóknum. Auk þess eru 17 á sjúkrahúsi grunaðir um að hafa smitast af veikinni. Erlent 23.10.2005 14:59
Styrmir ræðir við starfsmenn Starfsmannafundur hófst klukkann tvö í húsakynnum <em>Morgunblaðsins</em> þar sem Styrmir Gunnarsson ritstjóri hyggst kynna starfsfólki <em>Morgunblaðsins</em> aðkomu sína að Baugsmálinu. Hann hyggst líka svara spurningum starfsfólks sem kunna að hafa vaknað í kjölfar frétta af því að Styrmir hafði milligöngu um að Jón Steinar Gunnlaugsson tæki að sér mál Jóns Geralds Sullenberger gegn Baugi og ræddi þá ráðstöfun meðal annars við Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Innlent 23.10.2005 14:59
Ýjar að því að hafa gögn um Baug Ritstjóri Morgunblaðsins lætur óbeint að því liggja í blaðinu í dag að hann hafi undir höndum gögn sem sýni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið lögfræðingum sínum fyrirmæli um að ganga á milli bols og höfuðs á Jóni Gerald Sullenberger, bæði fjárhagslega og viðskiptalega. Innlent 23.10.2005 14:59
Jón Gerald hitti einkaspæjarann Jón Gerald Sullenberger segist vita með vissu að Baugur hafi ráðið einkaspæjara til að njósna um hann og konu hans. Hann neitar því að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sent gögn úr Baugsmálinu til ritstjóra Morgunblaðsins að sér forspurðum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Innlent 23.10.2005 14:59
Árás við olíumálaráðuneyti Íraks Að minnsta kosti sjö manns féllu og um 30 særðust þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð við olíumálaráðuneyti Íraks í morgun. Maður keyrði bíl sínum inn í strætisvagn með fyrrgreindum afleiðingum en í vagninum voru aðallega starfsmenn ráðuneytisins á leið til vinnu sinnar. Talið er að al-Qaida hafi verið að verki en samtökin lýstu í gær ábyrgð á sjálfsmorðsárás í Bagdad sem varð að minnsta kosti níu manns að bana. Erlent 23.10.2005 14:59
Lynndie England sek um misnotkun Kviðdómur í herrétti í Texas úrskurðaði í gærkvöldi Lynndie England seka um illa meðferð á föngum, ófyrirleitna framkomu og samsæri. Kæran var í sjö liðum og var hún sek af sex þeirra. Erlent 23.10.2005 14:59
Fellibylur veldur usla við Kína Tveir eru látnir af völdum fellibylsins Damrey sem farið hefur eftir strönd kínversku eyjarinnar Hainan undanfarinn sólarhring. Þetta er öflugasti stormur sem gengið hefur yfir eyjuna í þrjá áratugi, en hún er vinsæll ferðamannastaður úti fyrir suðurströnd Kína. Erlent 23.10.2005 14:59
Aron Pálmi handtekinn í nótt Lögreglan í Texas handtók Aron Pálma Ágústsson þar sem hann var staddur í neyðarskýli Rauða krossins í nótt. Að sögn Arons sögðust lögreglumennirnir ekki vera að taka hann formlega fastan en þeir námu hann á brott úr búðunum og fluttu hann í fangelsi í smábæ fyrir utan Dallas. Erlent 23.10.2005 14:59
Hádegisverður blásinn af Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum í dag. Þungamiðja fundarins er brotthvarf Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra úr ríkisstjórninni og breytingar á skipan ráðherra af hálfu Sjálfstæðisflokksins samfara því. Innlent 23.10.2005 14:59
Stofna íbúasamtök við Laugardal Íbúar í hverfunum sem liggja að Laugardal hyggjast stofna íbúasamtök sem hafa það að meginverkefni að fylgjast með undirbúningi að lagningu Sundabrautar. Forvígismenn að stofnun íbúasamtakanna segja ljóst að Sundabraut hafi töluverk rask í för með sér fyrir íbúa í Voga-, Langholts- og Laugarneshverfum enda fátítt að þjóðvegir séu lagðir þvert á gróin íbúahverfi. Innlent 23.10.2005 14:59
Hákarl ræðst á brimbrettakappa Betur fór en á horfðist á sunnudaginn þegar fimm metra langur hvítháfur hremmdi ástralskan brimbrettakappa, Josh Berris að nafni, í sjónum úti fyrir Kengúrueyju við sunnanverða Ástralíu. Erlent 23.10.2005 14:59
Notkunin Vísis tvöfaldaðist "Um það bil þrjátíu þúsund notendur reyndu að fara samtímis inn á vefinn visir.is í hádeginu í gær," segir Þorsteinn Eyfjörð, forstöðumaður vefútgáfu Vísis. Innlent 23.10.2005 14:59
Íkveikjur í rannsókn Ekki hafa komið fram nýjar vísbendingar í rannsókn lögreglu í Reykjavík á íkveikjum í höfuðborginni fyrstu helgina í september. Þá er grunur um íkveikju á að minnsta kosti fjórum stöðum í borginni, þar af tvisvar á sama stað með sólarhrings millibili í skemmu við Fiskislóð. Innlent 23.10.2005 14:59
Vonast eftir refsilækkun Mál Hákonar Eydals, sem banaði fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður, Sri Rahmawati í fyrrasumar, var flutt í Hæstarétti í gær. Dóms er að vænta innan tíðar. Innlent 23.10.2005 14:59
Gögnin máttu fara til fjölmiðla Jón Gerald Sullenberger segist hafa viljað að gögn um mál sitt gegn Baugi kæmust í fjölmiðla og kveðst ekki frá því að hann hafi sent Jóni Steinari Gunnlaugssyni tölvupóst þar sem hann heimilaði lögmanninum að áframsenda Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, gögn um mál sitt. Innlent 23.10.2005 14:59
Dómurinn sagður farsakenndur Átján manns voru í gær dæmdir á Spáni fyrir aðild að hryðjuverkaárásunum 11. september, þar á meðal fréttamaður sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazeera. Sakborningarnir halda fram sakleysi sínu og segja að um skrípaleik sé að ræða. Erlent 23.10.2005 14:59
Dæmdur fyrir aðild að árásum Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun Imad Eddin Baraka, meintan leiðtoga al-Qaida á Spáni, í 27 ára fangelsi fyrir samsæri í tengslum við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september árið 2001. Hann var sýknaður af ákærum um morð í árásunum. Erlent 23.10.2005 14:59
Varað við ferðum á Sandskeiði Lögreglan í Reykjavík varar við ferðum á Sandskeiði vegna slæms veðurs. Einkum er mælst til þess að ekki sé farið þar um á vanbúnum bílum. Á Sandskeiði er skyggni nánast ekkert, mikið hvassviðri og hálka. Innlent 23.10.2005 14:59
Ísland er einkabílasamfélag Auka á gjaldtöku fyrir bílastæði í borginni, dreifa vinnutíma fólks og ekki á að stækka vegakerfið frekar. Verkfræðingar, sem hafa skoðað samgöngur í Reykjavík í alþjóðlegu samhengi, segja að þetta myndi stórbæta umferðarmenningu í borginni. Innlent 23.10.2005 14:59
Rannsókn enn í gangi Enn stendur yfir rannsókn lögreglu á slysi sem varð á Viðeyjarsundi tíunda þessa mánaðar þegar skemmtibátur steytti á Skarfaskeri með þeim afleiðingum að tvö fórust. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn sagði ekkert nýtt að frétta af rannsókninni, en þó hyllti nú undir lok hennar. Hann bjóst við að mál tækju að skýrast þegar nær drægi vikulokum. Innlent 26.9.2005 00:01