Fréttir

Fréttamynd

Einn talinn af eftir sjóslys

Áhöfn stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst með harðfylgi í morgun að bjarga Bandaríkjamanni úr skútu sem var í sjávarháska á milli Íslands og Grænlands í miklu hvassviðri og haugasjó. Félagi hans, sem var skoskur, féll fyrir borð um miðnætti og er talinn af. Þyrlan er á leið til Rifs, þar sem hún tekur eldsneyti og er væntanleg með Bandaríkjamanninn til Reykjavíkur klukkan ellefu.

Innlent
Fréttamynd

Braut rúður í átta bílum

Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðbundið í tvö ár, í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun vikunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði að birta gögn um Baug

Jónína Benediktsdóttir krafðist þess að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti líkamsræktarstöðina Planet Pulse af sér ella myndi hún birta gögn sem hún hefði í sínum fórum um Baug. Þetta kemur fram í <em>Fréttablaðinu</em> í dag.

Innlent
Fréttamynd

Álver í Helguvík fyrir 2015

Gangi allt eftir, verður nýtt tvöhundruð og fimmtíu þúsund tonna álver reist í Helguvík í Reykjanesbæ. Framleiðsla gæti hafist eftir fimm til tíu ár.

Innlent
Fréttamynd

Innanríkisráðherra segir af sér

Innanríkisráðherra Afganistans, Ali Ahmad Jalali, hefur sagt af sér embætti, en það gerði hann í útvarpsviðtali í dag. Jalali, sem er fyrrverandi blaðamaður, sneri aftur til Afganistans árið 2002 eftir fall talibanastjórnarinnar. Hann hafði verið í útlegð í Bandaríkjunum í áratugi og var einn virtasti ráðherrann í ríkisstjórn Afganistans.

Erlent
Fréttamynd

Hægri hönd al-Zarqawi skotinn

Lík 22 manna fundust sundurskotin í borginni Kut í Írak í gær. Þá var skýrt frá því að bandarískar og íraskar hersveitir hefðu fellt næstráðanda al-Kaída í Írak um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Gautaborg sækir á Djurgården

IFK Gautaborg sigraði Malmö 2-1 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi og saxaði þar með á forystu Djurgården. Þegar þrjár umferðir eru eftir hefur Djurgarden 46 stig, IFK Gautaborg 43 og Malmö 38 í þriðja sæti.

Sport
Fréttamynd

Sigríður Dúna verður sendiherra

Davíð Oddsson lét það verða sitt síðasta verk sem utanríkisráðherra að skipa Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur sendiherra frá og með 1. júní 2006. Mun hún þá flytjast til Pretoriu og taka við embætti sendiherra í Suður-Afríku.

Innlent
Fréttamynd

Efast um að IRA hafi afvopnast

Þrátt fyrir að staðfest hafi verið að Írski lýðveldisherinn, helstu samtök herskárra aðskilnaðarsinna á Norður-Írlandi, hafi eytt öllum vopnum sínum segist Ian Paisley, leiðtogi sambandssinna á Norður-Írlandi, ekki sannfærður um að búið sé að eyða öllum vopnum samtakanna.

Erlent
Fréttamynd

Snarpur skjálfti í Perú

Jarðskjálfti upp á 7,5 á richter skók þorp í norðurhluta Perú í gær með þeim afleiðingum að einn lést og að minnsta kosti eitt hundrað heimili eyðilögðust. Skjálftinn fannst víða á landinu og jafnvel í Bogota, höfuðborg landsins, sem er í 1200 kílómetra fjarlægð frá jarðskjálftasvæðinu. Þetta er sterkasti skjálfti í Perú síðan árið 2001 þegar skjálfti upp á 8,1 á Richter reið yfir með þeim afleiðingum að 75 manns týndu lífi.

Erlent
Fréttamynd

Sigríður Dúna til Afríku

Davíð Oddsson lét það verða sitt síðasta embættisverk að skipa tvo nýja sendiherra í gær. Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Kristján Andri Stefánsson hafi verið skipaður sendiherra frá 1. október.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um Atlantshafsbandalagið

Vera má að Noregur verði fyrsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sem dregur sig úr aðgerðum þess á meðan þær standa ennþá yfir.

Erlent
Fréttamynd

Hafi greitt Jóni 120 milljónir

Forráðamenn Baugs greiddu Jóni Gerald Sullenberger 120 milljónir króna til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir höfðu efnt til í Bandaríkjunum gegn Jóni að því er Styrmir Gunnarsson, ritstjóri <em>Morgunblaðsins</em>, upplýsir í grein um málið i blaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælir aðkomu ríkis og borgar

Frjálshyggjufélagið mótmælir aðkomu opinberra aðila að aðstöðuuppbyggingu Knattspyrnusambands Íslands. Eins og greint var frá á dögunum hyggst ríki og borg leggja 600 milljónir króna í uppbygginu og endurbætur á Laugardalsvellinum sem áætlað er að muni mosta ríflega einn milljarð.

Innlent
Fréttamynd

Gísli Gíslason ráðinn hafnarstjóri

Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, hefur verið ráðinn í starf hafnarstjóra Faxaflóahafna frá og með 1. nóvember næstkomandi. Faxaflóahafnir eiga og reka Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn.

Innlent
Fréttamynd

22 lík finnast í Írak

Tuttugu og tvö lík fundust nærri bænum Kut, suðaustur af Bagdad, í Írak í dag. Öll líkin voru bundin á höndum, með plastpoka yfir höfuðið og með skotsár. Lögregla segir að fórnarlömbin hafi líklega verið tekin af lífi fyrir nokkrum dögum en bæði virðist vera um að ræða almenna borgara og lögreglumenn.

Erlent
Fréttamynd

Stúlka sem leitað var að fundin

Sautján ára stúlka, sem Lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í gær, eftir að hafa verið saknað í rúman hálfan mánuð, fannst í heimahúsi í borginni í gær. Ástæða þess að ekki var lýst eftir henni fyrr er að vitað var að hún vildi fara huldu höfði. Hún hefur nú verið vistuð á viðeigandi stofnun.

Innlent
Fréttamynd

Logi Bergmann ráðinn til 365

Logi Bergmann Eiðsson hefur verið ráðinn til 365 ljósvakamiðla. Logi Bergmann verður einn af aðallesurum kvöldfrétta 365 ásamt Sigmundi Erni Rúnarssyni og Eddu Andrésdóttur. Hann mun einnig byggja upp og stjórna nýjum þáttum hjá 365. Það eru því litlar líkur á að Logi muni stýra Opnu húsi, nýjum dægurmálaþætti hjá Ríkissjónvarpinu, sem hefur göngu sína í næsta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Aksturskilyrði slæm víða um land

Stór fjárflutningabíll fauk út af veginum og valt á hliðina í Svínadal í Dölum í morgun og ekki vildi betur til en svo að lögreglubíll, sem kom á vettvang, fauk líka út af veginum. Vegagerðin og veðurstofan vara við viðsjárverðum akstursskilyrðum víða um land í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fá að snúa aftur til New Orleans

Ray Nagin, borgarstjóri New Orleans, hefur leyft íbúum borgarinnar að snúa aftur til síns heima í kjölfar þess að litlar skemmdir urðu af völdum fellibylsins Rítu, sem fór yfir Texas og Louisiana á laugardag. Á næstu tíu dögum er því búist við að um 180 þúsund manns snúi aftur en yfir hálf milljón manna yfirgaf borgina fyrir fjórum vikum.

Erlent
Fréttamynd

16 látnir vegna fellibyls

Sextán hafa látist af völdum fellibylsins Damrey sem reið yfir Hainan-eyjuna við suðurströnd Kína í gær. Yfirvöld á svæðinu segja storminn hafa hrifsað með sér um 20 þúsund heimili og eyðilagt um 380 kílómetra af þjóðvegum á eyjunni.

Erlent
Fréttamynd

2 milljarða afgangur á ríkissjóði

Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi á síðasta ári samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2004 samanborið við 6,1 milljarðs króna halla árið áður. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta skattkrafna er afgangur um 23 milljarðar á meðan halli ársins á undan nam rúmum einum milljarði króna á sama grunni.

Innlent
Fréttamynd

Fagna eindregið

"Við höfum eindregið fagnað þessari framkvæmd og óttumst ekki að þessi nýja ráðstefnuaðstaða komi til með að skerða viðskipti hjá þeim sem nú þegar reka slíka aðstöðu," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Innlent
Fréttamynd

Óttast um bandaríska skútu

Fokker-vél og stóra þyrla Landhelgisgæslunnar voru rétt í þessu að koma á vettvang bandarískrar skútu með tveimur mönnum um borð sem virðist í nauðum stödd í afleitu veðri um 110 sjómílur út af Vestfjörðum á milli Íslands og Grænlands. Sendingar frá neyðarsendi skútunnar fóru að heyrast upp úr klukkan hálfeitt í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti ríkisstjórnarfundur Davíðs

Davíð Oddsson lætur af ráðherradómi á ríkisráðsfundi að Bessastöðum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn síðan fyrsta stjórn Davíðs tók við völdum 30. apríl 1991 sem hann er ekki ráðherra í ríkisstjórn. Einar K. Guðfinnsson kemur nýr inn í ríkisstjórn og tekur við starfi sjávarútvegsráðherra af Árna Mathiesen sem fer í fjármálaráðuneytið í stað Geirs H. Haarde sem verður utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Enn óveður á vestanverðu landinu

Enn er varað við óveðri í Staðarsveit og á Fróðárheiði, í Gufudalssveit og á Klettshálsi. Þá er ófært yfir Klettsháls, Hrafnseyrarheiði, Eyrarfjall og Lágheiði. Á Holtavörðuheiði er éljagangur og hálkublettir og hálka er á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir á Mývatnsöræfum. Annars eru helstu leiðir orðnar auðar.

Innlent
Fréttamynd

Sprenging á lestarstöð á Spáni

Sprengja sprakk nærri lestarstöð í Anon de Moncayo nærri borginni Zaragoza á norðaustanverðu Spáni í morgun. Engin meiðsl urðu á fólki í sprengingunni en skömmu fyrir hana sendu baskneskir aðskilnaðarsinnar í ETA fjölmiðlum viðvörun. Þetta er önnur sprengingin á fjórum dögum sem ETA stendur fyrir á Spáni.

Erlent
Fréttamynd

Samfylking missir mann

"Þannig var að þegar Gunnar Örlygsson flutti sig til Sjálfstæðisflokksins þá stóðu fjórði maður Samfylkingar og fimmti maður Sjálfstæðisflokks jafnir á hlutföllum innan fjárlaganefndar. Það kom til hlutkestis sem ég tapaði," segir Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Skipsbrotsmanni bjargað

Einum manni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, en annar er talinn látinn, eftir að bandarísk skúta lenti í hafsnauð í gærnótt.

Innlent