Fréttir

Fréttamynd

Ný lögreglustöð

Lögreglan í Reykjavík opnar í dag nýja lögreglustöð í Álfabakka 12 í Mjóddinni í stað stöðvarinnar í Völvufelli.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur Páll verður bæjarstjóri

Guðmundur Páll Jónsson, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Akraness og forseti bæjarstjórnar, tekur við starfi bæjarstjóra af Gísla Gíslasyni og gegnir því út kjörtímabilið sem rennur út í vor. Skessuhorn segir á heimasíðu sinni að bæjarmálaflokkar Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Akraness, hafi komist að samkomulagi um þetta.

Innlent
Fréttamynd

Kærir vegna tölvupósts

Jónína Benediktsdóttir hefur lagt fram kæru hjá lögreglu vegna þess að efni úr einkatölvupósti hennar hafi birst á síðum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Slagnum slegið á frest

Enda þótt Ariel Sharon hafi unnið áfangasigur í atkvæðagreiðslu í miðstjórn Likud-bandalagsins í fyrrakvöld þýðir niðurstaðan að óvissan um forystuna í næstu þingkosningum heldur áfram.

Erlent
Fréttamynd

Man ekki hvort hún sendi bréfið

Jónína Benediktsdóttir hótaði Jóhannesi Jónssyni í Bónus að birta viðkvæmar upplýsingar um hann, léti hann hana ekki hafa tugi milljóna króna og Audi-bifreið. Jónína segist ekki muna hvort hún hafi sent bréfið.

Innlent
Fréttamynd

Biðraðir vegna lóða í Kópavogi

"Það hefur verið mikil umferð hjá okkur bæði í gær og í dag. Raunverulega hefur verið biðröð hér síðan hálf níu í morgun og alveg þangað til fresturinn rann út klukkan þrjú," segir Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Mubarak sver embættiseið

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sór í morgun embættiseið í fimmta sinn. Mubarak, sem er sjötíu og sjö ára, hefur verið forseti síðan 1981 og verður forseti til ársins 2011 sitji hann út kjörtímabilið.

Erlent
Fréttamynd

Auðvelt að komast í tölvupóst

Umræðan upp á síðkastið hefur öðrum þræði fjallað um hvernig Fréttablaðið komst yfir tölvupóstsamskipti um aðdraganda Baugsmálsins. Hægt er að beita ýmsum aðferðum til að komast yfir tölvupóst annarra og svo virðist sem ekki þurfi neina sérþekkingu til.

Innlent
Fréttamynd

Þvert á vilja bæjarbúa

Aðstandendur verkefnisins Akureyri í öndvegi, sem lýtur að uppbyggingu miðbæjarins á Akureyri, eru því mjög mótfallnir að Samskip verði úthlutað lóð undir vöruskemmu við hlið Eimskips á hafnarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Flutningabíll valt við Rauðavatn

Stór vöruflutningabíll valt á Suðurlandsvegi rétt austan við hirngtorgið við Rauðavatn snemma í morgun, en ökumaðaurinn, sem var einn í bílnum, slapp lítið meiddur. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en nokkrar tafir hafa verið á umferð vegna umfangs aðgerða við að ná bílnum á réttan kjöl.

Innlent
Fréttamynd

Hafi borgað sig út úr málaferlum

Forráðamenn Baugs greiddu Jóni Gerald Sullenberger 120 milljónir króna til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir höfðu efnt til í Bandaríkjunum gegn Jóni.

Innlent
Fréttamynd

Kært í þriðjungi nauðgunarmála

Mikill munur er á fjölda niðurfellinga í kynferðisbrotamálum annars vegar og líkamsárásum hins vegar. Saksóknari ákærir í ríflega 90 prósent líkamsárásamála en aðeins 29,9 prósent kynferðisbrotamála.

Innlent
Fréttamynd

Undrandi og hneykslaður

"Ég er bæði undrandi og hneykslaður á mörgu því sem hefur komið fram síðustu daga," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um framvindu Baugsmálsins og fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Snjór farinn á láglendi á Akureyri

Grenjandi rigning hefur verið á Akureyri í nótt og er snjór nú horfinn á láglendi en er enn í fjallshlíðum, meðal annars í Hlíðarfjalli. Þar hefur snjórinn valdið töfum á uppsetningu snjóframleiðslutækja, sem eiga að tryggja að nægilegur skíðasnjór verði í fjallinu þegar það verður opnað skíðafólki 3. desember.

Innlent
Fréttamynd

Sjö látnir af völdum Rítu

Tala látinna af völdum fellibylsins Rítu er nú komin í sjö en björgunarsveitir fundu lík fimm manna fjölskyldu í íbúð í Beaumont í Texas í gær. Fólkið lést þegar rafall sem var í íbúðinni bilaði í fellibylnum og gaf frá sér eitraðar gufur en fólkið notaði rafalinn þar sem rafmagnslaust hafði orðið í fellibylnum.

Erlent
Fréttamynd

Karlremban úr þjóðsöngnum

Austurríkismenn hafa ákveðið að uppræta karlrembuna í þjóðsöng landsins. Að frumkvæði kvennamálaráðherrans Maríu Rauch-Kallat verður texta þjóðsöngsins nú breytt þannig, að línan "Ættjörð ert þú mikilla sona" verður "Ættjörð mikilla dætra, sona".

Erlent
Fréttamynd

Logi til Stöðvar 2

"Já, ég er hættur," segir Logi Bergmann Eiðsson. Logi segist ekki vita hvenar hann hefur störf á Stöð 2, en það verði á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar skiptast á að gæta barna

Foreldrar í Grafarvogi segja ófremdarástand ríkja í leikskólamálum. Deildum á leikskólum er lokað dag og dag í senn, og dæmi eru um að foreldrar sem eiga fleiri en eitt barn á sama leikskóla missi tvo eða fleiri daga í viku hverri úr vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Almenningur afvegaleiddur?

Ian Paisley, leiðtogi mótmælenda á Norður-Írlandi, ásakaði í dag hópinn sem stóð að afvopnun írska lýðveldishersins um að afvegaleiða almenning vísvitandi til að friða óánægjuraddir innan IRA. Hann segist sannfærður um að einungis hluta vopna lýðveldishersins hafi verið eytt.

Erlent
Fréttamynd

Ríta: Margir misstu allt sitt

Sorgleg sjón blasir við fjölda íbúa í Texas og Louisiana sem hafa snúið til síns heima eftir að hafa flúið fellibylinn Rítu. Margir hafa misst allt sitt og eru vonlausir um framtíðina.

Erlent
Fréttamynd

Sóttur til saka

Fyrrverandi yfirmanni Concorde-flugáætlunarinnar í Frakklandi hefur verið stefnt vegna flugslyss Concorde-vélar árið 2000, þar sem á annað hundrað manns lét lífið.

Erlent
Fréttamynd

Bíða eigenda sinna árum saman

Allsnægtasamfélagið Ísland tekur á sig ýmsar myndir og ekki allar jafnfagrar. Skuggahliðarnar er meðal annars að finna í fatahreinsunum og hjá skósmiðum.

Innlent
Fréttamynd

Jákvæðar niðurstöður í könnun

Niðurstöður könnunar á skilyrðum fyrir álver í Helguvík hafa reynst jákvæðar eftir því sem fram kemur í sameiginlegri tilkynningu frá Norðuráli, Reykjanesbæ og Hitaveitu Suðurnesja. Fulltrúar þessara aðila undirrituðu í maí síðastliðnum samkomulag um að kanna möguleika á rekstri álvers í Helguvík í landi Reykjanesbæjar.

Innlent
Fréttamynd

Sætir rannsókn vegna flugslyss

Fyrrverandi yfirmaður Concorde-áætlunarinnar í Frakklandi sætir nú rannsókn vegna Concorde-flugslyssins fyrir fimm árum þar sem 113 manns fórust. Henri Perrier er sakaður um að hafa vitað um galla í vélunum en látið hjá líða að gera eitthvað í því.

Erlent
Fréttamynd

Marcinkiewicz forsætisráðherraefni

Jaroslaw Kaczynski, formaður pólska íhaldsflokksins Lög og réttlæti sem hlaut flest atkvæði í þingkosningunum um liðna helgi, sagði í gær að hann hygðist tafarlaust ganga til stjórnarmyndunarviðræðna við frjálshyggjuflokkinn Borgaravettvang. Hann tilkynnti jafnframt að forsætisráðherraefni væri ekki hann sjálfur heldur Kazimierz Marcinkiewicz.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjaher frá Úsbekistan

Bandaríski herinn mun leggja herstöð sína í Úsbekistan niður fyrir lok þessa árs, að því er erindreki Bandaríkjastjórnar greindi frá í gær. Herstöðin hefur þjónað hernaðarumsvifum Bandaríkjamanna í Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Tveir létust í bruna í Moskvu

Tvær konur létust þegar eldur kom upp í íbúðarblokk í Moskvu í morgun. Alls var 150 manns bjargað úr byggingunni en fjórir voru fluttir á sjúkrahús en eru þó ekki taldir í lífshættu. Ekki er vitað um eldsupptök og er málið í rannsókn.

Erlent
Fréttamynd

Björguðu manni af skútu í háska

Áhöfn stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst í morgun með harðfylgi, að bjarga manni af skútu í sjávarháska á milli Íslands og Grænlands, en félagi hans fannst ekki og er talinn af.

Innlent
Fréttamynd

Efni og vog gerð upptæk

Við húsleit á heimili 22 ára gamals manns í Grafarholti í Reykjavík í vor fann lögregla nokkurt magn fíkniefna sem að hluta til voru talin ætluð til sölu. Mál mannsins var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Frækileg björgun

Landhelgisgæslan bjargaði í morgun manni í sjávarháska af skútu á milli Íslands og Grænlands. Félagi mannsins féll útbyrðis og er talinn af.

Innlent