Fréttir

Fréttamynd

Ágreiningur á Álftanesi

Bæjarstjórn Álftaness greinir á um þá fyrirætlan að leigja undir aðstöðu frá Hjúkrunarheimilinu Eir, en það er nú að fara að byggja öryggisíbúðir og þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara. Innan bæjarfélagsins er í skoðun að það leigi húsnæði sem tengist þessum byggingum af Eir til fjörutíu ára og noti undir stjórnsýslu og bókasafn.

Innlent
Fréttamynd

Varað við hálku og hálkublettum

Vegagerðin varar áfram við hálku og hálkublettum víða um land auk þess sem verið er að moka heiðar á Vestfjörðum. Það eru hálkublettir á heiðum á Vesturlandi og á Vestfjörðum er verið að moka Klettsháls, Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjall. Þá er hálka á Gemlufallsheiði og Steingrímsfjarðarheiði.

Innlent
Fréttamynd

Enga óhollustu í breskum skólum

Nemendur í breskum skólum mun innan árs aðeins vera borinn á borð hollur matur í skólamötuneytum. Banna á allan fituríkan mat, saltan og sykraðan í mötuneytum í enskum skólum og jafnframt alla sjálfsala sem selja gos og sælgæti.

Erlent
Fréttamynd

Lynndie fékk þriggja ára dóm

Herréttur í Texas dæmdi í fyrrakvöld Lynndie England í þriggja ára fangelsi fyrir að niðurlægja og misþyrma föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Fullbrúklegir hlutir látnir liggja

Það eru ekki bara skósmiðir og fatahreinsanir sem sitja uppi með ósótta fullbrúklega hluti - hjá gullsmiðum og saumastofum svigna fataslár og læstar skúffur undan dýru skarti og klæðum sem eigendur hirða ekki um að sækja.

Innlent
Fréttamynd

Útlit fyrir metár í laxveiði

Flest bendir til þess að laxveiðin í ár nemi um það bil 55 þúsund löxum, sem er rösklega tvö þúsund löxum meira en metárið 1978.

Innlent
Fréttamynd

Þórir ráðinn varafréttastjóri

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn varafréttastjóri Stöðvar 2. Þórir var meðal fyrstu starfsmanna fréttastofu Stöðvar 2 þegar hún hóf starfsemi fyrir 19 árum. Hann vann fyrir Alþjóða Rauða krossinn í tæp fjögur ár en síðustu sex ár hefur hann verið yfirmaður útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður hefjast á ný í Þýskalandi

Gerhard Schröder, leiðtogi Jafnaðarmanna, og Angela Merkel, leiðtog Kristilegra demókrata, hefja í dag aftur viðræður um myndun samsteypustjórnar í Þýskalandi í kjölfar kosninga til þýska sambandsþingsins 18. september síðastliðinn. Viðræður hófust í síðustu viku en upp úr þeim slitnaði þar sem bæði Merkel og Schröder gerðu bæði tilkall til kanslaraembættisins, en fylkingar þeirra fengu svipað fylgi í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Talíbanar lýsa yfir ábyrgð

Talíbanar hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem gerð var á afganskar hersveitir í Kabúl í dag. Níu létust og tuttugu og sjö særðust í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Kornakrar fallnir víða um land

Kornakrar féllu víðast á Norðurlandi og nokkuð á Vesturlandi í hretinu síðustu daga. Bændur stefna þó að því að reyna að þreskja það fyrir því, þó það taki mun meiri tíma. Tíðarfarið hefur verið erfitt fyrir kornbændur í þessum landshlutum í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Skortur á iðrun kostnaðarsamur

Reiði og streita í kjölfar bílslysa kostar bresk tryggingfélög og bíleigendur miljónir punda á hverju ári. Nýleg bresk rannsókn bendir til þess að skortur á iðrun og þá afsökun ökumanna sem valda umferðaslysum leiði til þess að ökumenn ýkja bæði líkamlega áverka og tjón á farartækjum.

Erlent
Fréttamynd

Geir hættir í stjórnarskrárnefnd

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur að ósk Geirs H. Haarde leyst hann undan skyldum sínum í stjórnarskrárnefnd. Í stað Geirs tekur Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sæti í stjórnarskrárnefndinni. Geir tók í gær við starfi utanríkisráðherra þegar Davíð Oddsson hætti í ríkisstjórn eftir fjórtán ára ráðherratíð.

Innlent
Fréttamynd

Fordæmir vinnubrögð lögreglu

Femínistafélag Íslands átelur vinnubrögð lögreglunnar í Reykjavík sem urðu til þess að saksóknari ákvað að láta niður falla mál þriggja manna sem sakaðir voru um hópnauðgun. 

Innlent
Fréttamynd

Þórhallur ráðinn til Sjónvarpsins

Þórhallur Gunnarsson hefur verið ráðinn ritstjóri nýs dægurmálaþáttar í Sjónvarpinu sem hefur haft vinnuheitið Opið hús og verður á dagskrá á eftir kvöldfréttum. Þórhallur, sem hefur unnið við Ísland í dag á Stöð 2 undanfarin misseri, kemur í stað Loga Bergmanns Eiðssonar sem flutti sig yfir á Stöð 2 í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hótelherbergjum fjölgar um 38%

Hótelherbergjum í Reykjavík mun fjölga um rúmlega 800 á næstu fjórum árum, ef fram heldur sem horfir, eða um þrjátíu og átta prósent. Þar vegur þyngst 400 herbergja fimm stjörnu hótel sem gert er ráð fyrir að opni árið 2009 í tengslum við nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið.

Innlent
Fréttamynd

Ketamín einnig notað hér á landi

Ketamín, staðdeyfilyf fyrir hesta sem Sky-sjónvarpsstöðin greindi í dag frá að sé notað á breskum næturklúbbum sem vímugjafi, hefur borist hingað til lands á síðustu árum í nokkrum mæli að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík

Innlent
Fréttamynd

Hrossadeyfilyf notað sem dóp

Deyfilyf fyrir hross eru nýjasta fíkniefnið í tísku á næturklúbbum Bretlands. Lyfið er mjög ávanabindandi og sífellt fleiri ungmenni þurfa á meðferð að halda eftir að hafa orðið háð því.

Innlent
Fréttamynd

Tilbúnir til viðræðna við Taívana

Kínversk stjórnvöld segjast tilbúin hvenær sem er til að hefja viðræður við Taívan um samband þessara tveggja þjóða. Li Wei Yi, talsmaður Kína í málum Taívana, sagði í yfirlýsingu sem stjórnvöld sendu frá sér í gær að mikilvægt væri fyrir báða aðila að gott samkomulag væri þarna á milli og að unnið yrði í því að bæta þau.

Erlent
Fréttamynd

Guðmundur bæjarstjóri á Akranesi

Guðmundur Páll Jónsson tekur við starfi bæjarstjóra á Akranesi 1. nóvember næstkomandi, þetta var ákveðið á bæjarstjórnarfundi í gær. Guðmundur leysir Gísla Gíslason sem verið hefur bæjarstjóri í átján ár af hólmi en Gísli verður hafnarstjóri Faxaflóahafna sem reka hafnirnar í Reykjavík, Borgarnesi, á Akranesi og Grundartanga. Guðmundur Páll hefur setið í bæjarstjórn Akraness fyrir Framsóknarflokkinn frá árinu 1994, síðasta árið sem formaður bæjarstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Enn vantar starfsfólk

Foreldrar þurfa bara að standa sína plikt. Þetta voru svörin sem foreldrar barna í leikskólanum Laufskálum í Grafarvogi fengu hjá borgarfulltrúum í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Rangfærslur í fréttum

Danska útvarpsréttarnefndin hefur áminnt ríkisreknu sjónvarpsstöðina TV2 fyrir að birta fréttir um glæpagengi innflytjenda sem beinlínis voru byggðar á rangfærslum.

Erlent
Fréttamynd

Sigríður Anna samstarfsráðherra

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra er orðin samstarfsráðherra Norðurlanda og tekur við því starfi af Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fyrsta verkefni Sigríðar Önnu verður að funda með samstarfsráðherrum Norðurlandanna vegna Norðurlandaráðsþings sem haldið verður í Reykjavík undir lok næsta mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Damrey veldur meiri usla

Tólf lágu í valnum eftir að fellibylurinn Damrey fór yfir Víetnam í gær. Alls hafa 46 látist af völdum óveðursins í Suðaustur-Asíu.

Erlent
Fréttamynd

Aftur ráðist á ráðningarstöð

Að minnsta kosti sjö létust og 37 særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp við ráðningarstöð írakska hersins í bænum Tal Afar nærri landamærum Sýrlands í dag. Nokkur fjöldi manna var á staðnum að skrá sig í herinn þegar árásin var gerð, en sams konar árás var gerð við ráðningarstöð í bænum Bakúba í gær. Þar létust tíu og 30 særðust.

Erlent
Fréttamynd

Sekur um samsæri

"Ég hef ekkert gert af mér. Ég er saklaus," sagði repúblíkaninn Tom DeLay á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í Washington í gær. DeLay þurfti að yfirgefa stöðu sína sem forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær eftir að kviðdómur í Texas úrskurðaði hann sekan um samsæri og lögbrot í fjármögnun á kosningabaráttu.

Erlent
Fréttamynd

Tekinn af lífi fyrir morð

Alan Matheney var tekinn af lífi í Indiana í Bandaríkjunum í nótt að íslenskum tíma. Matheney var dæmdur til dauða fyrir morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni. Morðið framdi hann árið 1989 þegar hann fékk átta klukkustunda langt leyfi úr fangelsi þar sem hann afplánaði fyrri fangelsisdóm fyrir að hafa ráðist á eiginkonuna fyrrverandi, nauðgað henni og skilið eftir nær dauða en lífi.

Erlent
Fréttamynd

Tekinn af lífi

Yfirvöld í Indiana tóku í fyrrinótt Alan Matheney af lífi með eitursprautu en hann var dæmdur til dauða fyrir morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni árið 1989.

Erlent
Fréttamynd

Næstæðsti maður al-Qaida drepinn

Bandarískar og íraskar öryggissveitir hafa ráðið annan valdamesta yfirmann innan hryðjuverkasamtakanna al-Qaida í Bagdad af dögum. Abdullah Abu Azzam er talinn hafa skipulagt fjölda sjálfsmorðsárása í borginni síðan í apríl sem orðið hafa hundruðum að bana en fimmtíu þúsund dollarar voru settir honum til höfuðs eða rúmlega þrjár milljónir króna.

Erlent
Fréttamynd

Vill kosningabandalag á Ísafirði

Vinstri - grænir á Ísafirði vilja bjóða fram sameiginlegan lista með Samfylkingunni og Frjálslynda flokknum við bæjarstjórnarkosningar næsta vor. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður Vinstri - grænna á Ísafirði, segir það mat Vinstri - grænna að sameiginlegt framboð hefði möguleika á að ná meirihluta í bæjarstjórn, en í dag mynda Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur meirihluta í bæjarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Kveiktu í gámum í Eyjum

Ungir drengir kveiktu í óvitaskap í tveimur gámum í Vestmannaeyjum í gær með þeim afleiðingum að ýmis búnaður frjálsíþróttafélagsins Óðins, sem var í öðrum gámnum, stórskemmdist. Ekkert tjón varð í hinum gámnum. Drengirnir forðuðu sér en í gærkvöldi kom hið sanna í ljós og var rætt við foreldra drengjanna sem eru fullir iðrunar.

Innlent