Fréttir

Fréttamynd

Kosið verði að nýju um sameiningar

Félagsmálaráðherra segir niðurstöður kosninga um sameiningu sveitarfélaga koma á óvart. Hann býst við því að sveitarstjórnarmenn taki upp þráðinn og boði til nýrra kosninga um nýjar sameiningartillögur.

Innlent
Fréttamynd

Erill hjá lögreglu

Maður var handtekinn þegar hann reyndi að brjótast inn í einbýlishús í Mosfellsbæ í morgun. Lögreglunni barst tilkynning um innbrotið og var maðurinn handtekinn á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Ósammála um breytingar í Óshlíð

Bolvíkingar eru klofnir í afstöðu sinni um hvernig bæta eigi veginn til bæjarins. Meirihluti bæjarstjórnar fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hefja rannsóknarvinnu vegna jarðganga um Óshlíð, en minnihlutinn telur slík göng vera plástursleið. </font />

Innlent
Fréttamynd

Efast um hæfi Þorsteins

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsir miklum efasemdum um hæfi Þorsteins Pálssonar, sendiherra og fyrrverandi forsætisráðherra, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. </font />

Innlent
Fréttamynd

Hægrisveifla í Póllandi

Báðir frambjóðendurnir sem flest atkvæði hlutu í fyrri umferð forsetakosninga í Póllandi í gær eru hægrimenn. Flokkar þeirra eru að mynda ríkisstjórn. Pólskir hægrimenn hafa boðað nýtt uppgjör við arftaka kommúnista og lýst stríði á hendur spillingu. Með í kaupunum fylgir ströng „þjóðernis-kaþólska".

Erlent
Fréttamynd

Átján teknir í gíslingu

Vopnaðir menn tóku átján starfsmenn Afríkusambandsins í gíslingu í Darfur héraði í Súdan. Ekki er vitað hverjir standa að baki gíslatökunni en gíslunum er haldið í bænum Tine á landamærum Súdan og Tsjad.

Erlent
Fréttamynd

Vilja lækka matarskatt

Matarskatturinn gæti lækkað á næstunni, ef marka má nýjustu yfirlýsingar. Formaður Samfylkingarinnar leggur til lækkun og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hugmyndina þeirra. Miðað við það ætti að vera meirihluti fyrir lækkun virðisaukaskatts á matvæli á þingi. </font />

Innlent
Fréttamynd

Sendir forsetum samúðarkveðjur

Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur sent Pervez Musharraf, forseta Pakistans, Abdul Kalam, forseta Indlands, og Hamid Karzai, forseta Afganistans, samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna jarðskjálftanna sem hafa kostað minnst 19.400 manns lífið.

Innlent
Fréttamynd

Efast um hæfi Þorsteins

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsir miklum efasemdum um hæfi Þorsteins Pálssonar, sendiherra og fyrrum forsætisráðherra, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. Fráfarandi forsætisnefnd Alþingis réði Þorstein til starfsins en sú ákvörðun hefur verið gagnrýnt hvort tveggja af Sagnfræðingafélagi Íslands og Hagþenki.

Innlent
Fréttamynd

Nýr vegur opnaður

Nýi vegurinn um Svínahraun var opnaður í dag. Vegarkaflinn er um fimm kílómetrar að lengd og styttist hringvegurinn um tæpan kílómetra. Með nýja veginum heyra tvær hættulegar beygjur sögunni til.

Innlent
Fréttamynd

Skiptar skoðanir fyrir austan

Á Norðausturhorninu verður kosið um sameiningu Skeggjastaðahrepps og Vopnafjarðar, og á MiðAusturlandi um sameiningu Mjóafjarðar, þar sem fæstir eru á kjörskrá eða 38 manns, Fjarðabyggðar, Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps.

Innlent
Fréttamynd

Ein sameiningartillaga samþykkt

Kjósendur í fjórum sveitarfélögum á Austfjörðum samþykktu tillögu um að sameina sveitarfélögin og urðu þar með fyrstir, og enn sem komið er einir, til að samþykkja sameiningartillögu. Mjóifjörður, Fjarðarbyggð, Austurbyggð og Fáskrúðsfjarðarhreppur sameinast því í eitt sveitarfélag. Fjórtán sameiningartillögum hefur verið hafnað.

Innlent
Fréttamynd

Sjö létust í sjálfsmorðsárás

Sjö létu lífið í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Bagdad, höfuðborgar Íraks, fyrir stundu. Árásarmaðurinn keyrði bíl hlöðnum sprengiefnum að hópi lögreglumanna og sprengdi sig í loft upp. Einn lögreglumaður og sex óbreyttir borgarar létust í árásinni. Tíu lögreglumenn og sex óbreyttir borgarar særðust í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástand í Mið-Ameríku

Að minnsta kosti tvö hundruð og fimmtíu manns hafa farist í gríðarlegum aurflóðum í Mið-Ameríku og Mexíkó undanfarna daga.

Erlent
Fréttamynd

Ölvaður og keyrði glannalega

Lögreglumenn stöðvuðu ökumann eftir að hann tók fram úr bíl á Reykjanesbraut á miklum hraða og glannalegan hátt. Þegar lögreglumenn fóru að tala við ökumanninn kom í ljós að hann keyrði ekki aðeins hratt og glannalega heldur var hann einnig ölvaður.

Innlent
Fréttamynd

Flugferðum aflýst

Hundrað þrjátíu og átta flugferðum hefur verið frestað eða aflýst og þúsundir farþega eru strandaglópar á Leonardo Da Vinci flugvellinum í Róm.

Erlent
Fréttamynd

400 börn létust í skólum sínum

Fjögur hundruð börn létu lífið þegar tveir skólar í Pakistan hrundu í jarðskjálftanum sem reið yfir Pakistan, Indland og Afganistan. Skólarnir eru báðir í Mansehra héraði í norðvesturhluta Pakistans. Óttast er að um þúsund manns hafi látist á þeim slóðum.

Erlent
Fréttamynd

Rólegt hjá lögreglu í nótt

Tiltölulega rólegt var hjá lögreglunni um land allt að öðru leyti á landinu í nótt en maður var þó stöðvaður grunaður um ölvun við akstur á Selfossi á fjórða tímanum í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Rúta út af vegi

Kalla þurfti á björgunarsveit þegar rúta með 50 grunnskólabörn frá Höfn í Hornafirði fór út af veginum við Oddsskarð, Eskifjarðarmegin, um tíuleytið í fyrrakvöld. Engin slys urðu á farþegunum.

Innlent
Fréttamynd

Meiri pening þarf í fæðingarorlof

Sex milljarðarnir sem ætlaðir voru til að greiða foreldrum laun í fæðingarorlofi þetta árið duga ekki til. Farið er fram á 350 milljóna króna aukafjárveitingu í frumvarpi til fjáraukalaga og byggir sú beiðni á endurskoðaðri útgjaldaáætlun Fæðingarorlofssjóðs.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í verkfall annað kvöld

Viðræður um nýjan kjarasamning starfsmanna Akranesbæjar eru á viðkvæmu stigi segir Valdimar Þorvaldsson, formaður Starfsmannafélags Akraness.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í Smáralind í nótt

Eldur kom upp í plastdrasli við veitingastað Pizza Hut í Smáralind laust fyrir klukkan tvö í nótt. Öryggisverðir urðu varir við eldinn og náðu að slökkva hann áður en slökkvilið kom á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Gúmmíbátur vélarvana

Lítill gúmmíbátur með tveimur mönnum um borð varð vélarvana um þrjá kílómetra suðvestur af Gróttu upp úr klukkan eitt í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hundruð smábarna með matareitrun

Um 360 leik-skólabörn í vesturhluta Úkraínu hafa verið lögð inn á spítala vegna matareitrunar. Að minnsta kosti fjögur barnanna voru alvarlega veik.

Erlent
Fréttamynd

Svarar gagnrýni fullum hálsi

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, segist viss um að hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann jók öryggisgæslu til muna í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar í gær og í fyrradag eftir að hafa fengið einhvers konar ábendingu um yfirvofandi hryðjuverk. Hann hafi ekki hrætt borgarbúa að óþörfu.

Erlent
Fréttamynd

Sameiningarkosningar í dag

Kosið er um 16 sameiningartillögur í 61 sveitarfélagi í dag. Ólíklegt þykir að af sameiningu verði flestum þessara staða en bæjarstjórar og oddvitar hafa margir hverjir verið duglegir við að hvetja sitt fólk til að kjósa gegn sameiningu.

Innlent
Fréttamynd

Einn öflugasti skjálfti sögunnar

Jarðskjálftinn sem reið yfir Pakistan, Afganistan og norðurhluta Indlands í nótt er einn sá öflugasti sem sögur fara af á þessu þéttbýla landsvæði. Alþjóðleg björgunarsveit Landsbjargar er tilbúin að halda utan um leið og óskað er.

Erlent
Fréttamynd

Vill hætta við skattalækkanir

Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, vill hætta við skattalækkanir sem ríkisstjórnin hefur boðað til og nota þá fjármuni til að lækka matarskattinn sem hefði áhrif á vísitölu neysluverðs.

Innlent