Fréttir Frumvarp kosti 650 milljónir Gróft mat frá Fjársýslu ríkisins segir að eftirlaunafrumvarpið umdeilda kosti 650 milljónir króna, eða 50 prósentum meira en haldið var fram á þingi. Innlent 23.10.2005 15:04 Búið að yfirheyra mann á Selfossi Lögregla á Selfossi hefur nú sleppt manni sem handtekinn var á dansleik í nótt eftir að hann lagði til annars manns með hnífi. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn, sem var ölvaður þegar atvikið átti sér stað, yfirheyrður þegar ölvíman rann af honum og honum sleppt í kjölfarið. Málið fer nú til sýslumanns sem tekur ákvörðun um ákæru á hendur manninum. Innlent 23.10.2005 15:05 Barn finnst á lífi Ungt stúlkubarn fannst á lífi í gær í rústum byggingar nærri Balakot-borg, sem hrundi í jarðskjálftunum í Kasmír um síðustu helgi. Stúlkan hafði verið grafin í rústunum í átta daga þegar systkini hennar fundu hana. Erlent 23.10.2005 15:05 Ekið á pilt á Hverfisgötu í gær Ekið var á pilt á Hverfisgötu um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Að sögn lögreglu er hann kominn til meðvitundar. Mikil ölvun var í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og nótt og höfðu laganna verðir í nógu að snúast, meðal annars við að ganga á milli manna sem slógust í borginni. Þá voru fimm teknir ölvaðir við akstur. Innlent 23.10.2005 15:04 Ófrjósemisaðgerðum fjölgar Tæplega þrjú hundruð karlar gangast undir ófrjósemisaðgerð á ári en fyrir 25 árum voru þeir aðeins um þrjátíu. Þvagfæraskurðlæknir segir dæmi um að karlar hafi einnig látið endurtengja sig. Það geta konur ekki gert. Innlent 23.10.2005 15:05 Verslun varð að félagsmiðstöð „Maður verður einhvern veginn að bjarga sér þegar kreppir að,“ segir Ísak Sigurgeirsson en hann og eiginkona hans, Senee Sankla, eiga verslunina Ásbyrgi í Kelduhverfi sem nú skiptir um hlutverk. Innlent 23.10.2005 15:05 Þorgerður kjörin varaformaður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var rétt í þessu kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 23.10.2005 15:05 Björn finnur saksóknara Björn Bjarnason sagði í Silfri Egils í gær að hann myndi sennilega taka ákvörðun um nýjan saksóknara sem á að taka við þeim 32 ákæruatriðum í Baugsmálinu. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá málinu fyrir helgi. Innlent 23.10.2005 15:05 Hafi hugsanlega verið ýtt Nítján ára piltur hlaut alvarlega áverka á höfði þegar ekið var á hann á Hverfisgötu klukkan hálfellefu í gærkvöld. Hann var í litlum hópi ungmenna að skemmta sér, að sögn lögreglu, og var áfengi haft um hönd. Svo virðist sem pilturinn hafa annað hvort farið út á götuna eða verið ýtt. Ökumaður bílsins var 21 árs gömul stúlka. Enginn var handtekinn, en þrjú ungmenni voru flutt á lögreglustöð í áfalli. Innlent 23.10.2005 15:04 Flestir fara að lögum og reglum Rjúpnaveiðiðimenn virðast flestir hafa farið að lögum og virt tilmæli um hóflegar veiðar þann sólarhring sem liðinn er af veiðitímabilinu, en misjafnlega hefur viðrað til veiða á landinu. Innlent 23.10.2005 15:04 Minnkandi þorskstofn Þorskstofninn í Barentshafi hefur minnkað verulega, segja norskir og rússneskir fiskifræðingar sem hafa nýlokið stofnstærðarmælingum þar. Erlent 23.10.2005 15:05 Ráðist á Kandahar-flugvöll Tvær breskar orrustuþotur löskuðust í flugskeytaárás skæruliða talibana í Afganistan á föstudaginn var. Frá þessu var greint í morgun. Árásin var gerð á Kandahar-flugvöll í suðurhluta Afganistans. Á þriðja tug afganskra hermanna, fimm afganskir hjálparstarfsmenn og í það minnsta tveir bandarískir hermenn hafa fallið í árásum talibana á undanförnum vikum. Erlent 23.10.2005 15:04 Vatnið að sjatna á götum Hafnar Töluvert hefur sjatnað í vatninu á götum Hafnar í Hornafirði eftir einn mesta vatnselg í manna minnum í gær. Þá flæddi inni tíu til fimmtán hús í bænum og höfðu bæjarstarfsmenn og slökkvilið í nógu að snúast að dæla vatninu burt og var vatn eins metra hátt á sumum stöðum í bænum. Rigningunni slotaði í nótt eftir að það hafði rignt stanslaust í nær tvo sólarhringa og að sögn lögreglu sjatnaði vatnið af sjálfu sér í kjölfarið. Innlent 23.10.2005 15:04 Hrærður og þakklátur Geir H. Haarde var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með nær öllum greiddum atkvæðum á landsfundi flokksins í dag. Nýr formaður sagðist hrærður og þakklátur en sá gamli gekk á táknrænan hátt af hinu pólitíska sviði. Innlent 23.10.2005 15:05 Vill afnema synjunarvald forseta Landsfundur Sjálfstæðisflokksins telur óhjákvæmilegt að ákvæði 26. greinar stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta verði numið úr gildi. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var að fundinum í dag. Þá telur fundurinn að huga verði að almennri heimild í stjórnarskrá til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Innlent 23.10.2005 15:05 Herþyrla hrapaði í Kasmírhéraði Herþyrla við hjálparstörf hrapaði í pakistanska hluta Kasmír í gærdag og fórust sex hermenn sem voru um borð. Þyrlan var að flytja hjálpargögn í Bagh-dalinn, en engin leið er fær þangað utan loftleiðarinnar. Flak þyrlunnar fannst í gær en talsmenn pakistanska hersins segja óljóst á þessari stundu hvort að veður, vélarbilun eða eitthvað annað er ástæða þess að þyrlan hrapaði. Erlent 23.10.2005 15:04 Hvalur á stafni Áhöfn ítölsku ferjunnar Moby Aki brá heldur betur í brún þegar upp komst um orsakir stýriserfiðleika skipsins á laugardag. Fimmtán metra langur hvalsskrokkur, 25 tonn á þyngd, lá yfir stefni ferjunnar og hafði hann valdið því að erfiðlega gekk að stýra ferjunni inn í höfnina í Livorno á Norður-Ítalíu. Erlent 23.10.2005 15:05 Fangauppreisn nærri Búenos Aíres Að minnsta kosti sautján eru látnir í fangauppreisn í fangelsi suður af Búenos Aíres, höfuðborg Argentínu, sem enn stendur yfir. Eftir því sem argentínskir fjölmiðlar greina frá kom til átaka í kjölfar þess að beiðni fanga um lengri heimsóknartíma í dag var hafnað í gærkvöld. Um 200 fangar eru sagðir hafa tekið þátt í uppreisninni og logar eldur í hluta fangelsisins. Erlent 23.10.2005 15:05 Þorgerður fékk 62,3% atkvæða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var rétt í þessu kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún fékk 728 atkvæði eða 62,3% greiddra atkvæða en mótframbjóðandi hennar, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hlaut 424 atkvæði eða 36,3% greiddra atkvæða. Tíu aðrir sjálfstæðismenn fengu samtals 16 atkvæði. Innlent 23.10.2005 15:05 Býst við að taka ákvörðun Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki sjá neitt annað í spilunum en að hann taki ákvörðun um nýjan saksóknara sem taka á við þeim 32 ákæruatriðum í Baugsmálinu sem Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá fyrir helgi. Þetta sagði ráðherrann í Silfri Egils á Stöð 2 fyrr í dag. Innlent 23.10.2005 15:05 Snarpur skjálfti í Vatnajökli Jarðskjálfti, upp á 3,6 stig á Richter, reið yfir í Vatnajökli í gærkvöld, fjórtán kílómetra suður af Trölladyngju og fleiri skjálftar fylgdu í kjölfarið í nótt og í morgun. Heilmikil virkni hefur einnig verið austur af Grímsey frá því fyrir helgi. Síðustu ár hafa viðlíka hrinur gengið yfir á þessum svæðum og enn er ekki sjá að þær boði nokkuð sérstakt, að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Innlent 23.10.2005 15:04 Níu konur í miðstjórn Kosningu í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins sem fram fór á landsfundi í Laugardalshöll er lokið, en alls börðust 24 um ellefu sæti í stjórninni. Alls voru níu konur kjörnar í miðstjórnina og tveir karlar, en það eru Birna Lárusdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Elínbjörg Magnúsdóttir, Grímur Gíslason, Magni Kristjánsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Björk Guðjónsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Stefanía Katrín Karlsdóttir, Sigríður Ásthildur Andersen. Innlent 23.10.2005 15:05 Bensínstyrkir verði ekki skertir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í dag að hvetja til þess að fallið verði frá því að skerða bensínstyrk til öryrkja. Þá vilja sjálfstæðismenn að styrkir hreyfihamlaðra til bifreiðakaupa verði auknir. Innlent 23.10.2005 15:05 Geir hlaut 94,3 prósent atkvæða Geir H. Haarde utanríkisráðherra var rétt í þessu kjörinn áttundi formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Geir hlaut 94,3 prósent atkvæða, en hann gaf einn kost á sér til formanns. 23 aðrir sjálfstæðismenn hlutu samtals 65 atkvæði, en auðir seðlar voru 40. Nú stendur yfir varaformannskjör en þar höfðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, gefið kost á sér. Innlent 23.10.2005 15:05 Vilja afnema synjunarvald Sjálfstæðisflokkurinn telur óhjákvæmilegt að fella úr gildi 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins um synjunarvald forsetans. Þetta kemur fram í ályktun landsfundar flokksins frá því um helgina. Í ályktun fundarins er tekið fram að huga eigi að heimild í stjórnarskrá til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Innlent 23.10.2005 15:05 Samstaða um nýjan skóla Átta af tíu þingmönnum Norðausturkjördæmis og einn þingmaður úr Norðvesturkjördæmi hafa endurflutt á alþingi þingsályktunartillögu um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð en tillagan var einnig lögð fram á síðasta þingi. Innlent 23.10.2005 15:05 Ekki vitað hversu mikið tjónið er Vatnið á götum Hafnar í Hornafirði sjatnaði mikið í nótt eftir eina mestu úrkomu og vatnselg í manna minnum þar í bæ í gær. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið varð í flóðunum. Innlent 23.10.2005 15:04 Þorpið fylgir ráðherranum Einar K. Guðfinnsson hélt sína fyrstu ræðu sem sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda á Grand hóteli. Innlent 23.10.2005 15:05 Börn finnast á lífi í rústunum Fjögur börn fundust á lífi í dag í rústum byggingar nærri Balakot-borg sem hrundi í jarðskjálftanum sem reið yfir Kasmír um síðastliðna helgi. Yngsta barnið er sagt vera aðeins nokkura mánaða gamalt og það elsta níu ára. Erlent 23.10.2005 15:05 500 milljarða halli í sjö ár Steingrímur J. Sigfússon vill yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að stjóriðjuframkvæmdir verði stöðvarðar til ársins 2012. Engin höft segir forsætisráðherra. Innlent 23.10.2005 15:05 « ‹ ›
Frumvarp kosti 650 milljónir Gróft mat frá Fjársýslu ríkisins segir að eftirlaunafrumvarpið umdeilda kosti 650 milljónir króna, eða 50 prósentum meira en haldið var fram á þingi. Innlent 23.10.2005 15:04
Búið að yfirheyra mann á Selfossi Lögregla á Selfossi hefur nú sleppt manni sem handtekinn var á dansleik í nótt eftir að hann lagði til annars manns með hnífi. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn, sem var ölvaður þegar atvikið átti sér stað, yfirheyrður þegar ölvíman rann af honum og honum sleppt í kjölfarið. Málið fer nú til sýslumanns sem tekur ákvörðun um ákæru á hendur manninum. Innlent 23.10.2005 15:05
Barn finnst á lífi Ungt stúlkubarn fannst á lífi í gær í rústum byggingar nærri Balakot-borg, sem hrundi í jarðskjálftunum í Kasmír um síðustu helgi. Stúlkan hafði verið grafin í rústunum í átta daga þegar systkini hennar fundu hana. Erlent 23.10.2005 15:05
Ekið á pilt á Hverfisgötu í gær Ekið var á pilt á Hverfisgötu um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Að sögn lögreglu er hann kominn til meðvitundar. Mikil ölvun var í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og nótt og höfðu laganna verðir í nógu að snúast, meðal annars við að ganga á milli manna sem slógust í borginni. Þá voru fimm teknir ölvaðir við akstur. Innlent 23.10.2005 15:04
Ófrjósemisaðgerðum fjölgar Tæplega þrjú hundruð karlar gangast undir ófrjósemisaðgerð á ári en fyrir 25 árum voru þeir aðeins um þrjátíu. Þvagfæraskurðlæknir segir dæmi um að karlar hafi einnig látið endurtengja sig. Það geta konur ekki gert. Innlent 23.10.2005 15:05
Verslun varð að félagsmiðstöð „Maður verður einhvern veginn að bjarga sér þegar kreppir að,“ segir Ísak Sigurgeirsson en hann og eiginkona hans, Senee Sankla, eiga verslunina Ásbyrgi í Kelduhverfi sem nú skiptir um hlutverk. Innlent 23.10.2005 15:05
Þorgerður kjörin varaformaður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var rétt í þessu kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 23.10.2005 15:05
Björn finnur saksóknara Björn Bjarnason sagði í Silfri Egils í gær að hann myndi sennilega taka ákvörðun um nýjan saksóknara sem á að taka við þeim 32 ákæruatriðum í Baugsmálinu. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá málinu fyrir helgi. Innlent 23.10.2005 15:05
Hafi hugsanlega verið ýtt Nítján ára piltur hlaut alvarlega áverka á höfði þegar ekið var á hann á Hverfisgötu klukkan hálfellefu í gærkvöld. Hann var í litlum hópi ungmenna að skemmta sér, að sögn lögreglu, og var áfengi haft um hönd. Svo virðist sem pilturinn hafa annað hvort farið út á götuna eða verið ýtt. Ökumaður bílsins var 21 árs gömul stúlka. Enginn var handtekinn, en þrjú ungmenni voru flutt á lögreglustöð í áfalli. Innlent 23.10.2005 15:04
Flestir fara að lögum og reglum Rjúpnaveiðiðimenn virðast flestir hafa farið að lögum og virt tilmæli um hóflegar veiðar þann sólarhring sem liðinn er af veiðitímabilinu, en misjafnlega hefur viðrað til veiða á landinu. Innlent 23.10.2005 15:04
Minnkandi þorskstofn Þorskstofninn í Barentshafi hefur minnkað verulega, segja norskir og rússneskir fiskifræðingar sem hafa nýlokið stofnstærðarmælingum þar. Erlent 23.10.2005 15:05
Ráðist á Kandahar-flugvöll Tvær breskar orrustuþotur löskuðust í flugskeytaárás skæruliða talibana í Afganistan á föstudaginn var. Frá þessu var greint í morgun. Árásin var gerð á Kandahar-flugvöll í suðurhluta Afganistans. Á þriðja tug afganskra hermanna, fimm afganskir hjálparstarfsmenn og í það minnsta tveir bandarískir hermenn hafa fallið í árásum talibana á undanförnum vikum. Erlent 23.10.2005 15:04
Vatnið að sjatna á götum Hafnar Töluvert hefur sjatnað í vatninu á götum Hafnar í Hornafirði eftir einn mesta vatnselg í manna minnum í gær. Þá flæddi inni tíu til fimmtán hús í bænum og höfðu bæjarstarfsmenn og slökkvilið í nógu að snúast að dæla vatninu burt og var vatn eins metra hátt á sumum stöðum í bænum. Rigningunni slotaði í nótt eftir að það hafði rignt stanslaust í nær tvo sólarhringa og að sögn lögreglu sjatnaði vatnið af sjálfu sér í kjölfarið. Innlent 23.10.2005 15:04
Hrærður og þakklátur Geir H. Haarde var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með nær öllum greiddum atkvæðum á landsfundi flokksins í dag. Nýr formaður sagðist hrærður og þakklátur en sá gamli gekk á táknrænan hátt af hinu pólitíska sviði. Innlent 23.10.2005 15:05
Vill afnema synjunarvald forseta Landsfundur Sjálfstæðisflokksins telur óhjákvæmilegt að ákvæði 26. greinar stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta verði numið úr gildi. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var að fundinum í dag. Þá telur fundurinn að huga verði að almennri heimild í stjórnarskrá til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Innlent 23.10.2005 15:05
Herþyrla hrapaði í Kasmírhéraði Herþyrla við hjálparstörf hrapaði í pakistanska hluta Kasmír í gærdag og fórust sex hermenn sem voru um borð. Þyrlan var að flytja hjálpargögn í Bagh-dalinn, en engin leið er fær þangað utan loftleiðarinnar. Flak þyrlunnar fannst í gær en talsmenn pakistanska hersins segja óljóst á þessari stundu hvort að veður, vélarbilun eða eitthvað annað er ástæða þess að þyrlan hrapaði. Erlent 23.10.2005 15:04
Hvalur á stafni Áhöfn ítölsku ferjunnar Moby Aki brá heldur betur í brún þegar upp komst um orsakir stýriserfiðleika skipsins á laugardag. Fimmtán metra langur hvalsskrokkur, 25 tonn á þyngd, lá yfir stefni ferjunnar og hafði hann valdið því að erfiðlega gekk að stýra ferjunni inn í höfnina í Livorno á Norður-Ítalíu. Erlent 23.10.2005 15:05
Fangauppreisn nærri Búenos Aíres Að minnsta kosti sautján eru látnir í fangauppreisn í fangelsi suður af Búenos Aíres, höfuðborg Argentínu, sem enn stendur yfir. Eftir því sem argentínskir fjölmiðlar greina frá kom til átaka í kjölfar þess að beiðni fanga um lengri heimsóknartíma í dag var hafnað í gærkvöld. Um 200 fangar eru sagðir hafa tekið þátt í uppreisninni og logar eldur í hluta fangelsisins. Erlent 23.10.2005 15:05
Þorgerður fékk 62,3% atkvæða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var rétt í þessu kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún fékk 728 atkvæði eða 62,3% greiddra atkvæða en mótframbjóðandi hennar, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hlaut 424 atkvæði eða 36,3% greiddra atkvæða. Tíu aðrir sjálfstæðismenn fengu samtals 16 atkvæði. Innlent 23.10.2005 15:05
Býst við að taka ákvörðun Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki sjá neitt annað í spilunum en að hann taki ákvörðun um nýjan saksóknara sem taka á við þeim 32 ákæruatriðum í Baugsmálinu sem Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá fyrir helgi. Þetta sagði ráðherrann í Silfri Egils á Stöð 2 fyrr í dag. Innlent 23.10.2005 15:05
Snarpur skjálfti í Vatnajökli Jarðskjálfti, upp á 3,6 stig á Richter, reið yfir í Vatnajökli í gærkvöld, fjórtán kílómetra suður af Trölladyngju og fleiri skjálftar fylgdu í kjölfarið í nótt og í morgun. Heilmikil virkni hefur einnig verið austur af Grímsey frá því fyrir helgi. Síðustu ár hafa viðlíka hrinur gengið yfir á þessum svæðum og enn er ekki sjá að þær boði nokkuð sérstakt, að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Innlent 23.10.2005 15:04
Níu konur í miðstjórn Kosningu í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins sem fram fór á landsfundi í Laugardalshöll er lokið, en alls börðust 24 um ellefu sæti í stjórninni. Alls voru níu konur kjörnar í miðstjórnina og tveir karlar, en það eru Birna Lárusdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Elínbjörg Magnúsdóttir, Grímur Gíslason, Magni Kristjánsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Björk Guðjónsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Stefanía Katrín Karlsdóttir, Sigríður Ásthildur Andersen. Innlent 23.10.2005 15:05
Bensínstyrkir verði ekki skertir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í dag að hvetja til þess að fallið verði frá því að skerða bensínstyrk til öryrkja. Þá vilja sjálfstæðismenn að styrkir hreyfihamlaðra til bifreiðakaupa verði auknir. Innlent 23.10.2005 15:05
Geir hlaut 94,3 prósent atkvæða Geir H. Haarde utanríkisráðherra var rétt í þessu kjörinn áttundi formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Geir hlaut 94,3 prósent atkvæða, en hann gaf einn kost á sér til formanns. 23 aðrir sjálfstæðismenn hlutu samtals 65 atkvæði, en auðir seðlar voru 40. Nú stendur yfir varaformannskjör en þar höfðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, gefið kost á sér. Innlent 23.10.2005 15:05
Vilja afnema synjunarvald Sjálfstæðisflokkurinn telur óhjákvæmilegt að fella úr gildi 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins um synjunarvald forsetans. Þetta kemur fram í ályktun landsfundar flokksins frá því um helgina. Í ályktun fundarins er tekið fram að huga eigi að heimild í stjórnarskrá til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Innlent 23.10.2005 15:05
Samstaða um nýjan skóla Átta af tíu þingmönnum Norðausturkjördæmis og einn þingmaður úr Norðvesturkjördæmi hafa endurflutt á alþingi þingsályktunartillögu um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð en tillagan var einnig lögð fram á síðasta þingi. Innlent 23.10.2005 15:05
Ekki vitað hversu mikið tjónið er Vatnið á götum Hafnar í Hornafirði sjatnaði mikið í nótt eftir eina mestu úrkomu og vatnselg í manna minnum þar í bæ í gær. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið varð í flóðunum. Innlent 23.10.2005 15:04
Þorpið fylgir ráðherranum Einar K. Guðfinnsson hélt sína fyrstu ræðu sem sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda á Grand hóteli. Innlent 23.10.2005 15:05
Börn finnast á lífi í rústunum Fjögur börn fundust á lífi í dag í rústum byggingar nærri Balakot-borg sem hrundi í jarðskjálftanum sem reið yfir Kasmír um síðastliðna helgi. Yngsta barnið er sagt vera aðeins nokkura mánaða gamalt og það elsta níu ára. Erlent 23.10.2005 15:05
500 milljarða halli í sjö ár Steingrímur J. Sigfússon vill yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að stjóriðjuframkvæmdir verði stöðvarðar til ársins 2012. Engin höft segir forsætisráðherra. Innlent 23.10.2005 15:05