Fréttir

Fréttamynd

Geir gengur auðmjúkur til verks

„Ég er mjög ánægður með þessi úrslit og glaður yfir því að hafa fengið svona mikið traust hjá landsfundarfulltrúum og mun að sjálfsögðu gera mitt besta til þess að standa undir því,“ segir Geir Hilmar Haarde, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Geir segir að samstaða hafi ríkt um þær ályktanir sem voru til meðferðar á fundinum.

Innlent
Fréttamynd

Þurrkar á Amason-svæðum

Fjárskortur hamlar flutningum á nauðsynjavörum til Amason-svæða Brasilíu, sem miklir þurrkar hafa hrjáð síðustu mánuði, að sögn talsmanna brasilíska hersins.

Erlent
Fréttamynd

Lagði til manns með hnífi á balli

Maður er í haldi lögreglunnar á Selfossi eftir að hann lagði til annars manns með hnífi á dansleik í bænum í gærkvöld. Sá sem lagt var til slasaðist lítillega á höfði og var hann færður undir læknishendur og voru saumuð nokkur sporið í höfuðið á honum. Árásarmaðurinn mun hafa verið ölvaður og verður hann yfirheyrður þegar ölvíman rennur af honum.

Innlent
Fréttamynd

Tveir Ísraelsmenn féllu í fyrirsát

Tveir Ísraelsmenn létust og fimm særðust í skotárás Palestínumanna á Vestubakkanum síðdegis, að sögn talsmanns ísraelskra hjálparsveita á svæðinu. Árásármennirnir gerðu fórnarlömbunum fyrirsát á stað þar sem puttaferðalangar hafast gjarnan við, skammt suður af Jerúsalem.

Erlent
Fréttamynd

Braut rúðu í farþegaþotu á flugi

Karlmaður var handtekinn af lögreglunni á Flórída á dögunum eftir að hafa brotið rúðu í farþegaþotu sem var á leið frá Las Vegas til borgarinnar Tampa í Flórídaríki. Aðeins innri rúðan brotnaði og því varð engum meint af athæfi mannsins. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisdóm fyrir athæfið.

Erlent
Fréttamynd

Frumvarp kosti 650 milljónir

Gróft mat frá Fjársýslu ríkisins segir að eftirlaunafrumvarpið umdeilda kosti 650 milljónir króna, eða 50 prósentum meira en haldið var fram á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Búið að yfirheyra mann á Selfossi

Lögregla á Selfossi hefur nú sleppt manni sem handtekinn var á dansleik í nótt eftir að hann lagði til annars manns með hnífi. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn, sem var ölvaður þegar atvikið átti sér stað, yfirheyrður þegar ölvíman rann af honum og honum sleppt í kjölfarið. Málið fer nú til sýslumanns sem tekur ákvörðun um ákæru á hendur manninum.

Innlent
Fréttamynd

Barn finnst á lífi

Ungt stúlkubarn fannst á lífi í gær í rústum byggingar nærri Balakot-borg, sem hrundi í jarðskjálftunum í Kasmír um síðustu helgi. Stúlkan hafði verið grafin í rústunum í átta daga þegar systkini hennar fundu hana.

Erlent
Fréttamynd

Ekið á pilt á Hverfisgötu í gær

Ekið var á pilt á Hverfisgötu um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Að sögn lögreglu er hann kominn til meðvitundar. Mikil ölvun var í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og nótt og höfðu laganna verðir í nógu að snúast, meðal annars við að ganga á milli manna sem slógust í borginni. Þá voru fimm teknir ölvaðir við akstur.

Innlent
Fréttamynd

Ófrjósemisaðgerðum fjölgar

Tæplega þrjú hundruð karlar gangast undir ófrjósemisaðgerð á ári en fyrir 25 árum voru þeir aðeins um þrjátíu. Þvagfæraskurðlæknir segir dæmi um að karlar hafi einnig látið endurtengja sig. Það geta konur ekki gert. 

Innlent
Fréttamynd

Verslun varð að félagsmiðstöð

 „Maður verður einhvern veginn að bjarga sér þegar kreppir að,“ segir Ísak Sigurgeirsson en hann og eigin­kona hans, Senee Sankla, eiga verslunina Ásbyrgi í Kelduhverfi sem nú skiptir um hlutverk.

Innlent
Fréttamynd

Björn finnur saksóknara

Björn Bjarnason sagði í Silfri Egils  í gær að hann myndi sennilega taka ákvörðun um nýjan saksóknara sem á að taka við þeim 32 ákæruatriðum í Baugsmálinu. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá málinu fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Hafi hugsanlega verið ýtt

Nítján ára piltur hlaut alvarlega áverka á höfði þegar ekið var á hann á Hverfisgötu klukkan hálfellefu í gærkvöld. Hann var í litlum hópi ungmenna að skemmta sér, að sögn lögreglu, og var áfengi haft um hönd. Svo virðist sem pilturinn hafa annað hvort farið út á götuna eða verið ýtt. Ökumaður bílsins var 21 árs gömul stúlka. Enginn var handtekinn, en þrjú ungmenni voru flutt á lögreglustöð í áfalli.

Innlent
Fréttamynd

Flestir fara að lögum og reglum

Rjúpnaveiðiðimenn virðast flestir hafa farið að lögum og virt tilmæli um hóflegar veiðar þann sólarhring sem liðinn er af veiðitímabilinu, en misjafnlega hefur viðrað til veiða á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Minnkandi þorskstofn

Þorskstofninn í Barentshafi hefur minnkað verulega, segja norskir og rússneskir fiskifræðingar sem hafa nýlokið stofnstærðarmælingum þar.

Erlent
Fréttamynd

Syrgjendur vilja fá líkin

Hundruð svartklæddra syrgjenda söfnuðust saman í gær fyrir utan skrifstofur saksóknara í borginni Naltjik í rússneska hluta Kákasus og kröfðust þess að lík ættingja þeirra yrðu látin af hendi, svo hægt væri að grafa þau.

Erlent
Fréttamynd

Bretar neita aðild að árás í Íran

Bretar neituðu í dag ásökunum íranskra yfirvalda um aðild að sprengjutilræðum í suðurvesturhluta Írans í gær sem kostuðu fimm manns lífið. Tvær heimatilbúnar sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili í miðbæ borgarinnar Ahvaz í Khuzestan-héraði og auk þeirra fimm sem létust særðust ríflega 80 manns.

Erlent
Fréttamynd

Ráðherralisti tilbúinn í Noregi

Jens Stoltenberg, tilvonandi forsætisráðherra Noregs, segist hafa komist að samkomulagi um hvert ráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn en hann hyggst ekki greina frá því hverjir sitja í henni fyrr en hann hefur látið Harald konung fá lista yfir ráðherrana í fyrramálið.

Erlent
Fréttamynd

Lét ófriðlega á skemmtistöðum

Lögregla í Kerflavík þurfti í nótt að hafa afskipti af manni sem lét ófriðlega á skemmtistöðum í miðbæ Keflavíkur. Maðurinn mun hafa ráðist á annan mann á skemmtistað og slegið hann og var það tilkynnt til lögreglu. Þegar hún kom á vettvang var maðurinn á bak og burt og hafði þá farið á annan veitingastað. Þar handtók lögregla hann þar sem hann var við það að lenda í stimpingum við annan mann og var hann látinn gista fangageymslur á meðan hann róaði sig.

Innlent
Fréttamynd

Tvö umferðaróhöpp í gærkvöld

Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í gærkvöld og var um útafasktur að ræða í báðum tilvikum. Bíll fór út af veginum við Reykholt um klukkan hálftíu. Engin slys urðu á fólki en fjarlægja þurfti bílinn með dráttarbíl. Svipað var uppi á teningnum á Holtavörðuheiði laust eftir klukkan ellefu í gærkvöld en þá skemmdist fólksbíll nokkuð þegar hann fór út af veginum. Enginn í bílnum slasaðist.

Innlent
Fréttamynd

Óljóst hvað gerðist

Bilun varð hjá þjónustuaðila Farice-sæstrengsins aðfaranótt sunnudags. Í gær var enn ekki ljóst hvað hefði valdið biluninni.

Innlent
Fréttamynd

Fimm bandarískir hermenn falla

Fimm bandarískir hermenn létust er sprengja sprakk á vegi í Írak á laugardag, þegar Írakar kusu um stjórnarskrá sína. Bandaríski herinn sagði frá þessu í gær en áður hafði herinn sagt að kosningarnar hafi farið friðsamlega fram.

Erlent
Fréttamynd

Sjálfstæði fjölmiðla verði tryggt

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins skorar á Alþingi að setja lög sem tryggja sjálfstæði íslenskra fjölmiðla með hagsmuni samfélagsins af heiðarlegri og vandaðri fjölmiðlun að leiðarljósi. Þetta kemur fram í ályktun nefndar um menningarmál sem samþykkt var á fundinum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ný stjórn

Jens Stoltenberg, nýr forsætisráðherra Noregs, skipar í ráðherrastóla í Osló í dag, en ráðherralaust hefur verið í Noregi nú um helgina, þar sem síðasta ríkisstjórn sagði af sér á föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Störf sjúkraflutningamanna trufluð

Nítján ára piltur hlaut alvarlega höfuðáverka þegar ekið var á hann á Hverfisgötu í gærkvöld. Fjarlægja þurfti ungmenni af slysstað sem trufluðu starf lögreglu og sjúkraflutningamanna.

Innlent
Fréttamynd

Pilturinn útskrifaður af gjörgæslu

Nítján ára piltur, sem hlaut alvarlega áverka á höfði þegar ekið var á hann á Hverfisgötu í gærkvöld, er á batavegi og hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild. Pilturinn var í litlum hópi ungmenna að skemmta sér þegar hann annað hvort fór út á götuna af sjálfsdáðum, eða var ýtt, að sögn lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi veiðimanna í Árnessýslu

Töluverður fjöldi rjúpnaveiðimanna var á ferð um uppsveitir Árnessýslu í gær þegar veiðitímabilið hófst og hafði lögregla á Selfossi eftirlit með þeim. Lögreglu barst ein tilkynning um skyttu á veiðum á óleyfilegum stað og þegar betur var að gáð hafði hún ruglast og farið öfugum megin girðingar sem skilur að veiðisvæði og bannsvæði.

Innlent
Fréttamynd

Unglingur handtekinn vegna hótana

Lögregla í Árósum handtók í gær 17 ára pilt fyrir að hóta teiknurum hjá danska blaðinu Jótlandspóstinum lífláti vegna mynda af spámanninum Múhameð sem birtust í blaðinu. Myndirnar, sem voru tólf talsins og birstust í blaðinu 30. september, vöktu mikla reiði hjá múslímum í Danmörku sem sögðu þær guðlast og gengu um 3500 þeirra um götur Kaupmannahafnar og mótmæltu þeim á föstudag.

Erlent