Fréttir

Fréttamynd

Maður ógnaði með hnífi

24 ára gamall maður hefur verið dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir að leggja vasahníf að hálsi annars sem sat í bíl í Kópavogi í mars á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Berjast fyrir togveiðibanni

Umhverfisverndarsinnar sem berjast gegn togveiðum á alþjóðlegum hafsvæðum barst liðsauki breskra vísindamanna í morgun þar sem þeir skora á bresk stjórnvöld að beita sér fyrir togveiðivanni á alþjóðlegum hafsvæðum.

Innlent
Fréttamynd

Dæmd fyrir að aka á pilt

Kona á Akureyri var í dag dæmd til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og svipt ökuleyfi í tvo mánuði fyrir að keyra yfir gatnamót á rauðu ljósi og aka á ungan pilt sem var á leið yfir gangbraut.

Innlent
Fréttamynd

Eitur í gámi

Slökkviliðsmenn í eiturefnabúningum ásamt starfsmönnum Samskipa og áhöfn Akrafells, leiguskips félagsins, unnu í alla nótt að því að ná eiturefnum úr löskuðum gámi og koma í veg fyrir að þau bærust út í andrúmsloftið eða í jarðveg.

Innlent
Fréttamynd

Ný ríkisstjórn í Noregi

Ríkisstjórn vinstri og miðflokka tók við völdum í Noregi í dag. Þetta er í fyrsta skipti í 20 ár, sem norska stjórnin hefur meirihluta á þingi en í stjórninni eiga sæti 19 ráðherrar, 10 karlar og 9 konur.

Erlent
Fréttamynd

Slær varnagla við einkavæðingu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki forngangsmál að selja hlut ríkisins í Landsvirkjun eins og ályktað var um á Landsfundi flokksins um helgina og Geir H. Haarde nýkjörinn formaður gerði að sérstöku umtalsefni í ræðu sinni á laugardag. Sjálfstæðismenn vilja Íbúðalánasjóð út af almennum húsnæðislánamarkaði og leggja niður stimpilgjöld.

Innlent
Fréttamynd

Lenín undir græna torfu?

Héraðsstjóri Pétursborgar, sem er talinn náinn pólitískur samherji Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, hvatti í gær opinberlega til þess að lík Vladimírs Lenín, sem enn stendur uppi í grafhýsi á Rauða torginu í Moskvu, verði fjarlægt þaðan og grafið.

Erlent
Fréttamynd

Fuglaflensan komin til Grikklands

Grísk yfirvöld greindu frá því í gær að fuglaflensu hefði orðið vart í landinu í fyrsta sinn. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO búast við að pestin haldi áfram að breiðast út.

Erlent
Fréttamynd

Óttast rangar áherslur

Forsvarsmenn Alþjóða heilbrigðissstofnunarinnar óttast að fuglaflensutilfelli sem hafa greinst í Evrópu verði til þess að Evrópuríki hætti að veita fé til að berjast gegn sjúkdómnum í Suð-Austur Asíu, þess í stað einbeiti ríkin sér að því að koma í veg fyrir fuglaflensu í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Borgarar falla í Írak

Sjötíu manns liggja í valnum eftir að bandarískar hersveitir réðust gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta Íraks. Íbúar svæðisins segja flesta hina látnu vera saklausa borgara.

Erlent
Fréttamynd

Merkel kynnir ráðherralið sitt

Forystumenn stóru flokkanna tveggja í Þýskalandi, Kristilegra demókrata (CDU/CSU) og Jafnaðarmanna (SPD) hittust í gær til að hefja formlegar viðræður um gerð málefnasamnings samsteypustjórnar flokkanna. Og Angela Merkel, leiðtogi kristilegra, kynnti hverjir úr röðum hennar flokksmanna setjast með henni í þessa væntanlegu ríkisstjórn.

Erlent
Fréttamynd

Lokað prófkjör

Ákveðið hefur verið að hafa lokað prófkjör hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði við uppstillingu á lista flokksins fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. Tillaga kom fram á félagsfundi um að hafa opið prófkjör en aðeins um fjórðungur félagsmanna var hlynntur því.

Innlent
Fréttamynd

44 morð framin daglega í BNA

Sextán þúsund eitt hundrað þrjátíu og sjö manns voru myrtir í Bandaríkjunum í fyrra. Að meðaltali eru því framin um fjörutíu og fjögur morð á hverjum einasta degi í Bandaríkjunum. Morðum fækaði samt um nærri tvö prósent frá árinu 2003, þegar sextán þúsund og fimm hundruð manns voru myrtir.

Erlent
Fréttamynd

Málið snýst um krónur og aura

Krónur og aurar eru vandamálið í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna. Hvað mega varnir landsins kosta og hvað telst til þeirra er lykilspurningin.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi meðal innflytjenda

Ný dönsk rannsókn sýnir að 2. kynslóða innflytjendur eiga erfiðara með að fóta sig á atvinnumarkaðinum en áður var talið. Töluverðar breytingar hafa orðið á atvinnuþáttöku fólks af erlendum uppruna frá því árið 2001.

Erlent
Fréttamynd

Misráðin ályktun

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja að ályktun Sjálfstæðisflokksins um að synjunarvald forsetans verði fellt úr gildi, sé misráðin og beri ekki vott um sáttatón. Flokkurinn sé hikandi við að ákveða hvað eigi að koma í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Rjúpnaskyttur á röngum stað

Rjúpnaskyttur hófu skothríð í sumarbústaðalandi í Hrunamannahreppi í gær, svo fólki þar brá í brún og hringdi á lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Bótahækkanir gætu fallið niður

Ef hætt verður við að afnema bensínstyrk til öryrkja getur það orðið til þess að hætta verður við hækkanir bóta til öryrkja sem lagðar eru til í fjárlagafrumvarpinu, sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra við upphaf þingfundar. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, hafði hvatt sér hljóðs um málið vegna ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins

Innlent
Fréttamynd

Reiði vegna hofheimsóknar

Þegar Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, laut í gær höfði í Yasukuni-hofinu í Tókýó, sem tileinkað er minningu Japana sem látið hafa lífið í stríði, voru viðbrögðin í öðrum Asíulöndum snör og hörð: Ráðamenn í Seoul sögðu réttast að aflýsa áformuðum leiðtogafundi og í Peking var því lýst yfir að hofheimsóknin væri ögrun.

Erlent
Fréttamynd

Borgarar falla í Írak

Sjötíu manns liggja í valnum eftir að bandarískar hersveitir réðust gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta Íraks. Íbúar svæðisins segja flesta hina látnu vera saklausa borgara.

Erlent
Fréttamynd

Vilja evrópska fuglaflensunefnd

Fuglaflensa hefur greinst í Grikklandi og beðið er niðurstöðu rannsókna á sýnum úr dauðum farfuglum í Króatíu. Sérfræðingar telja núna ómögulegt að koma í veg fyrir að flensan breiðist út um Evrópu, en markmiðið er að hindra að menn smitist af henni.

Erlent
Fréttamynd

Vilja flytja inn erfðaefni í kýr

Borgfirskir kúabændur segja vísbendingar um að íslenska búkolla fullnægi ekki til frambúðar aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum og vilja því að hafinn verði undirbúningur að innflutningi erfðaefnis frá útlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Úkraína fái að semja um NATO-aðild

Viktor Jústsjenko, forseti Úkraínu, sagðist í gær vonast til að viðræður um aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu gætu hafist á vori komanda. Ennfremur sagði hann að fríverslunarsamningur við Evrópusambandið gæti orðið að veruleika innan 12-15 mánaða. Hann þáði viðurkenningu úr hendi Elísabetar Englandsdrottningar í Lundúnum í gær.

Erlent
Fréttamynd

Víða vatnstjón á Höfn

Talið er að hátt í 20 hús hafi orðið fyrir vatnstjóni á Höfn í Hornafirði um helgina eftir eina úrkomumestu helgi sem sögur fara af þar á slóðum. Enn er verið að meta skemmdir af völdum tjónsins.

Innlent
Fréttamynd

Jarðskjálftar í Tyrklandi

Tveir öflugir jarðskjálftar skóku borgina Izmir í vesturhluta Tyrklands í morgun. Sá fyrri mældist 5,7 stig á Richter og sá síðari 5,9 stig á Richter.

Erlent
Fréttamynd

Tveir jarðskjálftar í Tyrklandi

Tveir stórir jarðskjálftar skóku vesturhluta Tyrklands í morgun. Upptök skjálftanna, sem voru 5,7 og 5,9 á Richter, voru á botni Sigacik-flóa, um fimmtíu kílómetra suðvestur af hafnarborginni Izmir, þriðju stærstu borg Tyrklands. Mikil skelfing greip um sig meðal borgarbúa og slösuðust að minnsta kosti þrír við að stökkva út um glugga.

Erlent
Fréttamynd

Vatnstjón á tuttugu húsum

Um tuttugu hús urðu fyrir vatnstjóni á Höfn í Hornafirði um helgina eftir einhverja mestu úrkomu á svæðinu í manna minnum. Enn er verið að meta skemmdir.

Innlent
Fréttamynd

Biðtími flóttamanna 7-8 vikur

Að jafnaði tekur sjö til átta vikur að afgreiða umsóknir útlendinga um hæli hér á landi. Dæmi eru þó um að hælisleitendur hafi þurft að bíða á annað ár eftir endanlegu svari.

Innlent
Fréttamynd

Vilja stimpilgjöldin burt

Sjálfstæðismenn vilja að stimpilgjöld verði felld niður í núverandi mynd. Þetta er meðal efnis í ályktun landsfundar sjálfstæðismanna í húsnæðismálum sem samþykkt var í gær. Fyrir fundinum lágu drög að ályktun í sama málaflokki þar sem einungis var gert ráð fyrir því að fella bæri stimpilgjöld niður þegar aðstæður leyfðu.

Innlent