Fréttir Krónan helsta útflutningsvaran Krónan er orðin helsta útflutningsvara Íslands, segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sem óttast að frekari vaxtahækkanir Seðlabankans á morgun geri stöðu útflutningsatvinnugreina enn erfiðari en hún er þegar orðin. Innlent 25.1.2006 21:39 Starfsmönnum fækkað um hátt í 60 Starfsmönnum HB Granda á Akranesi hefur fækkað um hátt í sextíu á rúmu ári frá því fyrirtækið varð til við sameiningu Haralds Böðvarssonar á Akranesi og Granda í Reykjavík. Innlent 25.1.2006 21:31 Álver í Straumsvík og á Norðurlandi ekki aðskilin mál Bæjarstjórinn á Akureyri segist ekki trúa því að farið verði í stækkun álversins í Straumsvík þannig að Norðlendingar verði hornreka í atvinnuuppbyggingu. Innlent 25.1.2006 21:15 Verkfalli flugmanna SAS í Danmörku er lokið Flugmenn SAS í Danmörku ákváðu í dag að snúa aftur til vinnu eftir að hafa fundað með stjórnendum félagsins. Erlent 25.1.2006 20:18 Google ritskoðað í Kína Kínverjar geta senn farið að notfæra sér Google-leitarvélina á Netinu, en böggull fylgir skammrifi. Leitarvélin verður stillt þannig að tiltekin leitarorð sem tengjast pólitísku andófi skila engum niðurstöðum. Erlent 25.1.2006 20:14 Íranar fagna tilboði Rússa Íranar fagna tilboði stjórnvalda í Moskvu um að Rússar auðgi úran fyrir þá en segja nauðsynlegt að útfæra tilboðið betur. Stjórnvöld í Teheran hóta því að hefja auðgun úrans af fullum krafti ef kjarnorkudeilu þeirra við Vesturveldin verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Erlent 25.1.2006 20:09 Hamas og Fatah með yfir 40% atkvæða Hamas-fylkingin hlaut 42% atkvæða í þingkosningum Palestínumanna í dag en Fatah-flokkur Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, fékk 45% ef marka má fyrstu útgöguspá vegna kosninganna. Þetta er nokkuð á skjön við niðurstöður kannana í aðdraganda kosninganna þegar Hamas var spáð um 30% atkvæða og Fatah um 40% Erlent 25.1.2006 20:01 Leynd yfir ofurkjörum og starfslokasamningum Fyrirtæki sem ekki eru skráð í Kauphöllinni þurfa ekki að upplýsa í ársreikningum um ofurkjör eða starfslokasamninga stjórnenda sinna. Þau falla undir reglur Fjármálaeftirlitsins um upplýsingaskyldu sem ganga ekki jafn langt. Viðskiptaráðherra segir ekki á dagskrá að gera Lífeyrissjóðum skylt að birta slíkar upplýsingar í ársreikningi. Innlent 25.1.2006 19:32 Ísraelar hindruðu kosningar í Austur-Jerúsalem Mikil spenna ríkti á herteknu svæðunum í Palestínu enda hafa þingkosningar ekki farið þar fram í áratug. Í Austur-Jerúsalem fékk aðeins brot kjósenda að neyta atkvæðisréttar. Erlent 25.1.2006 19:20 Spár benda til að Fatah fái flest atkvæði Fyrstu útgönguspár benda til að Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas hafi fengið um 46 prósent atkvæða í palestínsku þingkosningunum sem fram fóru í dag. Að því er Reuters-fréttastofan hermir fengu hin herskáu Hamas-samtök rétt rúmlega þrjátíu prósent. Erlent 25.1.2006 19:09 Stjórnvöld taka alþjóðlegar skuldbindingar sínar ekki alvarlega Umhverfisverndarsinnar segja að íslensk stjórnvöld taki alþjóðlegar skuldbindingar sínar ekki alvarlega. Stækkun álversins í Straumsvík myndi klára mengunarkvóta Íslands, samkvæmt Kyoto-bókuninni. Innlent 25.1.2006 19:02 Í farbann vegna dópsmygls Hæstiréttur hefur dæmt mann í farbann meðan réttað er í máli gegn honum vegna stórfellds fíkniefnasmygls. Maðurinn er talinn hafa smyglað tæpum fjórum kílóum af hassi og einu kílói af amfetamíni sem voru falin í bíl sem kom hingað með Norrænu frá Danmörku þrettánda þessa mánaðar. Innlent 25.1.2006 17:34 Langtímasamningur í sjónmáli Samningar milli Landsspítala-háskólasjúkrahús og Art Medica um tæknifrjóvganir bíða endurnýjunar en vonir eru bundnar til að langtímasamningur náist um næstu mánaðarmót. Bráðabirgðasamningar hafa hingað til skapað nokkurra óvissu meðal þeirra sem bíða tæknifrjógvunaraðgerða. Innlent 25.1.2006 17:20 Mikilvægt að fá fagmann til að tengja gaseldavélar á heimilum Gasnotkun á heimilum hefur verið að aukast á síðustu árum en gaseldavélar og gashelluborð hafa sjaldan verið eins vinsæl. Óhætt er að segja að lítill blossi geti hæglega valdið miklu báli sé ekki fyllsta öryggis gætt. Mikilvægt er að vanda til verka þegar gas er tengt við eldunartæki á heimilum og þá þarf að yfirfara búnaðinn reglulega. Innlent 25.1.2006 17:16 Gæludýr á um 30% heimila í landinu Íslendingar eru greinilega miklir dýravinir en gæludýr eru á um þriðjungur heimila í landinu. Kettir eru vinsælastir allra gæludýra og þar á eftir kemur besti vinur mannsins, hundurinn. Innlent 25.1.2006 17:11 Best að sitja sem fastast Kristinn H. Gunnarsson segist ekki á þeim buxunum að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir harða gagnrýni Gunnars Braga Sveinssonar, sveitarstjórnarmanns og miðstjórnarmanns í Framsóknarflokknum, sem segir réttast að Kristinn láti af þingmennsku. Innlent 25.1.2006 17:03 Fækkar sveitarfélögum enn? Atkvæðagreiðsla um sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar í eitt sveitarfélag fer fram næstkomandi laugardag. Íbúar sveitarfélaganna tveggja samþykktu tillögu um sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð í október 2005 og því verður kosið aftur í sveitarfélögunum tveimur. Samþykki íbúar þeirra sameiningu verður til nýtt sveitarfélag með 2.300 íbúa. Við það mun sveitarfélögum í landinu enn fækka og verða þau þá 85 er gengið verður til sveitarstjórnarkosninga í vor. Innlent 25.1.2006 16:49 Þoka á Hellisheiði og í Þrengslum og víða hálka Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis kemur fram að þoka er á Hellisheiði og í Þrengslum og ýmist hálka eða hálkublettir á milli Kvískerja og Víkur í Mýrdal, á Sunnanverðum Vestfjörðum, á Eyrarfjalli, Steingrímsfjarðarheiði, Vatnsskarði, Öxnadalsheiði, Lágheiði og víða á Norðausturlandi. Innlent 25.1.2006 16:34 Refsingar krafist vegna einkadans í Goldfinger Fyrirtaka var í dag í máli sem sýslumaðurinn í Kópavogi rekur á hendur rekstraraðila og tveggja dansmeyja næturklúbbsins Goldfinger fyrir brot á lögreglusamþykkt. Dansmeyjarnar tvær eru sakaðar um að hafa sýnt nektardans í lokuðu rými með viðskiptamanni í næturklúbbnum að kvöldi föstudagsins 7. október 2005. Rekstraraðili klúbbsins er sakaður um að hafa staðið fyrir sýningunni og krefst ákærandi þess að öll þrjú verði dæmd til refsingar. Innlent 25.1.2006 16:15 Fljúga tvisvar í viku frá Akureyri Iceland Express flýgur tvisvar í viku milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í sumar. Flugið hefst 30. maí næstkomandi og kostar flugið hvora leið tæpar átta þúsund krónur auk flugvallarskatta. Flogið verður á þriðjudögum og fimmtudögum en farmiðasala hefst í næstu viku. Innlent 25.1.2006 15:59 Leitarsveit SOS-barnaþorpanna hefur uppi á börnum í Pakistan Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, látlausar rigningar og snjókomu, umhverfis skjálftasvæðið í Pakistan hefur leitar- og hjálparsveit SOS-barnaþorpanna haldið áfram uppteknum hætti við að finna og skrá börn sem eru ein á báti eftir jarðskjálftana. Nú eru 129 slík börn í umsjá SOS-barnaþorpanna og hefur þeim verið komið fyrir í barnaþorpum eða í neyðarskýlum SOS til bráðabirgða. Erlent 25.1.2006 15:39 Auglýsa gæslu án gjalds Foreldravefurinn Barnanet.is hefur opnað svæði þar sem dagforeldrar og aðrir þeir sem bjóða barnagæslu geta auglýst þjónustu sína án gjalds. Þetta er að sögn gert vegna þess ástands sem skapast hefur á leikskólum að undanförnuj vegna manneklu. Aðstandendur vefsins hvetja foreldra til að nýta sér þjónustuna. Innlent 25.1.2006 14:14 Fákeppni um sólarlandaferðir Með kaupum Sumarferða á Ferðaskrifstofu Íslands í gær bítast aðeins tvær ferðaskrifstofur um sólar- og orlofsferðir Íslendinga til útlanda. Rétt er að árétta að eins og staðan er á ferðamarkaðnum þá sjá flugfélögin Icelandair og Iceland Express um þrjá fjórðu hluta þeirra ferða sem Íslendingar fara. Ferðaskrifstofurnar bítast því aðeins um fjórðung markaðarins. Auk þess hefur sænska ferðaskrifstofan Appolo nýhafið sölu ferða hérlendis og er enn óþekkt stærð á markaði. Innlent 25.1.2006 12:03 Kristinn kommi og María mey Fulltrúi í miðstjórn og sveitarstjórnarmaður Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar vill að Kristinn H. Gunnarsson, samflokksmaður hans, segi af sér þingmennsku. Mælirinn sé einfaldlega fullur. Sveitarstjórnarfulltrúinn kallar Kristin komma, en líkir honum jafnframt við Maríu mey. Innlent 25.1.2006 12:02 Klámtölvuveira herjar á tölvuheiminn Klámtengd tölvuveira sem ber nafnið Kamasútra ræðst nú á tölvukerfi um allan heim og er þegar búinn að gera usla hérlendis. Að sögn sérfræðinga er langt síðan að fram hefur komið svo skæð veira sem valdið geti eins miklum skaða og Kamasútra. Innlent 25.1.2006 12:00 Athugasemdir við stækkun álvers Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur gert athugasemdir við umhverfismat vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík um helming. Deiliskipulag fyrir svæðið liggur ekki fyrir og bæjarstjórnin fellst ekki á að mengun aukist við stækkunina. Innlent 25.1.2006 11:16 Essó lækkar bensínverð Bensínverð lækkar um eina og hálfa krónu líterinn á afgreiðslustöðvum Essó í dag og líterinn af dísil- og gasolíu lækkar um krónu. Eftir þessa breytingu verður algengt verð í sjálfsafgreiðslu á höfuðborgarsvæðinu 111,70 krónúr. Innlent 25.1.2006 11:35 Góð kjörsókn í Palestínu Kjörsókn í Palestínu hefur verið góð það sem af er degi en þar kjósa landsmenn nýtt þing, í fyrsta sinn í tíu ár. Útlit er fyrir að Hamas-hreyfingin fái nánast jafnmikið fylgi og Fatah-flokkur Mahmouds Abbas, forseta heimastjórnarinnar. Erlent 25.1.2006 11:27 „Fráleit byggðastefna“ Það er fráleit byggðastefna að ráðast í stórfellda uppbyggingu áliðnaðar á Suðvesturlandi á undan uppbyggingu álvers á Norðurlandi. Þetta segir í nýrri ályktun bæjarstjórnar Húsavíkurbæjar. Innlent 25.1.2006 10:23 Ákærð fyrir að aka ölvuð á unnusta sinn Ríkissaksóknari hefur ákært tvítuga konu fyrir alvarlega líkamsárás fyrir að aka ölvuð og af ásetningi á unnusta sinn og slasa hann. Innlent 25.1.2006 10:18 « ‹ ›
Krónan helsta útflutningsvaran Krónan er orðin helsta útflutningsvara Íslands, segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sem óttast að frekari vaxtahækkanir Seðlabankans á morgun geri stöðu útflutningsatvinnugreina enn erfiðari en hún er þegar orðin. Innlent 25.1.2006 21:39
Starfsmönnum fækkað um hátt í 60 Starfsmönnum HB Granda á Akranesi hefur fækkað um hátt í sextíu á rúmu ári frá því fyrirtækið varð til við sameiningu Haralds Böðvarssonar á Akranesi og Granda í Reykjavík. Innlent 25.1.2006 21:31
Álver í Straumsvík og á Norðurlandi ekki aðskilin mál Bæjarstjórinn á Akureyri segist ekki trúa því að farið verði í stækkun álversins í Straumsvík þannig að Norðlendingar verði hornreka í atvinnuuppbyggingu. Innlent 25.1.2006 21:15
Verkfalli flugmanna SAS í Danmörku er lokið Flugmenn SAS í Danmörku ákváðu í dag að snúa aftur til vinnu eftir að hafa fundað með stjórnendum félagsins. Erlent 25.1.2006 20:18
Google ritskoðað í Kína Kínverjar geta senn farið að notfæra sér Google-leitarvélina á Netinu, en böggull fylgir skammrifi. Leitarvélin verður stillt þannig að tiltekin leitarorð sem tengjast pólitísku andófi skila engum niðurstöðum. Erlent 25.1.2006 20:14
Íranar fagna tilboði Rússa Íranar fagna tilboði stjórnvalda í Moskvu um að Rússar auðgi úran fyrir þá en segja nauðsynlegt að útfæra tilboðið betur. Stjórnvöld í Teheran hóta því að hefja auðgun úrans af fullum krafti ef kjarnorkudeilu þeirra við Vesturveldin verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Erlent 25.1.2006 20:09
Hamas og Fatah með yfir 40% atkvæða Hamas-fylkingin hlaut 42% atkvæða í þingkosningum Palestínumanna í dag en Fatah-flokkur Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, fékk 45% ef marka má fyrstu útgöguspá vegna kosninganna. Þetta er nokkuð á skjön við niðurstöður kannana í aðdraganda kosninganna þegar Hamas var spáð um 30% atkvæða og Fatah um 40% Erlent 25.1.2006 20:01
Leynd yfir ofurkjörum og starfslokasamningum Fyrirtæki sem ekki eru skráð í Kauphöllinni þurfa ekki að upplýsa í ársreikningum um ofurkjör eða starfslokasamninga stjórnenda sinna. Þau falla undir reglur Fjármálaeftirlitsins um upplýsingaskyldu sem ganga ekki jafn langt. Viðskiptaráðherra segir ekki á dagskrá að gera Lífeyrissjóðum skylt að birta slíkar upplýsingar í ársreikningi. Innlent 25.1.2006 19:32
Ísraelar hindruðu kosningar í Austur-Jerúsalem Mikil spenna ríkti á herteknu svæðunum í Palestínu enda hafa þingkosningar ekki farið þar fram í áratug. Í Austur-Jerúsalem fékk aðeins brot kjósenda að neyta atkvæðisréttar. Erlent 25.1.2006 19:20
Spár benda til að Fatah fái flest atkvæði Fyrstu útgönguspár benda til að Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas hafi fengið um 46 prósent atkvæða í palestínsku þingkosningunum sem fram fóru í dag. Að því er Reuters-fréttastofan hermir fengu hin herskáu Hamas-samtök rétt rúmlega þrjátíu prósent. Erlent 25.1.2006 19:09
Stjórnvöld taka alþjóðlegar skuldbindingar sínar ekki alvarlega Umhverfisverndarsinnar segja að íslensk stjórnvöld taki alþjóðlegar skuldbindingar sínar ekki alvarlega. Stækkun álversins í Straumsvík myndi klára mengunarkvóta Íslands, samkvæmt Kyoto-bókuninni. Innlent 25.1.2006 19:02
Í farbann vegna dópsmygls Hæstiréttur hefur dæmt mann í farbann meðan réttað er í máli gegn honum vegna stórfellds fíkniefnasmygls. Maðurinn er talinn hafa smyglað tæpum fjórum kílóum af hassi og einu kílói af amfetamíni sem voru falin í bíl sem kom hingað með Norrænu frá Danmörku þrettánda þessa mánaðar. Innlent 25.1.2006 17:34
Langtímasamningur í sjónmáli Samningar milli Landsspítala-háskólasjúkrahús og Art Medica um tæknifrjóvganir bíða endurnýjunar en vonir eru bundnar til að langtímasamningur náist um næstu mánaðarmót. Bráðabirgðasamningar hafa hingað til skapað nokkurra óvissu meðal þeirra sem bíða tæknifrjógvunaraðgerða. Innlent 25.1.2006 17:20
Mikilvægt að fá fagmann til að tengja gaseldavélar á heimilum Gasnotkun á heimilum hefur verið að aukast á síðustu árum en gaseldavélar og gashelluborð hafa sjaldan verið eins vinsæl. Óhætt er að segja að lítill blossi geti hæglega valdið miklu báli sé ekki fyllsta öryggis gætt. Mikilvægt er að vanda til verka þegar gas er tengt við eldunartæki á heimilum og þá þarf að yfirfara búnaðinn reglulega. Innlent 25.1.2006 17:16
Gæludýr á um 30% heimila í landinu Íslendingar eru greinilega miklir dýravinir en gæludýr eru á um þriðjungur heimila í landinu. Kettir eru vinsælastir allra gæludýra og þar á eftir kemur besti vinur mannsins, hundurinn. Innlent 25.1.2006 17:11
Best að sitja sem fastast Kristinn H. Gunnarsson segist ekki á þeim buxunum að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir harða gagnrýni Gunnars Braga Sveinssonar, sveitarstjórnarmanns og miðstjórnarmanns í Framsóknarflokknum, sem segir réttast að Kristinn láti af þingmennsku. Innlent 25.1.2006 17:03
Fækkar sveitarfélögum enn? Atkvæðagreiðsla um sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar í eitt sveitarfélag fer fram næstkomandi laugardag. Íbúar sveitarfélaganna tveggja samþykktu tillögu um sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð í október 2005 og því verður kosið aftur í sveitarfélögunum tveimur. Samþykki íbúar þeirra sameiningu verður til nýtt sveitarfélag með 2.300 íbúa. Við það mun sveitarfélögum í landinu enn fækka og verða þau þá 85 er gengið verður til sveitarstjórnarkosninga í vor. Innlent 25.1.2006 16:49
Þoka á Hellisheiði og í Þrengslum og víða hálka Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis kemur fram að þoka er á Hellisheiði og í Þrengslum og ýmist hálka eða hálkublettir á milli Kvískerja og Víkur í Mýrdal, á Sunnanverðum Vestfjörðum, á Eyrarfjalli, Steingrímsfjarðarheiði, Vatnsskarði, Öxnadalsheiði, Lágheiði og víða á Norðausturlandi. Innlent 25.1.2006 16:34
Refsingar krafist vegna einkadans í Goldfinger Fyrirtaka var í dag í máli sem sýslumaðurinn í Kópavogi rekur á hendur rekstraraðila og tveggja dansmeyja næturklúbbsins Goldfinger fyrir brot á lögreglusamþykkt. Dansmeyjarnar tvær eru sakaðar um að hafa sýnt nektardans í lokuðu rými með viðskiptamanni í næturklúbbnum að kvöldi föstudagsins 7. október 2005. Rekstraraðili klúbbsins er sakaður um að hafa staðið fyrir sýningunni og krefst ákærandi þess að öll þrjú verði dæmd til refsingar. Innlent 25.1.2006 16:15
Fljúga tvisvar í viku frá Akureyri Iceland Express flýgur tvisvar í viku milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í sumar. Flugið hefst 30. maí næstkomandi og kostar flugið hvora leið tæpar átta þúsund krónur auk flugvallarskatta. Flogið verður á þriðjudögum og fimmtudögum en farmiðasala hefst í næstu viku. Innlent 25.1.2006 15:59
Leitarsveit SOS-barnaþorpanna hefur uppi á börnum í Pakistan Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, látlausar rigningar og snjókomu, umhverfis skjálftasvæðið í Pakistan hefur leitar- og hjálparsveit SOS-barnaþorpanna haldið áfram uppteknum hætti við að finna og skrá börn sem eru ein á báti eftir jarðskjálftana. Nú eru 129 slík börn í umsjá SOS-barnaþorpanna og hefur þeim verið komið fyrir í barnaþorpum eða í neyðarskýlum SOS til bráðabirgða. Erlent 25.1.2006 15:39
Auglýsa gæslu án gjalds Foreldravefurinn Barnanet.is hefur opnað svæði þar sem dagforeldrar og aðrir þeir sem bjóða barnagæslu geta auglýst þjónustu sína án gjalds. Þetta er að sögn gert vegna þess ástands sem skapast hefur á leikskólum að undanförnuj vegna manneklu. Aðstandendur vefsins hvetja foreldra til að nýta sér þjónustuna. Innlent 25.1.2006 14:14
Fákeppni um sólarlandaferðir Með kaupum Sumarferða á Ferðaskrifstofu Íslands í gær bítast aðeins tvær ferðaskrifstofur um sólar- og orlofsferðir Íslendinga til útlanda. Rétt er að árétta að eins og staðan er á ferðamarkaðnum þá sjá flugfélögin Icelandair og Iceland Express um þrjá fjórðu hluta þeirra ferða sem Íslendingar fara. Ferðaskrifstofurnar bítast því aðeins um fjórðung markaðarins. Auk þess hefur sænska ferðaskrifstofan Appolo nýhafið sölu ferða hérlendis og er enn óþekkt stærð á markaði. Innlent 25.1.2006 12:03
Kristinn kommi og María mey Fulltrúi í miðstjórn og sveitarstjórnarmaður Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar vill að Kristinn H. Gunnarsson, samflokksmaður hans, segi af sér þingmennsku. Mælirinn sé einfaldlega fullur. Sveitarstjórnarfulltrúinn kallar Kristin komma, en líkir honum jafnframt við Maríu mey. Innlent 25.1.2006 12:02
Klámtölvuveira herjar á tölvuheiminn Klámtengd tölvuveira sem ber nafnið Kamasútra ræðst nú á tölvukerfi um allan heim og er þegar búinn að gera usla hérlendis. Að sögn sérfræðinga er langt síðan að fram hefur komið svo skæð veira sem valdið geti eins miklum skaða og Kamasútra. Innlent 25.1.2006 12:00
Athugasemdir við stækkun álvers Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur gert athugasemdir við umhverfismat vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík um helming. Deiliskipulag fyrir svæðið liggur ekki fyrir og bæjarstjórnin fellst ekki á að mengun aukist við stækkunina. Innlent 25.1.2006 11:16
Essó lækkar bensínverð Bensínverð lækkar um eina og hálfa krónu líterinn á afgreiðslustöðvum Essó í dag og líterinn af dísil- og gasolíu lækkar um krónu. Eftir þessa breytingu verður algengt verð í sjálfsafgreiðslu á höfuðborgarsvæðinu 111,70 krónúr. Innlent 25.1.2006 11:35
Góð kjörsókn í Palestínu Kjörsókn í Palestínu hefur verið góð það sem af er degi en þar kjósa landsmenn nýtt þing, í fyrsta sinn í tíu ár. Útlit er fyrir að Hamas-hreyfingin fái nánast jafnmikið fylgi og Fatah-flokkur Mahmouds Abbas, forseta heimastjórnarinnar. Erlent 25.1.2006 11:27
„Fráleit byggðastefna“ Það er fráleit byggðastefna að ráðast í stórfellda uppbyggingu áliðnaðar á Suðvesturlandi á undan uppbyggingu álvers á Norðurlandi. Þetta segir í nýrri ályktun bæjarstjórnar Húsavíkurbæjar. Innlent 25.1.2006 10:23
Ákærð fyrir að aka ölvuð á unnusta sinn Ríkissaksóknari hefur ákært tvítuga konu fyrir alvarlega líkamsárás fyrir að aka ölvuð og af ásetningi á unnusta sinn og slasa hann. Innlent 25.1.2006 10:18