Fréttir Níu létust í rútuslysi í Svíþjóð Í það minnsta níu manns biðu bana og tugir slösuðust í alvarlegu rútuslysi í Mið-Svíþjóð um hádegisleytið í dag. Fimmtíu farþegar voru um borð í rútunni sem virðist hafa runnið af ísilagðri hraðbrautinni á mikilli ferð. Erlent 27.1.2006 18:08 Öflugur jarðskjálfti austur af Indónesíu Öflugur jarðskjálfti sem mældist 7,7 á Richter varð í Banda-hafi, skammt austur af Indónesíu, nú laust fyrir klukkan 18. Ekki vitað hvort flóðbylgja hafi myndast af hans völdum. Erlent 27.1.2006 18:04 Ásgeir Sverrisson nýr ritstjóri Blaðsins Ásgeir Sverrisson hefur verið ráðinn ritstjóri Blaðsins og mun hefja störf 1. febrúar næstkomandi. Ásgeir hefur starfað á ritstjórn Morgunblaðsins í tæp 20 ár og verið fréttastjóri erlendra frétta á Morgunblaðinu frá árinu 2001. Innlent 27.1.2006 18:04 Þúsund hafa kosið utan kjörstaðar í prófkjöri framsóknarmanna Um þúsund manns hafa kosið utan kjörstaðar fyrir prófkjör framsóknarmanna í borginni sem fram fer á morgun. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir frá því á mánudag en henni lauk nú klukkan fimm. Innlent 27.1.2006 17:57 11 milljarða króna pottur í Evrópulottóinu Lottó-æði virðist hafa gripið um sig í Evrópu nú þegar potturinn í Evrópulottóinu er jafnvirði rúmlega 11 milljarða íslenskra króna. Enginn hefur verið með allar tölur réttar í lottóinu síðan í nóvember í fyrra og því skal engan undra að vinningsupphæðin sé svona há nú. Erlent 27.1.2006 17:54 Segir skatta hafa lækkað umtalsvert frá 1994 Að sögn fjármálaráðuneytisins hafa skattar lækkað umtalsvert frá árinu 1994 og munu lækka enn frekar fram til ársins 2007 þegar allar ákvarðanir um skattalækkanir hafa tekið gildi. Þá segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu að skattleysismörk á sama verðlagi séu nánast þau sömu og þau voru árið 1994 og að þau muni verða talsvert hærri árið 2007. Innlent 27.1.2006 17:49 Hundasirkus í Hong Kong 10 hæfileikaríkir japanskir hundar skemmtu áhorfendum í Hong Kong í dag í tilefni þess að ár hundsins gengur í garð á sunnudag samkvæmt kínverska tímatalinu. Erlent 27.1.2006 17:42 2 milljónir Sómala þurfa matvælaaðstoð Rúmlega tvær milljónir Sómala þurfa nauðsynlega á matvælaaðstoð að halda nú þegar vegna alvarlegra þurrka sem hafa herjað á landið. Sérfærðingar Sameinuðu þjóðanna segja uppskeruna í landinu nú ekki hafa verið jafn rýra í heilan áratug enda hefur ekki rignt í landinu síðastliðin þrjú regntímabil. Erlent 27.1.2006 17:33 Karl og kona úrskurðuð í viku gæsluvarðhald Karl og kona voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku í tengslum við umsvifamikla kannabisræktun í atvinnuhúsnæði sem upp komst um í gær. Á þriðja hundrað kannabisplöntur fundust í húsnæðinu, sumar allt að tveggja metra háar, og einnig smáræði af hassi og amfetamíni. Innlent 27.1.2006 17:29 Osta- og smjörsalan fjarlægir osta úr verslunum Osta- og smjörsalan hefur innkallað í dag og fjarlægt þrjú vörunúmer úr verslunum vegna gerlagalla sem greindist í Búra og Havarti-ostum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfissviði borgarinnar. Þær vörutegundir sem um er að ræða eru vörnúmer 4011 Búri, vörunúmer 3905 Havarti 32% og vörunúmer 3915 Krydd-Havarti 32%. Innlent 27.1.2006 16:58 Tveir fluttir til aðhlynningar eftir harðan árekstur Harður árekstur varð á Vesturlandsvegi um þrjúleytið og voru tveir aðilar fluttir með sjúkrabifreið til aðhlynningar á sjúkrahús. Ekki er enn vitað hvort alvarleg slys hafi orðið á fólki en að sögn læknis virðist sem svo sé ekki. Áreksturinn átti sér stað við svokallað vigtunarplan á Vesturlandsvegi þegar jeppabifreið var ekið undir vörubílspall. Innlent 27.1.2006 16:33 Átta látnir og 40 slasaðir eftir rútuslys Að minnsta kosti átta létu lífið og rúmlega 40 slösuðust, þar af 20 alvarlega, þegar rúta með fimmtíu farþegum um borð hafnaði á hvolfi, ofan í gilskorningi, rétt vestan við Stokkhólm um hádegisbilið. Ekki er vitað um tildrög slyssins, en svo virðist sem rútan hafi farið út af veginum, oltið og runnið um eitthundrað metra á hliðinni, þar til hún hrapaði ofan í tíu til fimmtán metra djúpan gilskorning. Þar lenti hún á hvolfi og þakið lagðist saman að mestu leyti. Björgunarsveitir hafa skriðið inn í flakið og segja að aðkoman hafi verið hræðileg. Lögregla segir sjö enn sitja fasta í flaki rútunnar. Erlent 27.1.2006 15:40 Fjallað um upphaf aðalmeðferðar í Baugsmálinu Fjallað verður um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur nú klukkan tvö hvort aðalmeðferð í Baugsmálinu hefjist 9. eða 10. febrúar, eða síðar. Settur ríkissaksóknari í málinu hefur sótt um frestun á að aðalmeðferð hefjist. Innlent 27.1.2006 13:34 Símasamband komið á að nýju í Kópavogi Bráðabirgðaviðgerð er lokið á rafstrengnum sem bilaði á Kársnesinu í Kópavogi um ellefuleytið í morgun. Vegna þessa náðist ekki símasamband við Atlantsolíu, Atlantsskip og lagerhúsnæði Pennans í á aðra klukkustund. Innlent 27.1.2006 13:18 Hásetarnir ungt fólk sem ekki hefur tekist að fóta sig á vinnumarkaði Fjölsmiðjan í Kópavogi stefnir að útgerð 150 tonna báts á þessu ári þar sem áhöfnin verður skipuð unglingum sem ekki hefur tekist að fóta sig á almennum vinnumarkaði. Innlent 27.1.2006 12:42 Bill Gates þrefaldar framlög til útrýmingar berklaveiki Bill Gates lofaði í dag að þrefalda framlög sín til útrýmingar berklaveiki. Hann stefnir á að auka fjármagnið úr 300 milljónum bandaríkjadala á ári upp í 900 milljónir fyrir 2015, eða í fimmtíu og fjóra milljarða íslenskra króna. Innlent 27.1.2006 12:18 Óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir karli og konu Lögreglan í Reykjavík kom í gær upp um umsvifamikla kannabisræktun í atvinnuhúsnæði skammt frá aðalstöðvum lögreglunnar. Óskað verður eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir karli og konu sem handtekin voru í gærkvöldi. Innlent 27.1.2006 11:58 Öryggisverðir gæta gesta á álráðstefnu Samtök atvinnulífsins hafa ráðið öryggisverði frá Securitas til að gæta öryggis á ráðstefnu um ál og orkuframleiðslu sem fram fer á Hótel Nordica í dag. Hópur fólks réðst inn á ráðstefnu um álframleiðslu í fyrra og sletti skyri á gesti. Innlent 27.1.2006 11:45 Bilun í rafstreng í Kópavogi Bilun varð í rafstreng á Kársnesinu í Kópavogi um ellefuleytið í morgun. Vegna þessa næst ekki símasamband við Atlantsolíu, Atlantsskip og lagerhúsnæði Pennans. Unnið er að viðgerð og er áætlað að henni ljúki skömmu eftir hádegi. Innlent 27.1.2006 11:33 Dýrara á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum Það er dýrara að búa á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum og Íslendingar vinna lengur en frændur þeirra fyrir sambærileg heildarlaun. Þetta kemur fram í samanburðarskýrslu á lífskjörum Norðurlandanna sem hagdeild Alþýðusambandsins tók saman. Innlent 27.1.2006 11:04 Abbas vill að Hamas-samtökin myndi stjórn Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætlar að fela Hamas-samtökunum stjórnarmyndun í landinu eftir sigur samtakanna í þingkosningunum í fyrradag. Hamas hefur ljáð máls á því að mynda samsteypustjórn með Fata, flokki Abbas, en því hafnar Fata-flokkurinn. Erlent 27.1.2006 10:27 Starfsmenn heilbrigðisstétta fái að auglýsa þjónustu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að læknum, tannlæknum, öðrum heilbrigðisstéttum og heilbrigðisstofnunum verði framvegis heimilt að auglýsa þjónustu sína. Innlent 27.1.2006 10:22 Kennarar braska með hlutabréf í stað þess að kenna Í mörgum skólum er slæm mæting nemenda mikill höfuðverkur fyrir kennara. Þessu er hins vegar öfugt farið í sumum skólum í Sádi-Arabíu, ef marka má nýjustu fréttir þaðan. Kennarar þar í landi hafa nefnilega sumir hverjir verið staðnir að því að fara fyrr heim úr vinnunni, eða mæta ekkert yfir höfuð, til að kaupa og selja hlutabréf á hlutabréfamarkaðnum Erlent 27.1.2006 09:49 Sendiherra Sádi-Araba kallaður heim frá Danmörku Sádi-Arabar hafa kallað heim sendiherra sinn í Danmörku. Ástæðan er að sögn danska ríkisútvarpsins sú að ríkisstjórnin hefur ekkert látið til sín taka vegna teikninga sem Jótlandspósturinn birti af Múhameð spámanni en þar er hann teiknaður með sprengju í höfuðfati sínu. Erlent 27.1.2006 09:43 Myndbandsupptaka af þýskum gíslum í Írak Myndbandsupptaka af tveimur Þjóðverjum sem mannræningjar í Írak hafa í haldi í sínu var sýnd á sjónvarpsstöðinni al-Jazeera nú fyrir stundu. Fréttamaður stöðvarinnar sagði gíslana biðja þar um hjálp þýskra stjórnvalda við að fá sig lausa, en ekki fylgdi sögunni hvaða kröfur þyrfti að uppfylla svo af því gæti orðið. Erlent 27.1.2006 07:55 Þrumuveður slær á skógarelda í Ástralíu Þrumuveður hefur slegið aðeins á skógareldana sem geisað hafa í Suðaustur-Ástralíu undanfarna daga. Eldarnir hafa kostað þrjú mannslíf, eyðilagt á þriðja tug heimilia og drepið mikinn búfénað, þar á meðal um 60 þúsund kindur, 500 nautgripi og tæplega 200 alifugla. Erlent 27.1.2006 07:29 Tap General Motors 288 milljarðar á síðasta ári Tap General Motors, stærsta bílaframleiðanda heims, nam 288 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári. Ástæður fyrir slæmu gengi segja forsvarsmenn fyrirtækisins vera minnkandi sölu heima fyrir, hækkandi launakostnað og aukna samkeppni við Asíuríkin, sérstaklega Toyota bílaframleiðandann. Erlent 27.1.2006 07:35 Fíkniefni fundust við húsleit í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi fann talsvert af fíkniefnum við húsleit í heimahúsi í Kópavogi og í fyrirtæki húsráðandans í Reykjavík seint í gærkvöldi. Jafnframt voru tveir handteknir, en sleppt undir morgun að yfirheyrlsum loknum. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til sölu og heldur rannsókn áfram. Við aðgerðina naut lögreglan aðstoðar manna frá öðrum lögregluembættum og Tollgæslunnar og fíkniefnahundur var með í för. Innlent 27.1.2006 07:27 Hálka víða um land Hálka er á Hellisheiði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka, snjóþekja og éljagangur á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hált á Steingrímsfjarðarheiði, Kleifaheiði og á Klettshálsi. Á Norður- Norðaustur- og Austurlandi er víða hálka eða hálkublettir. Innlent 27.1.2006 07:42 Segja Ísraelsher hafa skotið unga stúlku til bana Ísraelski herinn skaut til bana tíu ára palestínska stúlku nærri Gaza landamærunum í gær, að sögn palestínskra yfirvalda. Ísraelski herinn segist enga vitneskju hafa um atburðinn og efi stórlega að palestínsk yfirvöld segir satt rétt frá. Erlent 27.1.2006 07:25 « ‹ ›
Níu létust í rútuslysi í Svíþjóð Í það minnsta níu manns biðu bana og tugir slösuðust í alvarlegu rútuslysi í Mið-Svíþjóð um hádegisleytið í dag. Fimmtíu farþegar voru um borð í rútunni sem virðist hafa runnið af ísilagðri hraðbrautinni á mikilli ferð. Erlent 27.1.2006 18:08
Öflugur jarðskjálfti austur af Indónesíu Öflugur jarðskjálfti sem mældist 7,7 á Richter varð í Banda-hafi, skammt austur af Indónesíu, nú laust fyrir klukkan 18. Ekki vitað hvort flóðbylgja hafi myndast af hans völdum. Erlent 27.1.2006 18:04
Ásgeir Sverrisson nýr ritstjóri Blaðsins Ásgeir Sverrisson hefur verið ráðinn ritstjóri Blaðsins og mun hefja störf 1. febrúar næstkomandi. Ásgeir hefur starfað á ritstjórn Morgunblaðsins í tæp 20 ár og verið fréttastjóri erlendra frétta á Morgunblaðinu frá árinu 2001. Innlent 27.1.2006 18:04
Þúsund hafa kosið utan kjörstaðar í prófkjöri framsóknarmanna Um þúsund manns hafa kosið utan kjörstaðar fyrir prófkjör framsóknarmanna í borginni sem fram fer á morgun. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir frá því á mánudag en henni lauk nú klukkan fimm. Innlent 27.1.2006 17:57
11 milljarða króna pottur í Evrópulottóinu Lottó-æði virðist hafa gripið um sig í Evrópu nú þegar potturinn í Evrópulottóinu er jafnvirði rúmlega 11 milljarða íslenskra króna. Enginn hefur verið með allar tölur réttar í lottóinu síðan í nóvember í fyrra og því skal engan undra að vinningsupphæðin sé svona há nú. Erlent 27.1.2006 17:54
Segir skatta hafa lækkað umtalsvert frá 1994 Að sögn fjármálaráðuneytisins hafa skattar lækkað umtalsvert frá árinu 1994 og munu lækka enn frekar fram til ársins 2007 þegar allar ákvarðanir um skattalækkanir hafa tekið gildi. Þá segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu að skattleysismörk á sama verðlagi séu nánast þau sömu og þau voru árið 1994 og að þau muni verða talsvert hærri árið 2007. Innlent 27.1.2006 17:49
Hundasirkus í Hong Kong 10 hæfileikaríkir japanskir hundar skemmtu áhorfendum í Hong Kong í dag í tilefni þess að ár hundsins gengur í garð á sunnudag samkvæmt kínverska tímatalinu. Erlent 27.1.2006 17:42
2 milljónir Sómala þurfa matvælaaðstoð Rúmlega tvær milljónir Sómala þurfa nauðsynlega á matvælaaðstoð að halda nú þegar vegna alvarlegra þurrka sem hafa herjað á landið. Sérfærðingar Sameinuðu þjóðanna segja uppskeruna í landinu nú ekki hafa verið jafn rýra í heilan áratug enda hefur ekki rignt í landinu síðastliðin þrjú regntímabil. Erlent 27.1.2006 17:33
Karl og kona úrskurðuð í viku gæsluvarðhald Karl og kona voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku í tengslum við umsvifamikla kannabisræktun í atvinnuhúsnæði sem upp komst um í gær. Á þriðja hundrað kannabisplöntur fundust í húsnæðinu, sumar allt að tveggja metra háar, og einnig smáræði af hassi og amfetamíni. Innlent 27.1.2006 17:29
Osta- og smjörsalan fjarlægir osta úr verslunum Osta- og smjörsalan hefur innkallað í dag og fjarlægt þrjú vörunúmer úr verslunum vegna gerlagalla sem greindist í Búra og Havarti-ostum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfissviði borgarinnar. Þær vörutegundir sem um er að ræða eru vörnúmer 4011 Búri, vörunúmer 3905 Havarti 32% og vörunúmer 3915 Krydd-Havarti 32%. Innlent 27.1.2006 16:58
Tveir fluttir til aðhlynningar eftir harðan árekstur Harður árekstur varð á Vesturlandsvegi um þrjúleytið og voru tveir aðilar fluttir með sjúkrabifreið til aðhlynningar á sjúkrahús. Ekki er enn vitað hvort alvarleg slys hafi orðið á fólki en að sögn læknis virðist sem svo sé ekki. Áreksturinn átti sér stað við svokallað vigtunarplan á Vesturlandsvegi þegar jeppabifreið var ekið undir vörubílspall. Innlent 27.1.2006 16:33
Átta látnir og 40 slasaðir eftir rútuslys Að minnsta kosti átta létu lífið og rúmlega 40 slösuðust, þar af 20 alvarlega, þegar rúta með fimmtíu farþegum um borð hafnaði á hvolfi, ofan í gilskorningi, rétt vestan við Stokkhólm um hádegisbilið. Ekki er vitað um tildrög slyssins, en svo virðist sem rútan hafi farið út af veginum, oltið og runnið um eitthundrað metra á hliðinni, þar til hún hrapaði ofan í tíu til fimmtán metra djúpan gilskorning. Þar lenti hún á hvolfi og þakið lagðist saman að mestu leyti. Björgunarsveitir hafa skriðið inn í flakið og segja að aðkoman hafi verið hræðileg. Lögregla segir sjö enn sitja fasta í flaki rútunnar. Erlent 27.1.2006 15:40
Fjallað um upphaf aðalmeðferðar í Baugsmálinu Fjallað verður um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur nú klukkan tvö hvort aðalmeðferð í Baugsmálinu hefjist 9. eða 10. febrúar, eða síðar. Settur ríkissaksóknari í málinu hefur sótt um frestun á að aðalmeðferð hefjist. Innlent 27.1.2006 13:34
Símasamband komið á að nýju í Kópavogi Bráðabirgðaviðgerð er lokið á rafstrengnum sem bilaði á Kársnesinu í Kópavogi um ellefuleytið í morgun. Vegna þessa náðist ekki símasamband við Atlantsolíu, Atlantsskip og lagerhúsnæði Pennans í á aðra klukkustund. Innlent 27.1.2006 13:18
Hásetarnir ungt fólk sem ekki hefur tekist að fóta sig á vinnumarkaði Fjölsmiðjan í Kópavogi stefnir að útgerð 150 tonna báts á þessu ári þar sem áhöfnin verður skipuð unglingum sem ekki hefur tekist að fóta sig á almennum vinnumarkaði. Innlent 27.1.2006 12:42
Bill Gates þrefaldar framlög til útrýmingar berklaveiki Bill Gates lofaði í dag að þrefalda framlög sín til útrýmingar berklaveiki. Hann stefnir á að auka fjármagnið úr 300 milljónum bandaríkjadala á ári upp í 900 milljónir fyrir 2015, eða í fimmtíu og fjóra milljarða íslenskra króna. Innlent 27.1.2006 12:18
Óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir karli og konu Lögreglan í Reykjavík kom í gær upp um umsvifamikla kannabisræktun í atvinnuhúsnæði skammt frá aðalstöðvum lögreglunnar. Óskað verður eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir karli og konu sem handtekin voru í gærkvöldi. Innlent 27.1.2006 11:58
Öryggisverðir gæta gesta á álráðstefnu Samtök atvinnulífsins hafa ráðið öryggisverði frá Securitas til að gæta öryggis á ráðstefnu um ál og orkuframleiðslu sem fram fer á Hótel Nordica í dag. Hópur fólks réðst inn á ráðstefnu um álframleiðslu í fyrra og sletti skyri á gesti. Innlent 27.1.2006 11:45
Bilun í rafstreng í Kópavogi Bilun varð í rafstreng á Kársnesinu í Kópavogi um ellefuleytið í morgun. Vegna þessa næst ekki símasamband við Atlantsolíu, Atlantsskip og lagerhúsnæði Pennans. Unnið er að viðgerð og er áætlað að henni ljúki skömmu eftir hádegi. Innlent 27.1.2006 11:33
Dýrara á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum Það er dýrara að búa á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum og Íslendingar vinna lengur en frændur þeirra fyrir sambærileg heildarlaun. Þetta kemur fram í samanburðarskýrslu á lífskjörum Norðurlandanna sem hagdeild Alþýðusambandsins tók saman. Innlent 27.1.2006 11:04
Abbas vill að Hamas-samtökin myndi stjórn Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætlar að fela Hamas-samtökunum stjórnarmyndun í landinu eftir sigur samtakanna í þingkosningunum í fyrradag. Hamas hefur ljáð máls á því að mynda samsteypustjórn með Fata, flokki Abbas, en því hafnar Fata-flokkurinn. Erlent 27.1.2006 10:27
Starfsmenn heilbrigðisstétta fái að auglýsa þjónustu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að læknum, tannlæknum, öðrum heilbrigðisstéttum og heilbrigðisstofnunum verði framvegis heimilt að auglýsa þjónustu sína. Innlent 27.1.2006 10:22
Kennarar braska með hlutabréf í stað þess að kenna Í mörgum skólum er slæm mæting nemenda mikill höfuðverkur fyrir kennara. Þessu er hins vegar öfugt farið í sumum skólum í Sádi-Arabíu, ef marka má nýjustu fréttir þaðan. Kennarar þar í landi hafa nefnilega sumir hverjir verið staðnir að því að fara fyrr heim úr vinnunni, eða mæta ekkert yfir höfuð, til að kaupa og selja hlutabréf á hlutabréfamarkaðnum Erlent 27.1.2006 09:49
Sendiherra Sádi-Araba kallaður heim frá Danmörku Sádi-Arabar hafa kallað heim sendiherra sinn í Danmörku. Ástæðan er að sögn danska ríkisútvarpsins sú að ríkisstjórnin hefur ekkert látið til sín taka vegna teikninga sem Jótlandspósturinn birti af Múhameð spámanni en þar er hann teiknaður með sprengju í höfuðfati sínu. Erlent 27.1.2006 09:43
Myndbandsupptaka af þýskum gíslum í Írak Myndbandsupptaka af tveimur Þjóðverjum sem mannræningjar í Írak hafa í haldi í sínu var sýnd á sjónvarpsstöðinni al-Jazeera nú fyrir stundu. Fréttamaður stöðvarinnar sagði gíslana biðja þar um hjálp þýskra stjórnvalda við að fá sig lausa, en ekki fylgdi sögunni hvaða kröfur þyrfti að uppfylla svo af því gæti orðið. Erlent 27.1.2006 07:55
Þrumuveður slær á skógarelda í Ástralíu Þrumuveður hefur slegið aðeins á skógareldana sem geisað hafa í Suðaustur-Ástralíu undanfarna daga. Eldarnir hafa kostað þrjú mannslíf, eyðilagt á þriðja tug heimilia og drepið mikinn búfénað, þar á meðal um 60 þúsund kindur, 500 nautgripi og tæplega 200 alifugla. Erlent 27.1.2006 07:29
Tap General Motors 288 milljarðar á síðasta ári Tap General Motors, stærsta bílaframleiðanda heims, nam 288 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári. Ástæður fyrir slæmu gengi segja forsvarsmenn fyrirtækisins vera minnkandi sölu heima fyrir, hækkandi launakostnað og aukna samkeppni við Asíuríkin, sérstaklega Toyota bílaframleiðandann. Erlent 27.1.2006 07:35
Fíkniefni fundust við húsleit í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi fann talsvert af fíkniefnum við húsleit í heimahúsi í Kópavogi og í fyrirtæki húsráðandans í Reykjavík seint í gærkvöldi. Jafnframt voru tveir handteknir, en sleppt undir morgun að yfirheyrlsum loknum. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til sölu og heldur rannsókn áfram. Við aðgerðina naut lögreglan aðstoðar manna frá öðrum lögregluembættum og Tollgæslunnar og fíkniefnahundur var með í för. Innlent 27.1.2006 07:27
Hálka víða um land Hálka er á Hellisheiði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka, snjóþekja og éljagangur á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hált á Steingrímsfjarðarheiði, Kleifaheiði og á Klettshálsi. Á Norður- Norðaustur- og Austurlandi er víða hálka eða hálkublettir. Innlent 27.1.2006 07:42
Segja Ísraelsher hafa skotið unga stúlku til bana Ísraelski herinn skaut til bana tíu ára palestínska stúlku nærri Gaza landamærunum í gær, að sögn palestínskra yfirvalda. Ísraelski herinn segist enga vitneskju hafa um atburðinn og efi stórlega að palestínsk yfirvöld segir satt rétt frá. Erlent 27.1.2006 07:25