Fréttir Næringarslöngu komið fyrir í maga Sharons Læknar Ariels Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, komu í gær næringarslöngu fyrir í maga hans. Hann hefur enn ekki komist til meðvitundar síðan hann fékk alvarlegt heilablóðfall í janúar. Erlent 2.2.2006 07:43 Loka fyrir merki arabískra sjónvarpsstöðva í Hollandi Hollensk yfirvöld hafa slökkt á merki tveggja arabískra gervihnattarsjónvarpsstöðva sem þau segja bera út hatursboðskap og hvetja til hryðjuverka. Önnur stöðvanna, sem er líbönsk, er sögð tengd Hizbollah-skæruliðahreyfingunni en hún hefur þegar verið bönnuð í Frakklandi. Innlent 2.2.2006 07:39 Sprengja sprakk við bragga í Beirút Einn hermaður slasaðist þegar öflug sprengja sprakk við hermannabragga í Beirút í Líbanon í morgun. Skömmu áður en sprengjan sprakk barst viðvörun frá manni sem sagðist tala fyrir al-Qaida í Líbanon. Hann sagði að árás yrði gerð til að hefna fyrir handtökur á þrettán al-Qaida liðum í Líbanon í janúar. Erlent 2.2.2006 07:33 Þinghúsinu á Sri Lanka lokað vegna ótta við hryðjuverk Þinghúsinu í Colombo á Srí Lanka var lokað í morgun af ótta við hryðjuverk. Leitarhundar sýndu óeðlileg viðbrögð við reglubundið eftirlit í nótt og þótti ekki á annað hættandi en að fresta fyrirhuguðum þingfundi á morgun. Erlent 2.2.2006 07:28 SAS flýgur á milli Oslóar og Keflavíkur SAS-flugfélagið ætlar að hefja áætlunarflug á milli Oslóar og Keflavíkur í sumar og eins og greint hefur verið frá ætlar breski flugrisinn British Airways að hefja áætlunarflug á milli Keflavíkur og London í mars. Innlent 2.2.2006 07:45 Vilja strætóferðir milli Reykjavíkur og Árborgar Selfyssingar vilja strætóferðir á milli Reykjavíkur og Árborgar og myndu Hvergerðingar njóta góðs af ferðunum i leiðinni. Innlent 2.2.2006 07:25 Ritstjóri France Soir rekinn fyrir að birta teikningar Eigandi franska dagblaðsins France Soir hefur rekið ritstjóra þess fyrir að hafa birt teikningarnar af Múhameð spámanni í blaðinu í gær. Í tilkynningu segir eigandinn ákvörðunina eiga að vera skýrt merki um virðingu fyrir trú manna og sannfæringu. Erlent 2.2.2006 07:22 Íslendingar lítt hrifnir af hvalkjöti Íslendingar eru lítt hrifnir af hvalkjöti samkvæmt niðurstöðum í skoðanakönnun Gallup sem gerð var að beiðni Alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW. Um 90% aðspurðra í könnuninni segjast ekki hafa keypt hvalkjöt í að minnsta kosti eitt ár. Innlent 1.2.2006 23:12 Íslandsbanki og Landsbanki hækka vexti Íslandsbanki og Landsbankinn hafa farið að fordæmi KB banka og hækkað vexti af óverðtryggðum inn- og útlánum. Hækkun allra bankanna nemur um það bil 0,25 prósentustigum og allir segjast þeir hafa hækkað vexti vegna þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti nýverið. Innlent 2.2.2006 07:20 Fundu fíkniefni við umferðareftirlit Lögreglan í Kópavogi handtók mann í gærkvöldi eftir að talsvert af fíkniefnum fannst á honum við reglubundið eftirlit í umferðinni. Við yfirheyrslur í nótt viðurkenndi hann að hafa ætlað að selja efnin og var honum þá sleppt, en rannsókn málsins verður fram haldið. Innlent 2.2.2006 07:17 Úlit fyrir að máli Írana verði vísað til öryggisráðs SÞ Allt stefnir í að kjarnorkuáætlun Írana verði vísað fyrir öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna síðar í dag. Þær fimm þjóðir sem eiga fast sæti í ráðinu hafa mælst til þess að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin vísi málinu til öryggisráðsins á neyðarfundi sínum í dag. Erlent 2.2.2006 07:13 Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins rýmdar aftur í gær Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og Árósum voru aftur rýmdar í gærkvöldi vegna sprengjuhótunar. Um kvöldmatarleytið hringdi enskumælandi maður úr símaklefa og varaði við sprengingum innan klukkustundar á skrifstofum blaðsins. Erlent 2.2.2006 07:09 Hvatt til hryðjuverka gegn Norðmönnnum og Dönum Óánægja múslíma í arabaheiminum er komin á það stig að hvatt hefur verið til hryðjuverka gegn Norðmönnum og Dönum á heimasíðu íslamskra öfgasamtaka. Fánar þessara frændþjóða okkar voru víða brenndir í Miðausturlöndum í dag. Erlent 1.2.2006 23:04 Undirbúningur að hátæknisjúkrahúsi kominn á skrið Undirbúningur að hátæknisjúkrahúsi við Hringbraut komst á fullan skrið í dag þegar heilbrigðisráðherra undirritaði samninga við danska vinningshafa í samkeppni um skipulag spítalans. Innlent 1.2.2006 23:06 Engar breytingar á vöruúvali í komufríhöfninni Árni Matthiesen fjármálaráðherra segir að ekki standi til að gera neinar breytingar á vöruúrvali í komufríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samtök verslunar og þjónustu hafa sótt fast að allar vörutegundir nema áfengi og tóbak verði fjarlægðar úr komufríhöfninni. Fjármálaráðherra svaraði því hins vegar á Alþingi í dag að engar áætlanir væru um að takmarka vöruframboðið. Innlent 1.2.2006 20:23 Kaupskipaútgerð að leggjast af Bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstæðingar reyndu í dag að sannfæra fjármálaráðherra um að kaupskipaútgerð á Íslandi væri að leggjast af vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Árni Matthiesen hummaði það nánast framaf sér. Innlent 1.2.2006 20:19 Yoko Ono á leið til landsins Yoko Ono, ekkja bítilsins John Lennon, er væntaleg hingað til lands þann 25. febrúar til að vera viðstödd Vetrarhátíð í Reykjavík. Þar mun hún ræða listaverk sem hún hefur gefið borginni, svokallaða Friðarsúlu, en um er að ræða 10 til 15 metra háa upplýsta glersúlu. Innlent 1.2.2006 20:13 Ekkert lát á flóðunum Ekkert lát er á flóðunum í Nyrðri-Þrændalögum í Noregi. Í dag bárust yfirvöldum yfir 150 tilkynningar um tjón á byggingum og nokkur til viðbótar á bifreiðum en dæmi eru um að heilu húsin hafi skolast á haf út í vatnselgnum. Innlent 1.2.2006 19:45 Varnarviðræður hefjast á morgun Viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjast á nýjan leik í Washington á morgun. Ekkert fæst uppgefið um efni þeirra en líkur eru þó taldar á að Íslendingar muni taka við rekstri björgunarþyrlusveitarinnar. Innlent 1.2.2006 19:30 Harma að lagið hafi farið á netið Höfundar lagsins ,,Til hamingju Ísland" sem flytja á í undankeppni Eurovision hér á landi harma að lagið hafi komist í dreifingu á netinu. Þetta segir í yfirlýsingu sem höfundar lagsins sendu frá sér en Silvía Nótt á að flytja lagið. Í yfirlýsingunni segir að þetta hafi verið algjörlega gegn vilja höfunda og gerst án þeirrar vitundar. Innlent 1.2.2006 18:04 Aukið eftirlit með olíuflutningum Eftirlit verður aukið með skipaflutningum í íslenskri landhelgi í framtíðinni, og þá sérstaklega olíuflutningum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra greindi frá þessu í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Innlent 1.2.2006 17:01 Myndir af ráninu Lögreglan leitar enn að ungum manni sem rændi Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu á mánudaginn. Lögreglan hefur nú birt myndir úr eftirlitsmyndavél sem teknar voru klukkan 11:54 á mánudaginn. Innlent 1.2.2006 16:25 Ræddu stjórnarmyndun löngu fyrir kosningar Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson höfðu lagt grunninn að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks eftir þingkosningarnar 1991, meðan Alþýðuflokkurinn var enn í vinstristjórn og áður en Davíð Oddsson felldi Þorstein í formannskosningu í Sjálfstæðisflokknum. Innlent 1.2.2006 15:58 Aldraðir búa aðskildir vegna skorts á hjúkrunarrými Þrjátíu og átta hjón eða sambúðarfólk á eftirlaunum hér á landi búa hvort í sínu lagi vegna plássleysis á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur Samfylkingu í fyrirspurnartíma á Alþingi sem nú stendur yfir. Innlent 1.2.2006 16:04 Málefni Gusts að skýrast Málefni hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi hafa verið í talsverðum ólestri síðustu mánuði en Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir málefni Gustara munu skýrast á næstu dögum. Innlent 1.2.2006 15:44 Fimm taka þátt í hugmyndasamkeppni Búið er að velja fimm hópa sem taka þátt í hugmyndasamkeppni um hönnun Háskólans í Reykjavík. Auglýst var í desember forval um þátttöku í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun á háskólabyggingum á nýju svæði Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýrinni. Innlent 1.2.2006 15:28 Göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga Göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga opnaði í dag á Landspítalanum við Hringbraut. Þúsundir Íslendinga þjást af átröskun og nokkur fjöldi þeirra deyr af völdum sjúkdómsins á ári hverju. Innlent 1.2.2006 14:03 Staða kaupskipaútgerðar skýrist fljótt Fjármálaráðherra segir að fljótt komi í ljós hvort og þá hvernig skuli bregðast við skráningu kaupskipa og farmanna erlendis. Þingmenn lýstu miklum áhyggjum af því á þingi í dag að innan skamms yrðu ekki lengur neinir farmenn skráðir á Íslandi. Innlent 1.2.2006 15:49 Hvetja ráðherra til þess að falla frá styttingu náms Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á menntamálaráðherra að falla frá tillögum sínum um styttingu náms í framhaldsskóla til stúdentsprófs. Í ályktun frá þingflokknum segir að komi tillögurnar til framkvæmda skerðist nám í framhaldsskóla um 20 prósent og verulega dragi úr fjölbreytni og sjálfstæði framhaldsskólanna. Innlent 1.2.2006 14:03 Silvía Nótt ekki með í Evróvisjón? Eins og staðan er núna fær Silvía Nótt ekki að flytja lag Þorvaldar Bjarna "Til hamingju Ísland" í forkeppni Evróvision á laugardag eins og til stóð en lagið lak út á netið í gær. Ómögulegt hefur verið að ná í keppnishaldara í morgun enda hafa þeir verið á stífum fundi þar sem reynt er að taka ákvörðum um hvort gefa eigi laginu undanþágu frá reglum keppninnar. Forsvarsmenn Basecamp, sem fer með framkvæmd keppninnar, sögðu í samtali við fréttastofu að reglurnar væru mjög skýrar og samkvæmt þeim ætti að vísa laginu úr keppni. Innlent 1.2.2006 13:58 « ‹ ›
Næringarslöngu komið fyrir í maga Sharons Læknar Ariels Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, komu í gær næringarslöngu fyrir í maga hans. Hann hefur enn ekki komist til meðvitundar síðan hann fékk alvarlegt heilablóðfall í janúar. Erlent 2.2.2006 07:43
Loka fyrir merki arabískra sjónvarpsstöðva í Hollandi Hollensk yfirvöld hafa slökkt á merki tveggja arabískra gervihnattarsjónvarpsstöðva sem þau segja bera út hatursboðskap og hvetja til hryðjuverka. Önnur stöðvanna, sem er líbönsk, er sögð tengd Hizbollah-skæruliðahreyfingunni en hún hefur þegar verið bönnuð í Frakklandi. Innlent 2.2.2006 07:39
Sprengja sprakk við bragga í Beirút Einn hermaður slasaðist þegar öflug sprengja sprakk við hermannabragga í Beirút í Líbanon í morgun. Skömmu áður en sprengjan sprakk barst viðvörun frá manni sem sagðist tala fyrir al-Qaida í Líbanon. Hann sagði að árás yrði gerð til að hefna fyrir handtökur á þrettán al-Qaida liðum í Líbanon í janúar. Erlent 2.2.2006 07:33
Þinghúsinu á Sri Lanka lokað vegna ótta við hryðjuverk Þinghúsinu í Colombo á Srí Lanka var lokað í morgun af ótta við hryðjuverk. Leitarhundar sýndu óeðlileg viðbrögð við reglubundið eftirlit í nótt og þótti ekki á annað hættandi en að fresta fyrirhuguðum þingfundi á morgun. Erlent 2.2.2006 07:28
SAS flýgur á milli Oslóar og Keflavíkur SAS-flugfélagið ætlar að hefja áætlunarflug á milli Oslóar og Keflavíkur í sumar og eins og greint hefur verið frá ætlar breski flugrisinn British Airways að hefja áætlunarflug á milli Keflavíkur og London í mars. Innlent 2.2.2006 07:45
Vilja strætóferðir milli Reykjavíkur og Árborgar Selfyssingar vilja strætóferðir á milli Reykjavíkur og Árborgar og myndu Hvergerðingar njóta góðs af ferðunum i leiðinni. Innlent 2.2.2006 07:25
Ritstjóri France Soir rekinn fyrir að birta teikningar Eigandi franska dagblaðsins France Soir hefur rekið ritstjóra þess fyrir að hafa birt teikningarnar af Múhameð spámanni í blaðinu í gær. Í tilkynningu segir eigandinn ákvörðunina eiga að vera skýrt merki um virðingu fyrir trú manna og sannfæringu. Erlent 2.2.2006 07:22
Íslendingar lítt hrifnir af hvalkjöti Íslendingar eru lítt hrifnir af hvalkjöti samkvæmt niðurstöðum í skoðanakönnun Gallup sem gerð var að beiðni Alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW. Um 90% aðspurðra í könnuninni segjast ekki hafa keypt hvalkjöt í að minnsta kosti eitt ár. Innlent 1.2.2006 23:12
Íslandsbanki og Landsbanki hækka vexti Íslandsbanki og Landsbankinn hafa farið að fordæmi KB banka og hækkað vexti af óverðtryggðum inn- og útlánum. Hækkun allra bankanna nemur um það bil 0,25 prósentustigum og allir segjast þeir hafa hækkað vexti vegna þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti nýverið. Innlent 2.2.2006 07:20
Fundu fíkniefni við umferðareftirlit Lögreglan í Kópavogi handtók mann í gærkvöldi eftir að talsvert af fíkniefnum fannst á honum við reglubundið eftirlit í umferðinni. Við yfirheyrslur í nótt viðurkenndi hann að hafa ætlað að selja efnin og var honum þá sleppt, en rannsókn málsins verður fram haldið. Innlent 2.2.2006 07:17
Úlit fyrir að máli Írana verði vísað til öryggisráðs SÞ Allt stefnir í að kjarnorkuáætlun Írana verði vísað fyrir öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna síðar í dag. Þær fimm þjóðir sem eiga fast sæti í ráðinu hafa mælst til þess að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin vísi málinu til öryggisráðsins á neyðarfundi sínum í dag. Erlent 2.2.2006 07:13
Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins rýmdar aftur í gær Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og Árósum voru aftur rýmdar í gærkvöldi vegna sprengjuhótunar. Um kvöldmatarleytið hringdi enskumælandi maður úr símaklefa og varaði við sprengingum innan klukkustundar á skrifstofum blaðsins. Erlent 2.2.2006 07:09
Hvatt til hryðjuverka gegn Norðmönnnum og Dönum Óánægja múslíma í arabaheiminum er komin á það stig að hvatt hefur verið til hryðjuverka gegn Norðmönnum og Dönum á heimasíðu íslamskra öfgasamtaka. Fánar þessara frændþjóða okkar voru víða brenndir í Miðausturlöndum í dag. Erlent 1.2.2006 23:04
Undirbúningur að hátæknisjúkrahúsi kominn á skrið Undirbúningur að hátæknisjúkrahúsi við Hringbraut komst á fullan skrið í dag þegar heilbrigðisráðherra undirritaði samninga við danska vinningshafa í samkeppni um skipulag spítalans. Innlent 1.2.2006 23:06
Engar breytingar á vöruúvali í komufríhöfninni Árni Matthiesen fjármálaráðherra segir að ekki standi til að gera neinar breytingar á vöruúrvali í komufríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samtök verslunar og þjónustu hafa sótt fast að allar vörutegundir nema áfengi og tóbak verði fjarlægðar úr komufríhöfninni. Fjármálaráðherra svaraði því hins vegar á Alþingi í dag að engar áætlanir væru um að takmarka vöruframboðið. Innlent 1.2.2006 20:23
Kaupskipaútgerð að leggjast af Bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstæðingar reyndu í dag að sannfæra fjármálaráðherra um að kaupskipaútgerð á Íslandi væri að leggjast af vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Árni Matthiesen hummaði það nánast framaf sér. Innlent 1.2.2006 20:19
Yoko Ono á leið til landsins Yoko Ono, ekkja bítilsins John Lennon, er væntaleg hingað til lands þann 25. febrúar til að vera viðstödd Vetrarhátíð í Reykjavík. Þar mun hún ræða listaverk sem hún hefur gefið borginni, svokallaða Friðarsúlu, en um er að ræða 10 til 15 metra háa upplýsta glersúlu. Innlent 1.2.2006 20:13
Ekkert lát á flóðunum Ekkert lát er á flóðunum í Nyrðri-Þrændalögum í Noregi. Í dag bárust yfirvöldum yfir 150 tilkynningar um tjón á byggingum og nokkur til viðbótar á bifreiðum en dæmi eru um að heilu húsin hafi skolast á haf út í vatnselgnum. Innlent 1.2.2006 19:45
Varnarviðræður hefjast á morgun Viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjast á nýjan leik í Washington á morgun. Ekkert fæst uppgefið um efni þeirra en líkur eru þó taldar á að Íslendingar muni taka við rekstri björgunarþyrlusveitarinnar. Innlent 1.2.2006 19:30
Harma að lagið hafi farið á netið Höfundar lagsins ,,Til hamingju Ísland" sem flytja á í undankeppni Eurovision hér á landi harma að lagið hafi komist í dreifingu á netinu. Þetta segir í yfirlýsingu sem höfundar lagsins sendu frá sér en Silvía Nótt á að flytja lagið. Í yfirlýsingunni segir að þetta hafi verið algjörlega gegn vilja höfunda og gerst án þeirrar vitundar. Innlent 1.2.2006 18:04
Aukið eftirlit með olíuflutningum Eftirlit verður aukið með skipaflutningum í íslenskri landhelgi í framtíðinni, og þá sérstaklega olíuflutningum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra greindi frá þessu í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Innlent 1.2.2006 17:01
Myndir af ráninu Lögreglan leitar enn að ungum manni sem rændi Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu á mánudaginn. Lögreglan hefur nú birt myndir úr eftirlitsmyndavél sem teknar voru klukkan 11:54 á mánudaginn. Innlent 1.2.2006 16:25
Ræddu stjórnarmyndun löngu fyrir kosningar Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson höfðu lagt grunninn að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks eftir þingkosningarnar 1991, meðan Alþýðuflokkurinn var enn í vinstristjórn og áður en Davíð Oddsson felldi Þorstein í formannskosningu í Sjálfstæðisflokknum. Innlent 1.2.2006 15:58
Aldraðir búa aðskildir vegna skorts á hjúkrunarrými Þrjátíu og átta hjón eða sambúðarfólk á eftirlaunum hér á landi búa hvort í sínu lagi vegna plássleysis á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur Samfylkingu í fyrirspurnartíma á Alþingi sem nú stendur yfir. Innlent 1.2.2006 16:04
Málefni Gusts að skýrast Málefni hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi hafa verið í talsverðum ólestri síðustu mánuði en Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir málefni Gustara munu skýrast á næstu dögum. Innlent 1.2.2006 15:44
Fimm taka þátt í hugmyndasamkeppni Búið er að velja fimm hópa sem taka þátt í hugmyndasamkeppni um hönnun Háskólans í Reykjavík. Auglýst var í desember forval um þátttöku í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun á háskólabyggingum á nýju svæði Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýrinni. Innlent 1.2.2006 15:28
Göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga Göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga opnaði í dag á Landspítalanum við Hringbraut. Þúsundir Íslendinga þjást af átröskun og nokkur fjöldi þeirra deyr af völdum sjúkdómsins á ári hverju. Innlent 1.2.2006 14:03
Staða kaupskipaútgerðar skýrist fljótt Fjármálaráðherra segir að fljótt komi í ljós hvort og þá hvernig skuli bregðast við skráningu kaupskipa og farmanna erlendis. Þingmenn lýstu miklum áhyggjum af því á þingi í dag að innan skamms yrðu ekki lengur neinir farmenn skráðir á Íslandi. Innlent 1.2.2006 15:49
Hvetja ráðherra til þess að falla frá styttingu náms Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á menntamálaráðherra að falla frá tillögum sínum um styttingu náms í framhaldsskóla til stúdentsprófs. Í ályktun frá þingflokknum segir að komi tillögurnar til framkvæmda skerðist nám í framhaldsskóla um 20 prósent og verulega dragi úr fjölbreytni og sjálfstæði framhaldsskólanna. Innlent 1.2.2006 14:03
Silvía Nótt ekki með í Evróvisjón? Eins og staðan er núna fær Silvía Nótt ekki að flytja lag Þorvaldar Bjarna "Til hamingju Ísland" í forkeppni Evróvision á laugardag eins og til stóð en lagið lak út á netið í gær. Ómögulegt hefur verið að ná í keppnishaldara í morgun enda hafa þeir verið á stífum fundi þar sem reynt er að taka ákvörðum um hvort gefa eigi laginu undanþágu frá reglum keppninnar. Forsvarsmenn Basecamp, sem fer með framkvæmd keppninnar, sögðu í samtali við fréttastofu að reglurnar væru mjög skýrar og samkvæmt þeim ætti að vísa laginu úr keppni. Innlent 1.2.2006 13:58