Fréttir

Fréttamynd

Næringarslöngu komið fyrir í maga Sharons

Læknar Ariels Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, komu í gær næringarslöngu fyrir í maga hans. Hann hefur enn ekki komist til meðvitundar síðan hann fékk alvarlegt heilablóðfall í janúar.

Erlent
Fréttamynd

Loka fyrir merki arabískra sjónvarpsstöðva í Hollandi

Hollensk yfirvöld hafa slökkt á merki tveggja arabískra gervihnattarsjónvarpsstöðva sem þau segja bera út hatursboðskap og hvetja til hryðjuverka. Önnur stöðvanna, sem er líbönsk, er sögð tengd Hizbollah-skæruliðahreyfingunni en hún hefur þegar verið bönnuð í Frakklandi.

Innlent
Fréttamynd

Sprengja sprakk við bragga í Beirút

Einn hermaður slasaðist þegar öflug sprengja sprakk við hermannabragga í Beirút í Líbanon í morgun. Skömmu áður en sprengjan sprakk barst viðvörun frá manni sem sagðist tala fyrir al-Qaida í Líbanon. Hann sagði að árás yrði gerð til að hefna fyrir handtökur á þrettán al-Qaida liðum í Líbanon í janúar.

Erlent
Fréttamynd

SAS flýgur á milli Oslóar og Keflavíkur

SAS-flugfélagið ætlar að hefja áætlunarflug á milli Oslóar og Keflavíkur í sumar og eins og greint hefur verið frá ætlar breski flugrisinn British Airways að hefja áætlunarflug á milli Keflavíkur og London í mars.

Innlent
Fréttamynd

Ritstjóri France Soir rekinn fyrir að birta teikningar

Eigandi franska dagblaðsins France Soir hefur rekið ritstjóra þess fyrir að hafa birt teikningarnar af Múhameð spámanni í blaðinu í gær. Í tilkynningu segir eigandinn ákvörðunina eiga að vera skýrt merki um virðingu fyrir trú manna og sannfæringu.

Erlent
Fréttamynd

Íslendingar lítt hrifnir af hvalkjöti

Íslendingar eru lítt hrifnir af hvalkjöti samkvæmt niðurstöðum í skoðanakönnun Gallup sem gerð var að beiðni Alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW. Um 90% aðspurðra í könnuninni segjast ekki hafa keypt hvalkjöt í að minnsta kosti eitt ár.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsbanki og Landsbanki hækka vexti

Íslandsbanki og Landsbankinn hafa farið að fordæmi KB banka og hækkað vexti af óverðtryggðum inn- og útlánum. Hækkun allra bankanna nemur um það bil 0,25 prósentustigum og allir segjast þeir hafa hækkað vexti vegna þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti nýverið.

Innlent
Fréttamynd

Fundu fíkniefni við umferðareftirlit

Lögreglan í Kópavogi handtók mann í gærkvöldi eftir að talsvert af fíkniefnum fannst á honum við reglubundið eftirlit í umferðinni. Við yfirheyrslur í nótt viðurkenndi hann að hafa ætlað að selja efnin og var honum þá sleppt, en rannsókn málsins verður fram haldið.

Innlent
Fréttamynd

Úlit fyrir að máli Írana verði vísað til öryggisráðs SÞ

Allt stefnir í að kjarnorkuáætlun Írana verði vísað fyrir öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna síðar í dag. Þær fimm þjóðir sem eiga fast sæti í ráðinu hafa mælst til þess að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin vísi málinu til öryggisráðsins á neyðarfundi sínum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins rýmdar aftur í gær

Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og Árósum voru aftur rýmdar í gærkvöldi vegna sprengjuhótunar. Um kvöldmatarleytið hringdi enskumælandi maður úr símaklefa og varaði við sprengingum innan klukkustundar á skrifstofum blaðsins.

Erlent
Fréttamynd

Hvatt til hryðjuverka gegn Norðmönnnum og Dönum

Óánægja múslíma í arabaheiminum er komin á það stig að hvatt hefur verið til hryðjuverka gegn Norðmönnum og Dönum á heimasíðu íslamskra öfgasamtaka. Fánar þessara frændþjóða okkar voru víða brenndir í Miðausturlöndum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Engar breytingar á vöruúvali í komufríhöfninni

Árni Matthiesen fjármálaráðherra segir að ekki standi til að gera neinar breytingar á vöruúrvali í komufríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samtök verslunar og þjónustu hafa sótt fast að allar vörutegundir nema áfengi og tóbak verði fjarlægðar úr komufríhöfninni. Fjármálaráðherra svaraði því hins vegar á Alþingi í dag að engar áætlanir væru um að takmarka vöruframboðið.

Innlent
Fréttamynd

Kaupskipaútgerð að leggjast af

Bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstæðingar reyndu í dag að sannfæra fjármálaráðherra um að kaupskipaútgerð á Íslandi væri að leggjast af vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Árni Matthiesen hummaði það nánast framaf sér.

Innlent
Fréttamynd

Yoko Ono á leið til landsins

Yoko Ono, ekkja bítilsins John Lennon, er væntaleg hingað til lands þann 25. febrúar til að vera viðstödd Vetrarhátíð í Reykjavík. Þar mun hún ræða listaverk sem hún hefur gefið borginni, svokallaða Friðarsúlu, en um er að ræða 10 til 15 metra háa upplýsta glersúlu.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert lát á flóðunum

Ekkert lát er á flóðunum í Nyrðri-Þrændalögum í Noregi. Í dag bárust yfirvöldum yfir 150 tilkynningar um tjón á byggingum og nokkur til viðbótar á bifreiðum en dæmi eru um að heilu húsin hafi skolast á haf út í vatnselgnum.

Innlent
Fréttamynd

Varnarviðræður hefjast á morgun

Viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjast á nýjan leik í Washington á morgun. Ekkert fæst uppgefið um efni þeirra en líkur eru þó taldar á að Íslendingar muni taka við rekstri björgunarþyrlusveitarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Harma að lagið hafi farið á netið

Höfundar lagsins ,,Til hamingju Ísland" sem flytja á í undankeppni Eurovision hér á landi harma að lagið hafi komist í dreifingu á netinu. Þetta segir í yfirlýsingu sem höfundar lagsins sendu frá sér en Silvía Nótt á að flytja lagið. Í yfirlýsingunni segir að þetta hafi verið algjörlega gegn vilja höfunda og gerst án þeirrar vitundar.

Innlent
Fréttamynd

Aukið eftirlit með olíuflutningum

Eftirlit verður aukið með skipaflutningum í íslenskri landhelgi í framtíðinni, og þá sérstaklega olíuflutningum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra greindi frá þessu í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Myndir af ráninu

Lögreglan leitar enn að ungum manni sem rændi Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu á mánudaginn. Lögreglan hefur nú birt myndir úr eftirlitsmyndavél sem teknar voru klukkan 11:54 á mánudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Ræddu stjórnarmyndun löngu fyrir kosningar

Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson höfðu lagt grunninn að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks eftir þingkosningarnar 1991, meðan Alþýðuflokkurinn var enn í vinstristjórn og áður en Davíð Oddsson felldi Þorstein í formannskosningu í Sjálfstæðisflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Aldraðir búa aðskildir vegna skorts á hjúkrunarrými

Þrjátíu og átta hjón eða sambúðarfólk á eftirlaunum hér á landi búa hvort í sínu lagi vegna plássleysis á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur Samfylkingu í fyrirspurnartíma á Alþingi sem nú stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Málefni Gusts að skýrast

Málefni hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi hafa verið í talsverðum ólestri síðustu mánuði en Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir málefni Gustara munu skýrast á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Fimm taka þátt í hugmyndasamkeppni

Búið er að velja fimm hópa sem taka þátt í hugmyndasamkeppni um hönnun Háskólans í Reykjavík. Auglýst var í desember forval um þátttöku í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun á háskólabyggingum á nýju svæði Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýrinni.

Innlent
Fréttamynd

Göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga

Göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga opnaði í dag á Landspítalanum við Hringbraut. Þúsundir Íslendinga þjást af átröskun og nokkur fjöldi þeirra deyr af völdum sjúkdómsins á ári hverju.

Innlent
Fréttamynd

Staða kaupskipaútgerðar skýrist fljótt

Fjármálaráðherra segir að fljótt komi í ljós hvort og þá hvernig skuli bregðast við skráningu kaupskipa og farmanna erlendis. Þingmenn lýstu miklum áhyggjum af því á þingi í dag að innan skamms yrðu ekki lengur neinir farmenn skráðir á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja ráðherra til þess að falla frá styttingu náms

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á menntamálaráðherra að falla frá tillögum sínum um styttingu náms í framhaldsskóla til stúdentsprófs. Í ályktun frá þingflokknum segir að komi tillögurnar til framkvæmda skerðist nám í framhaldsskóla um 20 prósent og verulega dragi úr fjölbreytni og sjálfstæði framhaldsskólanna.

Innlent
Fréttamynd

Silvía Nótt ekki með í Evróvisjón?

Eins og staðan er núna fær Silvía Nótt ekki að flytja lag Þorvaldar Bjarna "Til hamingju Ísland" í forkeppni Evróvision á laugardag eins og til stóð en lagið lak út á netið í gær. Ómögulegt hefur verið að ná í keppnishaldara í morgun enda hafa þeir verið á stífum fundi þar sem reynt er að taka ákvörðum um hvort gefa eigi laginu undanþágu frá reglum keppninnar. Forsvarsmenn Basecamp, sem fer með framkvæmd keppninnar, sögðu í samtali við fréttastofu að reglurnar væru mjög skýrar og samkvæmt þeim ætti að vísa laginu úr keppni.

Innlent